Margir þeirra sem smitast nú hafa ekki fengið fjórðu bólusetninguna Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2022 17:58 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til þeirra sem eru smitaðir af Covid-19 að halda sig til hlés, ekki síst í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn á morgun. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að margir þeirra sem nú greinist með kórónuveiruna hafi ekki fengið fjórða skammt bóluefnis og það kunni að vera orsök fjölgunar sjúklinga með alvarleg veikindi. Hann sér ekki fyrir sér að koma aftur á takmörkunum vegna fjölgunar smitaðra. Fleiri en tvö hundruð manns greinast nú daglega með Covid-19 en raunverulegur fjöldi er líklega enn hærri þar sem margir taka aðeins heimapróf án þess að fara í staðfestingarpróf. Nú liggja 27 einstaklingar á Landspítalanum með sjúkdóminn, þar af tveir á gjörgæsludeild og einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem smitast fá sjúkdóminn nú í fyrsta skipti og þeir sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús eru aðallega fólk eldra en sjötugt og með undirliggjandi sjúkdóma. „Svo eru asni margir af þeim sem við höfum mælt með að fái fjórðu bólusetninguna, þeir hafa ekki farið í bólusetningu. Það er kannski líka að búa til þessi alvarlegu veikindi sem leiða til innlagna,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann hvatti þá sem hafa ekki fengið fjórðu sprautuna að gera það. Mælt hefur verið með því fyrir áttræða og eldri, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og íbúa á hjúkrunarheimilum. Þeir sem telja sig veika fyrir geta einnig óskað eftir að fá fjórða skammtinn. Þá sagði Þórólfur mikilvægt að viðkvæmir hópar gættu vel að sýkingavörnum sem lögð hefur verið áhersla á í faraldrinum síðustu tvö árin. Enginn dómsdagur Spurður að því hvort ástæða væri til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins nú vísaði Þórólfur til stöðunnar á Landspítalanum sem væri þung fyrir. Erfitt væri að bæta fleiri alvarlega veikum Covid-sjúklingum við það álag. Þórólfur útilokaði þó nánast alveg að gripið yrði til takmarkana á nýjan leik til að bregðast við fjölgun smitaðra. „Það myndi nú seint ganga vel eins og staðan er núna. Það er engin stemming fyrir slíku og það myndi sennilega ekki ganga upp,“ sagði sóttvarnalæknir. Ef ástandið versnaði enn frekar þyrfti þó að skoða hvernig brugðist yrði við. Benti Þórólfur á að það væri á endanum í höndum stjórnvalda að ákveða hvort brygðist yrði við með einhverjum hætti. „Það er ekki eins og það sé dómsdagur í þessu en þetta er bakslag og þá þurfum við bara að reyna að bregðast við því án þess að grípa til örþrifaráða,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. 16. júní 2022 11:06 Landspítalinn kemur á grímuskyldu og takmarkar heimsóknir Landspítalinn hefur tekið upp grímuskyldu á ný og takmarkað heimsóknir aðstandenda vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga. Nú eru þrjátíu sjúklingar inniliggjandi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. 16. júní 2022 13:15 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Fleiri en tvö hundruð manns greinast nú daglega með Covid-19 en raunverulegur fjöldi er líklega enn hærri þar sem margir taka aðeins heimapróf án þess að fara í staðfestingarpróf. Nú liggja 27 einstaklingar á Landspítalanum með sjúkdóminn, þar af tveir á gjörgæsludeild og einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem smitast fá sjúkdóminn nú í fyrsta skipti og þeir sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús eru aðallega fólk eldra en sjötugt og með undirliggjandi sjúkdóma. „Svo eru asni margir af þeim sem við höfum mælt með að fái fjórðu bólusetninguna, þeir hafa ekki farið í bólusetningu. Það er kannski líka að búa til þessi alvarlegu veikindi sem leiða til innlagna,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann hvatti þá sem hafa ekki fengið fjórðu sprautuna að gera það. Mælt hefur verið með því fyrir áttræða og eldri, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og íbúa á hjúkrunarheimilum. Þeir sem telja sig veika fyrir geta einnig óskað eftir að fá fjórða skammtinn. Þá sagði Þórólfur mikilvægt að viðkvæmir hópar gættu vel að sýkingavörnum sem lögð hefur verið áhersla á í faraldrinum síðustu tvö árin. Enginn dómsdagur Spurður að því hvort ástæða væri til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins nú vísaði Þórólfur til stöðunnar á Landspítalanum sem væri þung fyrir. Erfitt væri að bæta fleiri alvarlega veikum Covid-sjúklingum við það álag. Þórólfur útilokaði þó nánast alveg að gripið yrði til takmarkana á nýjan leik til að bregðast við fjölgun smitaðra. „Það myndi nú seint ganga vel eins og staðan er núna. Það er engin stemming fyrir slíku og það myndi sennilega ekki ganga upp,“ sagði sóttvarnalæknir. Ef ástandið versnaði enn frekar þyrfti þó að skoða hvernig brugðist yrði við. Benti Þórólfur á að það væri á endanum í höndum stjórnvalda að ákveða hvort brygðist yrði við með einhverjum hætti. „Það er ekki eins og það sé dómsdagur í þessu en þetta er bakslag og þá þurfum við bara að reyna að bregðast við því án þess að grípa til örþrifaráða,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. 16. júní 2022 11:06 Landspítalinn kemur á grímuskyldu og takmarkar heimsóknir Landspítalinn hefur tekið upp grímuskyldu á ný og takmarkað heimsóknir aðstandenda vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga. Nú eru þrjátíu sjúklingar inniliggjandi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. 16. júní 2022 13:15 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. 16. júní 2022 11:06
Landspítalinn kemur á grímuskyldu og takmarkar heimsóknir Landspítalinn hefur tekið upp grímuskyldu á ný og takmarkað heimsóknir aðstandenda vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga. Nú eru þrjátíu sjúklingar inniliggjandi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. 16. júní 2022 13:15