„Ekki hægt að fjalla um strandveiðar öðruvísi en að tala um kvótakerfið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júní 2022 16:51 Sigurður Þórðarson, varamaður í stjórn Strandveiðifélagsins, segir framkvæmdastjóra hátíðarinnar hafa ávítt sig fyrir að hafa verið með pólitískan áróður. Aðsent Sigurður Þórðarson, meðlimur Strandveiðifélagsins, segir að Anna Björk Árnadóttir, framkvæmdastjóri Sjómannadagsins 2022, hafi ávítt sig fyrir að hafa verið með pólitískan áróður á deginum og sakað félagið um að hafa skemmt hátíðarhöld fyrir gestum. Sigurður segir að ekki sé hægt að fjalla um strandveiðar nema að fjalla um kvótakerfið. Strandveiðibátar í litlu höfninni á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Mynd tengist frétt ekki beint.Vilhelm/Vísir Í samtali við blaðamann sagði Sigurður að Strandveiðifélagið hefði verið með tjald úti á Granda á sjómannadaginn til að kynna fólk fyrir strandveiðum og ræða um kvótakerfið. Hópurinn Við, fólkið í landinu hafi verið þeim innan handar og hjálpað þeim að setja upp tjaldið. Í tjaldinu buðu þau gestum upp á kakó og kleinur og blöðrur og barmmerki með áletruninni „Við eigum fiskinn – ekki Samherji“. Einnig seldu þau boli með sömu áletrun. Að sögn Sigurðar tók fólk gríðarlega vel í tjaldið, barmmerkin ruku út og „það komu þúsund manns að ræða við okkur um kvótakerfið og allt óréttlætið í sambandi við það.“ Þá sagði hann að næst yrðu þau að gera betur og vera með fleiri barmmerki, það er ef þau fengju að vera með næst sem væri ekki víst. Óánægja með framtak félagsins Samkvæmt Sigurði voru ekki allir jafn ánægðir með framtakið. Nú í morgun hafi Anna Björk Árnadóttir sem sá um hátíðarhöldin hringt í hann til að tjá honum að það hefði verið mikil óánægja með framtakið, félagið hefði tekið þátt í hátíðarhöldunum á röngum forsendum og skemmt hátíðahöld fyrir gestum. Hún hafi tjáð honum að ef þau vildu mótmæla þá gætu þau gert það fyrir framan Alþingishúsið, eins og þau væru vön. Hann kannaðist hins vegar ekkert við það og sagði við blaðamann: „Við erum sjómenn og erum á Grandanum á Sjómannadaginn af því þetta er okkar dagur.“ Þegar blaðamaður hringdi í Önnu Björk hjá Eventum vildi hún ekki tjá sig um málið en vísaði blaðamanni á Elísabetu Sveinsdóttur, upplýsingafulltrúa Sjómannadagsins. Elísabet vísaði blaðamanni áfram á Aríel Pétursson, formann Sjómannaráðs. Ekki kynnt strandveiðar heldur gagnrýnt Samherja Í samtali við blaðamann sagði Aríel að á Sjómannadaginn kæmu hin og þessi samtök sem kynntu starf sitt. Þeirra á meðal væri Strandveiðifélagið sem hefði haft samband við skipuleggjandann sem sá um hátíðina og sagðist mundu kynna strandveiðar. En þau hefðu ekki sagt rétt frá. Aríel Pétursson, hér til hægri, segir að Sjómannaráð hafi ekkert út á skilaboð Strandveiðifélagsins að setja en forsendur félagsins fyrir þátttöku hafi verið rangar.Sjómannadagsráð Í stað þess að kynna strandveiðar hefðu þau verið að gagnrýna Samherja og dreift blöðrum merktum „Við eigum fiskinn – ekki Samherji“. Þá sagði hann að Sjómannaráð hefði ekkert út á skilaboð Strandveiðifélagsins að setja og hefði ekkert sagt um hvort félagið fengi að vera með aftur eða ekki. Málið snerist hins vegar um að hafa logið sig inn á hátíðina. Að lokum sagði hann að enginn erfði þetta við Strandveiðifélagið en viðburðarfyrirtækið sem sá um þetta hafi verið skúffað að það væri verið að segja ósatt þegar falast var eftir því að vera með tjald á hátíðinni. Ekki hægt að tala um strandveiðar án þess að tala um kvótakerfið Blaðamaður hringdi aftur í Sigurð til að spyrja hann hvort það væri rétt að félagið hefði ekkert fjallað um strandveiðar í tjaldi sínu á Sjómannadaginn. Hann vísaði því alfarið á bug og sagði um tengsl kvótakerfisins og strandveiðar: „Þegar við tölum um strandveiðar þá verðum við að tala um þær takmarkanir sem eru settar strandveiðimönnum. Það er ekki hægt að fjalla um strandveiðar öðruvísi en að tala um kvótakerfið.“ Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12. júní 2022 10:25 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Strandveiðibátar í litlu höfninni á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Mynd tengist frétt ekki beint.Vilhelm/Vísir Í samtali við blaðamann sagði Sigurður að Strandveiðifélagið hefði verið með tjald úti á Granda á sjómannadaginn til að kynna fólk fyrir strandveiðum og ræða um kvótakerfið. Hópurinn Við, fólkið í landinu hafi verið þeim innan handar og hjálpað þeim að setja upp tjaldið. Í tjaldinu buðu þau gestum upp á kakó og kleinur og blöðrur og barmmerki með áletruninni „Við eigum fiskinn – ekki Samherji“. Einnig seldu þau boli með sömu áletrun. Að sögn Sigurðar tók fólk gríðarlega vel í tjaldið, barmmerkin ruku út og „það komu þúsund manns að ræða við okkur um kvótakerfið og allt óréttlætið í sambandi við það.“ Þá sagði hann að næst yrðu þau að gera betur og vera með fleiri barmmerki, það er ef þau fengju að vera með næst sem væri ekki víst. Óánægja með framtak félagsins Samkvæmt Sigurði voru ekki allir jafn ánægðir með framtakið. Nú í morgun hafi Anna Björk Árnadóttir sem sá um hátíðarhöldin hringt í hann til að tjá honum að það hefði verið mikil óánægja með framtakið, félagið hefði tekið þátt í hátíðarhöldunum á röngum forsendum og skemmt hátíðahöld fyrir gestum. Hún hafi tjáð honum að ef þau vildu mótmæla þá gætu þau gert það fyrir framan Alþingishúsið, eins og þau væru vön. Hann kannaðist hins vegar ekkert við það og sagði við blaðamann: „Við erum sjómenn og erum á Grandanum á Sjómannadaginn af því þetta er okkar dagur.“ Þegar blaðamaður hringdi í Önnu Björk hjá Eventum vildi hún ekki tjá sig um málið en vísaði blaðamanni á Elísabetu Sveinsdóttur, upplýsingafulltrúa Sjómannadagsins. Elísabet vísaði blaðamanni áfram á Aríel Pétursson, formann Sjómannaráðs. Ekki kynnt strandveiðar heldur gagnrýnt Samherja Í samtali við blaðamann sagði Aríel að á Sjómannadaginn kæmu hin og þessi samtök sem kynntu starf sitt. Þeirra á meðal væri Strandveiðifélagið sem hefði haft samband við skipuleggjandann sem sá um hátíðina og sagðist mundu kynna strandveiðar. En þau hefðu ekki sagt rétt frá. Aríel Pétursson, hér til hægri, segir að Sjómannaráð hafi ekkert út á skilaboð Strandveiðifélagsins að setja en forsendur félagsins fyrir þátttöku hafi verið rangar.Sjómannadagsráð Í stað þess að kynna strandveiðar hefðu þau verið að gagnrýna Samherja og dreift blöðrum merktum „Við eigum fiskinn – ekki Samherji“. Þá sagði hann að Sjómannaráð hefði ekkert út á skilaboð Strandveiðifélagsins að setja og hefði ekkert sagt um hvort félagið fengi að vera með aftur eða ekki. Málið snerist hins vegar um að hafa logið sig inn á hátíðina. Að lokum sagði hann að enginn erfði þetta við Strandveiðifélagið en viðburðarfyrirtækið sem sá um þetta hafi verið skúffað að það væri verið að segja ósatt þegar falast var eftir því að vera með tjald á hátíðinni. Ekki hægt að tala um strandveiðar án þess að tala um kvótakerfið Blaðamaður hringdi aftur í Sigurð til að spyrja hann hvort það væri rétt að félagið hefði ekkert fjallað um strandveiðar í tjaldi sínu á Sjómannadaginn. Hann vísaði því alfarið á bug og sagði um tengsl kvótakerfisins og strandveiðar: „Þegar við tölum um strandveiðar þá verðum við að tala um þær takmarkanir sem eru settar strandveiðimönnum. Það er ekki hægt að fjalla um strandveiðar öðruvísi en að tala um kvótakerfið.“
Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12. júní 2022 10:25 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12. júní 2022 10:25