Hollendingar stálu sigrinum gegn Wales | Færeyingar snéru taflinu við Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júní 2022 21:32 Memphis Depay var hetja Hollendinga í kvöld. James Williamson - AMA/Getty Images Það var nóg um að vera í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld, en alls voru spilaðir tólf leikir. Hollendingar unnu dramatískan 3-2 sigur gegn Wales og Færeyingar gerðu 2-2 jafntefli gegn Lúxemborg eftir að hafa lent 2-0 undir. Noa Lang kom Hollendingum yfir gegn Wales eftir rétt rúmlega 15 mínútna leik áður en Cody Gakpo tvöfaldaði forystu liðsins sex mínútum síðar. Brennan Johnson minnkaði muninn fyrir Wales á 26. mínútu og staðan var því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. Lengst af leit út fyrir að þetta yrðu lokatölur leiksins, en lokamínúturnar buðu upp á nóg af dramatík. Á 90. mínútu fékk Tyrell Malacia dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að hrinda Connor Roberts inni í vítateig. Varamaðurinn Gareth Bale fór á punktinn og jafnaði metin fyrir velska liðið á annarri mínútu uppbótartíma. Velska liðið var enn að hugsa um markið þegar Hollendingar tóku miðjuna og skoruðu strax í næstu sókn. Þar var á ferðinni Memphis Depay og niðurstaðan varð því dramatískur 3-2 sigur Hollendinga. 𝗧𝗵𝗲𝘀𝗲. 𝗳𝗶𝗻𝗮𝗹. 𝗺𝗶𝗻𝘂𝘁𝗲𝘀. 🤯📝🇳🇱 Oranje trekt overwinning over de streep in absolute slotfase ⬎#NationsLeague #NEDWALhttps://t.co/hGaHiro4o9— OnsOranje (@OnsOranje) June 14, 2022 Þá sóttu Færeyingar gott stig er liðið heimsótti Lúxemborg. Heimamenn komust í 2-0 með mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn, en Joannes Bjartalid skoraði tvö mörk með stuttu millibili í síðari hálfleik og tryggði Færeyingum stig. Úrslit kvöldsins A-deild, riðill 3: England 0-4 Ungverjaland Þýskaland 5-2 Ítalía A-deild, riðill 4: Holland 3-2 Wales Pólland 0-1 Belgía B-deild, riðill 1: Armenía 1-4 Skotland Úkraína 1-1 Írland B-deild, riðill 3: Bosnía og Hersegóvína 3-2 Finnland Rúmenía 0-3 Svartfjallaland C-deild, riðill 1: Lúxemborg 2-2 Færeyjar Tyrkland 2-0 Litháen D-deild, riðill 1: Moldavía 2-1 Andorra Liechtenstein 0-2 Lettland Þjóðadeild UEFA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrulegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sjá meira
Noa Lang kom Hollendingum yfir gegn Wales eftir rétt rúmlega 15 mínútna leik áður en Cody Gakpo tvöfaldaði forystu liðsins sex mínútum síðar. Brennan Johnson minnkaði muninn fyrir Wales á 26. mínútu og staðan var því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. Lengst af leit út fyrir að þetta yrðu lokatölur leiksins, en lokamínúturnar buðu upp á nóg af dramatík. Á 90. mínútu fékk Tyrell Malacia dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að hrinda Connor Roberts inni í vítateig. Varamaðurinn Gareth Bale fór á punktinn og jafnaði metin fyrir velska liðið á annarri mínútu uppbótartíma. Velska liðið var enn að hugsa um markið þegar Hollendingar tóku miðjuna og skoruðu strax í næstu sókn. Þar var á ferðinni Memphis Depay og niðurstaðan varð því dramatískur 3-2 sigur Hollendinga. 𝗧𝗵𝗲𝘀𝗲. 𝗳𝗶𝗻𝗮𝗹. 𝗺𝗶𝗻𝘂𝘁𝗲𝘀. 🤯📝🇳🇱 Oranje trekt overwinning over de streep in absolute slotfase ⬎#NationsLeague #NEDWALhttps://t.co/hGaHiro4o9— OnsOranje (@OnsOranje) June 14, 2022 Þá sóttu Færeyingar gott stig er liðið heimsótti Lúxemborg. Heimamenn komust í 2-0 með mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn, en Joannes Bjartalid skoraði tvö mörk með stuttu millibili í síðari hálfleik og tryggði Færeyingum stig. Úrslit kvöldsins A-deild, riðill 3: England 0-4 Ungverjaland Þýskaland 5-2 Ítalía A-deild, riðill 4: Holland 3-2 Wales Pólland 0-1 Belgía B-deild, riðill 1: Armenía 1-4 Skotland Úkraína 1-1 Írland B-deild, riðill 3: Bosnía og Hersegóvína 3-2 Finnland Rúmenía 0-3 Svartfjallaland C-deild, riðill 1: Lúxemborg 2-2 Færeyjar Tyrkland 2-0 Litháen D-deild, riðill 1: Moldavía 2-1 Andorra Liechtenstein 0-2 Lettland
A-deild, riðill 3: England 0-4 Ungverjaland Þýskaland 5-2 Ítalía A-deild, riðill 4: Holland 3-2 Wales Pólland 0-1 Belgía B-deild, riðill 1: Armenía 1-4 Skotland Úkraína 1-1 Írland B-deild, riðill 3: Bosnía og Hersegóvína 3-2 Finnland Rúmenía 0-3 Svartfjallaland C-deild, riðill 1: Lúxemborg 2-2 Færeyjar Tyrkland 2-0 Litháen D-deild, riðill 1: Moldavía 2-1 Andorra Liechtenstein 0-2 Lettland
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrulegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sjá meira