Ólafur til Sviss en meistararnir voru of seinir Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2022 11:30 Ólafur Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu á EM í janúar. Hann missti af drjúgum hluta mótsins vegna kórónuveirusmits. Getty/Nikola Krstic Landsliðsmaðurinn Ólafur Guðmundsson mun leika í Sviss næsta vetur en hann hefur samið við Amicitia Zürich um að spila með liðinu. Þar með bætist enn í hóp íslensks handboltafólks hjá félaginu. Ólafur kemur til Zürich frá Montpellier í Frakklandi eftir erfitt tímabil hjá franska liðinu. Meiðsli settu þar stórt strik í reikninginn og Ólafur lék ekkert með Montpellier seinni hluta leiktíðar, eftir að hafa endað í 6. sæti með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í janúar. Hann stóðst hins vegar læknisskoðun hjá Zürich í dag og verður væntanlega kynntur til leiks hjá félaginu síðar í dag eða á morgun. Samkvæmt heimildum Vísis bauðst Ólafi einnig að fara til svissnesku meistaranna í Kadetten Schaffhausen, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, en hafnaði því enda voru viðræður við Zürich þá langt komnar. Áður en Ólafur fór til Frakklands í fyrra gerði hann garðinn frægan hjá sænska félaginu Kristianstad um árabil, þar sem hann var meðal annars fyrirliði. Hann hefur einnig leikið með Hannover-Burgdorf í Þýskalandi og Nordsjælland og AG Kaupmannahöfn í Danmörku en þessi 32 ára stórskytta hóf hins vegar ferilinn hjá FH. Ólafur verður þriðji Íslendingurinn hjá Amicitia Zürich því Harpa Rut Jónsdóttir, sem áður lék með Zug í Sviss, og markvörðurinn Sunna Guðrún Pétursdóttir úr KA/Þór sömdu báðar við félagið fyrir skömmu. Karlalið Zürich endaði í 5. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar í vor en komst í undanúrslit úrslitakeppninnar. Þar tapaði liðið hins vegar fyrir lærisveinum Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffhausen sem svo lönduðu meistaratitlinum. Annar Íslendingur verður í herbúðum Kadetten á næstu leiktíð því Óðinn Þór Ríkharðsson, besti leikmaður Íslandsmótsins í vetur, skrifaði undir samning við félagið til þriggja ára. Handbolti Franski handboltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Ólafur kemur til Zürich frá Montpellier í Frakklandi eftir erfitt tímabil hjá franska liðinu. Meiðsli settu þar stórt strik í reikninginn og Ólafur lék ekkert með Montpellier seinni hluta leiktíðar, eftir að hafa endað í 6. sæti með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í janúar. Hann stóðst hins vegar læknisskoðun hjá Zürich í dag og verður væntanlega kynntur til leiks hjá félaginu síðar í dag eða á morgun. Samkvæmt heimildum Vísis bauðst Ólafi einnig að fara til svissnesku meistaranna í Kadetten Schaffhausen, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, en hafnaði því enda voru viðræður við Zürich þá langt komnar. Áður en Ólafur fór til Frakklands í fyrra gerði hann garðinn frægan hjá sænska félaginu Kristianstad um árabil, þar sem hann var meðal annars fyrirliði. Hann hefur einnig leikið með Hannover-Burgdorf í Þýskalandi og Nordsjælland og AG Kaupmannahöfn í Danmörku en þessi 32 ára stórskytta hóf hins vegar ferilinn hjá FH. Ólafur verður þriðji Íslendingurinn hjá Amicitia Zürich því Harpa Rut Jónsdóttir, sem áður lék með Zug í Sviss, og markvörðurinn Sunna Guðrún Pétursdóttir úr KA/Þór sömdu báðar við félagið fyrir skömmu. Karlalið Zürich endaði í 5. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar í vor en komst í undanúrslit úrslitakeppninnar. Þar tapaði liðið hins vegar fyrir lærisveinum Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffhausen sem svo lönduðu meistaratitlinum. Annar Íslendingur verður í herbúðum Kadetten á næstu leiktíð því Óðinn Þór Ríkharðsson, besti leikmaður Íslandsmótsins í vetur, skrifaði undir samning við félagið til þriggja ára.
Handbolti Franski handboltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira