Ferðaðist til Kaupmannahafnar til að skila orðu afa síns til drottningar Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júní 2022 19:34 Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari, skilaði Dannebrogsorðunni sem afi hans, Gísli Konráðsson, hlaut 43 árum áður aftur til Danadrottningar. Samsett Kjartan Þorbjörnsson, betur þekktur sem Golli, gerði sér sérstaka ferð, í tilefni 17. júní, frá Helsingborg til Kaupmannahafnar til að skila Dannebrogsorðunni sem afi hans, Gísli Konráðsson, hlaut 43 árum áður. Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa til áratuga og danskur konsúll, hlaut Dannebrogsorðuna árið 1979 og tveimur árum síðar hlaut hann Fálkaorðuna. Samkvæmt reglum ber að skila báðum orðum eftir andlát orðuhafa. Það kom því hlut fjölskyldunnar að skila orðunum tveimur. „Við fórum erfingjar hans á Bessastaði fyrir nokkuð mörgum árum síðan og gáfum úr dánarbúi part af Alþingishátíðarstellinu sem var til á heimilinu, frá Alþingishátíðinni 1930 og skiluðum þá fálkaorðunni í leiðinni,“ sagði Kjartan í símtali við blaðamann. Ferðaðist með flugvél, ferju og reiðhjóli til að skila orðunni Eftir að búið var að skila Fálkaorðunni tók Kjartan það að sér innan fjölskyldunnar að skila Dannebrogsorðunni næst þegar hann færi til Kaupmannahafnar. „Svo hef ég bara ekki átt leið til Köben fyrr en ég var staddur núna í Helsingborg í Svíþjóð og skellti mér yfir á 17. júní til að skila þessu formlega,“ sagði Kjartan. Til að komast frá Helsingborg á orðuskrifstofuna, sem er í gulu höllinni við Amalieborg, fyrir klukkan 16 þurfti Kjartan að taka lest, ferju og loks reiðhjól. Á skrifstofunni tóku á móti honum starfsmenn Margrétar Þórhildar Danadrottningar sem tóku við orðunni. Tæpum 20 árum eftir andlát Gísla Konráðssonar og meira en 40 árum eftir orðuveitinguna komst Dannebrogsorðan því loks aftur í hendur drottningar. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband af ferðalagi Golla til Kaupmannahafnar: 17. júní verkefnið. pic.twitter.com/bPTpvC7lkS— Golli - Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) June 17, 2022 Danmörk Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa til áratuga og danskur konsúll, hlaut Dannebrogsorðuna árið 1979 og tveimur árum síðar hlaut hann Fálkaorðuna. Samkvæmt reglum ber að skila báðum orðum eftir andlát orðuhafa. Það kom því hlut fjölskyldunnar að skila orðunum tveimur. „Við fórum erfingjar hans á Bessastaði fyrir nokkuð mörgum árum síðan og gáfum úr dánarbúi part af Alþingishátíðarstellinu sem var til á heimilinu, frá Alþingishátíðinni 1930 og skiluðum þá fálkaorðunni í leiðinni,“ sagði Kjartan í símtali við blaðamann. Ferðaðist með flugvél, ferju og reiðhjóli til að skila orðunni Eftir að búið var að skila Fálkaorðunni tók Kjartan það að sér innan fjölskyldunnar að skila Dannebrogsorðunni næst þegar hann færi til Kaupmannahafnar. „Svo hef ég bara ekki átt leið til Köben fyrr en ég var staddur núna í Helsingborg í Svíþjóð og skellti mér yfir á 17. júní til að skila þessu formlega,“ sagði Kjartan. Til að komast frá Helsingborg á orðuskrifstofuna, sem er í gulu höllinni við Amalieborg, fyrir klukkan 16 þurfti Kjartan að taka lest, ferju og loks reiðhjól. Á skrifstofunni tóku á móti honum starfsmenn Margrétar Þórhildar Danadrottningar sem tóku við orðunni. Tæpum 20 árum eftir andlát Gísla Konráðssonar og meira en 40 árum eftir orðuveitinguna komst Dannebrogsorðan því loks aftur í hendur drottningar. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband af ferðalagi Golla til Kaupmannahafnar: 17. júní verkefnið. pic.twitter.com/bPTpvC7lkS— Golli - Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) June 17, 2022
Danmörk Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira