Kominn til Þjóðkirkjunnar og fær 13,2 milljónir í biðlaun frá Ísafjarðarbæ Eiður Þór Árnason skrifar 14. júní 2022 13:07 Birgir Gunnarsson er rekstrarfræðingur og starfaði áður sem forstjóri Reykjalundar og Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Vísir/Vilhelm Birgir Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær greiddar 13,2 milljónir króna í biðlaun næstu sex mánuði ef tillaga bæjarráðs nær fram að ganga. Birgir lét af störfum við lok seinasta kjörtímabils og tók við sem framkvæmdastjóri rekstrarstofu Þjóðkirkjunnar fyrr í þessum mánuði. Þetta kemur fram í viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 en Bæjarins besta greindi fyrst frá upphæðinni. Í viðaukanum er vísað til ákvæðis í ráðningarsamningi Birgis frá árinu 2020 sem útlistar að bæjarstjóri fái greidd biðlaun í sex mánuði eftir að störfum hans ljúki. Ekki var gert ráð fyrir þessari fjárhæð í launaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir þetta ár og er því óskað eftir heimild í viðauka við fjárhagsáætlunina. Viðaukinn var lagður fram á fundi bæjarráðs í gær og bíður samþykkis bæjarstjórnar. Í viðaukanum er sömuleiðis gert ráð fyrir 15,5 milljóna króna hækkun á framlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem er sagt standa undir biðlaununum Birgis og annarri kostnaðaraukningu. Í bókun bæjarráðs segir að í ljósi þessa sé ekki gert ráð fyrir því að viðbótarkostnaðurinn hafi nein áhrif á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar á þessu ári. Byrjaði með 1,6 milljónir króna Greint var frá því þegar Birgir var ráðinn bæjarstjóri árið 2020 að hann fengi 1,6 milljón króna í laun á mánuði fyrir að gegna embættinu, að bifreiðastyrk meðtöldum. Þá átti að endurreikna launin í byrjun hvers árs til samræmis við breytingar á launavísitölu en vísitalan hækkaði um hátt í tuttugu prósent frá ársbyrjun 2020 til upphafs 2022. Fram kom í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í fyrra að Birgir væri efstur á lista yfir tekjuhæstu sveitarstjórnarmennina árið 2020. Miðað við greitt útsvar var hann þá að jafnaði með 3,1 milljón króna í tekjur á mánuði, samkvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar. Út frá því var Birgir meðal annars tekjuhærri en kollegar hans í Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og á Akranesi. Birgir tók við bæjarstjórastólnum í Ísafjarðarbæ þann 1. mars 2020. Áætlaðar tekjur hans það ár eins og þær birtast í Tekjublaðinu endurspegla ekki endilega föst laun hans og geta litast af aukastörfum, hlunnindum vegna kaupréttarsamninga, bónusum og úttekt á séreignarsparnaði. Ísafjarðarbær Kjaramál Þjóðkirkjan Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Þetta kemur fram í viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 en Bæjarins besta greindi fyrst frá upphæðinni. Í viðaukanum er vísað til ákvæðis í ráðningarsamningi Birgis frá árinu 2020 sem útlistar að bæjarstjóri fái greidd biðlaun í sex mánuði eftir að störfum hans ljúki. Ekki var gert ráð fyrir þessari fjárhæð í launaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir þetta ár og er því óskað eftir heimild í viðauka við fjárhagsáætlunina. Viðaukinn var lagður fram á fundi bæjarráðs í gær og bíður samþykkis bæjarstjórnar. Í viðaukanum er sömuleiðis gert ráð fyrir 15,5 milljóna króna hækkun á framlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem er sagt standa undir biðlaununum Birgis og annarri kostnaðaraukningu. Í bókun bæjarráðs segir að í ljósi þessa sé ekki gert ráð fyrir því að viðbótarkostnaðurinn hafi nein áhrif á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar á þessu ári. Byrjaði með 1,6 milljónir króna Greint var frá því þegar Birgir var ráðinn bæjarstjóri árið 2020 að hann fengi 1,6 milljón króna í laun á mánuði fyrir að gegna embættinu, að bifreiðastyrk meðtöldum. Þá átti að endurreikna launin í byrjun hvers árs til samræmis við breytingar á launavísitölu en vísitalan hækkaði um hátt í tuttugu prósent frá ársbyrjun 2020 til upphafs 2022. Fram kom í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í fyrra að Birgir væri efstur á lista yfir tekjuhæstu sveitarstjórnarmennina árið 2020. Miðað við greitt útsvar var hann þá að jafnaði með 3,1 milljón króna í tekjur á mánuði, samkvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar. Út frá því var Birgir meðal annars tekjuhærri en kollegar hans í Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og á Akranesi. Birgir tók við bæjarstjórastólnum í Ísafjarðarbæ þann 1. mars 2020. Áætlaðar tekjur hans það ár eins og þær birtast í Tekjublaðinu endurspegla ekki endilega föst laun hans og geta litast af aukastörfum, hlunnindum vegna kaupréttarsamninga, bónusum og úttekt á séreignarsparnaði.
Ísafjarðarbær Kjaramál Þjóðkirkjan Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira