Vill láta fjarlægja minnisvarða um borgaralega óhlýðni Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2022 22:50 Listaverkið Svarta keilan blasir við þingmönnum þegar þeir koma út úr Alþingi. Vísir/Magnús Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hvatti Birgi Ármannson, forseta Alþingis, til að fjarlægja listaverkið Svörtu keiluna sem er staðsett fyrir utan Alþingishúsið í ræðu sinni á þinginu í dag. Listaverkið er eftir Santiago Sierra og var sett niður árið 2012 sem minnisvarði um borgaralega óhlýðni. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er ekki par sáttur með Svörtu keiluna og vill að forseti Alþingis fjarlægi hana.vísir/vilhelm Bergþór Ólason tók til máls á Alþingi í dag undir liðnum Störf þingsins. Þar vildi hann nýta tækifærið, það síðasta á þessu þingi, til að halda sína árlegu ræðu þar sem hann hvetur forseta Alþingis til að „hlutast til um að grjóthnullungurinn fyrir utan Alþingishúsið verði fjarlægður.“ Hann rifjaði upp þegar fréttir bárust af því í janúar 2012 að það væri búið að koma fyrir „risastórum grjóthnullungi“ fyrir utan Alþingishúsið sem var kallaður Svarta keilan, átti að vera minnisvarði um borgaralega óhlýðni og var eftir listamanninn Santiago Sierra. Vonast til að þingið komi að „grjóthreinsuðum Austurvelli í haust“ Svarta keilan á eldri staðsetningu.Listasafn Reykjavíkur Hann minntist á að listaverkið hefði áður verið nær Alþingishúsinu og sagði að forsætisnefnd hafi „alla tíð verið skynsamlega þenkjandi í þessu máli án þess að ná fram því markmið að hreinsa Austurvöll af þessari óværu.“ Þar vísaði hann í að verkið var upphaflega staðsett beint fyrir framan Alþingishúsið en var fært um nokkra metra í september 2012 svo það stæði ekki á sjálfum Austurvelli. Síðan þá hefur það staðið á horni Kirkjustígs og Thorvaldsensstrætis, fyrir framan nýja innganginn. Nú er Svarta keilan á horni Kirkjustrætis og Thorvaldsensstrætis.Vísir/Magnús Einnig sagði Bergþór að það væri „eitthvað sérstaklega ónotalegt við það að það sé minnisvarði um borgaralega óhlýðni beint fyrir framan löggjafarsamkundu þjóðarinnar.“ Þá hvatti hann forseta Alþingis til að nýta sumarið í að taka til framan við Alþingishúsið og eiga samtal við Reykjavíkurborg, hvort sem hann ætti það sjálfur eða léti embættismenn um það, um að finna flöt á því að fjarlægja þetta „svokallaða listaverk sem er hreinasta hörmung í augum býsna margra“. Loks sagðist Bergþór vona að þingið kæmi að „grjóthreinsuðum Austurvelli í haust“. Minnisvarði um borgaralega óhlýðni Listaverkið sem Bergþóri er svona illa við samanstendur af grjóthnullungi sem hefur verið klofinn í tvennt með svartri keilu sem situr í sprungunni. Plattinn á listaverkinu vísar í Yfirlýsingu um réttindi manna og borgara sem var samin eftir Frönsku byltinguna.Vísir/Magnús Á síðu Listasafns Reykjavíkur um verkið stendur um keiluna sem verkið heitir eftir: „Keilan vísar til svartra keilulaga hatta sem spænski rannsóknarrétturinn lét sakfellda menn bera í háðungarskyni á 12. öld. Með verkinu vill listamaðurinn minna á mikilvægi borgaralegra réttinda í lýðræðissamfélagi og þann rétt þegnanna að neita því að hlýðnast óréttlátum lögum og kröfum yfirvalda.“ Tæplega tveimur tímum eftir að Bergþór flutti ræðu sína fyrir þingið kom fólk saman við Svörtu keiluna fyrir framan Alþingishúsið til að mótmæla. Þar var samankominn hópur náttúruverndarsinna til að mótmæla rammaáætlun ríkisstjórnarinnar sem færir ýmsar náttúruperlur „úr verndarflokki og skrefi nær faðmi virkjanaaflanna.“ Það eru því greinilega ekki allir jafn óánægðir með steininn og Bergþór. Náttúruverndarsamtök mótmæltu rammaáætlun ríkisstjórnar sem færir ýmsar náttúruperlur „úr verndarflokki og skrefi nær faðmi virkjanaaflanna.“ Svarta keilan veitti ýmsum mótmælendum stuðning.Vísir/Einar Styttur og útilistaverk Miðflokkurinn Alþingi Umhverfismál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er ekki par sáttur með Svörtu keiluna og vill að forseti Alþingis fjarlægi hana.vísir/vilhelm Bergþór Ólason tók til máls á Alþingi í dag undir liðnum Störf þingsins. Þar vildi hann nýta tækifærið, það síðasta á þessu þingi, til að halda sína árlegu ræðu þar sem hann hvetur forseta Alþingis til að „hlutast til um að grjóthnullungurinn fyrir utan Alþingishúsið verði fjarlægður.“ Hann rifjaði upp þegar fréttir bárust af því í janúar 2012 að það væri búið að koma fyrir „risastórum grjóthnullungi“ fyrir utan Alþingishúsið sem var kallaður Svarta keilan, átti að vera minnisvarði um borgaralega óhlýðni og var eftir listamanninn Santiago Sierra. Vonast til að þingið komi að „grjóthreinsuðum Austurvelli í haust“ Svarta keilan á eldri staðsetningu.Listasafn Reykjavíkur Hann minntist á að listaverkið hefði áður verið nær Alþingishúsinu og sagði að forsætisnefnd hafi „alla tíð verið skynsamlega þenkjandi í þessu máli án þess að ná fram því markmið að hreinsa Austurvöll af þessari óværu.“ Þar vísaði hann í að verkið var upphaflega staðsett beint fyrir framan Alþingishúsið en var fært um nokkra metra í september 2012 svo það stæði ekki á sjálfum Austurvelli. Síðan þá hefur það staðið á horni Kirkjustígs og Thorvaldsensstrætis, fyrir framan nýja innganginn. Nú er Svarta keilan á horni Kirkjustrætis og Thorvaldsensstrætis.Vísir/Magnús Einnig sagði Bergþór að það væri „eitthvað sérstaklega ónotalegt við það að það sé minnisvarði um borgaralega óhlýðni beint fyrir framan löggjafarsamkundu þjóðarinnar.“ Þá hvatti hann forseta Alþingis til að nýta sumarið í að taka til framan við Alþingishúsið og eiga samtal við Reykjavíkurborg, hvort sem hann ætti það sjálfur eða léti embættismenn um það, um að finna flöt á því að fjarlægja þetta „svokallaða listaverk sem er hreinasta hörmung í augum býsna margra“. Loks sagðist Bergþór vona að þingið kæmi að „grjóthreinsuðum Austurvelli í haust“. Minnisvarði um borgaralega óhlýðni Listaverkið sem Bergþóri er svona illa við samanstendur af grjóthnullungi sem hefur verið klofinn í tvennt með svartri keilu sem situr í sprungunni. Plattinn á listaverkinu vísar í Yfirlýsingu um réttindi manna og borgara sem var samin eftir Frönsku byltinguna.Vísir/Magnús Á síðu Listasafns Reykjavíkur um verkið stendur um keiluna sem verkið heitir eftir: „Keilan vísar til svartra keilulaga hatta sem spænski rannsóknarrétturinn lét sakfellda menn bera í háðungarskyni á 12. öld. Með verkinu vill listamaðurinn minna á mikilvægi borgaralegra réttinda í lýðræðissamfélagi og þann rétt þegnanna að neita því að hlýðnast óréttlátum lögum og kröfum yfirvalda.“ Tæplega tveimur tímum eftir að Bergþór flutti ræðu sína fyrir þingið kom fólk saman við Svörtu keiluna fyrir framan Alþingishúsið til að mótmæla. Þar var samankominn hópur náttúruverndarsinna til að mótmæla rammaáætlun ríkisstjórnarinnar sem færir ýmsar náttúruperlur „úr verndarflokki og skrefi nær faðmi virkjanaaflanna.“ Það eru því greinilega ekki allir jafn óánægðir með steininn og Bergþór. Náttúruverndarsamtök mótmæltu rammaáætlun ríkisstjórnar sem færir ýmsar náttúruperlur „úr verndarflokki og skrefi nær faðmi virkjanaaflanna.“ Svarta keilan veitti ýmsum mótmælendum stuðning.Vísir/Einar
Styttur og útilistaverk Miðflokkurinn Alþingi Umhverfismál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira