Féll þrisvar en náði prófinu í fjórðu tilraun: „Mjög stressuð“ Snorri Másson skrifar 14. júní 2022 10:09 Bóklega ökuprófið var til umfjöllunar í Íslandi í dag í gær, þar sem rætt var við Láru Jakobínu Gunnarsdóttur þar sem hún gekk út úr prófinu. Það var gleðidagur, enda hafði Lára reynt við prófið án árangurs í þrjú skipti, en loksins náð því í fjórðu tilraun. „Ég er búin að reyna þetta fjórum sinnum. Þetta er svolítið flókið,“ sagði Lára í samtali við fréttastofu. „Ég er alla vega mjög stressuð fyrir þessu.“ Lára Jakobína Gunnarsdóttir náði bóklega ökuprófinu á síðasta þriðjudag, í fjórðu tilraun. Vísir Aðrir hafa sömu sögu að segja af prófinu, einn sem fréttastofa ræddi við féll á spurningu um umferðarstýringu lögreglumanns á mótorhjóli, annar kvaðst falla á „trikkspurningunum“ og sú þriðja sagði ljóst að verið væri að reyna að rugla fólk í ríminu með spurningunum. Ein spænskumælandi leikkona sem fréttastofa ræddi við, sem hafði fallið tvisvar á prófinu, sagðist vera búin að þróa með sér eins konar ástríðu fyrir verkefninu. Hún væri ákveðin í að ná þessu á endanum. Sér maður betur með kveikt ljós í bílnum? Er réttlætanlegt að flauta á barn að leik? Er hlutverk Samgöngustofu að annast merkingu á vegum landsins? Þetta er ekki á allra vitorði, en þarf að vera á vitorði þeirra sem hyggjast aka bíl á Íslandi. 40-50% fall á prófinu Rætt var við Pétur Blöndal pistlahöfund, sem hefur fjallað um bóklega ökuprófið í pistlum á Innherja. Pétur segist ekki hafa fallið sjálfur á prófinu heldur hafi hann fyrst orðið áhugasamur um fyrirkomulagið þegar börnin hans hófu ökunám. Þau hafi raunar ekki verið sérstaklega stressuð fyrir því að falla í prófinu, enda væri það bara hluti af ferlinu. Að falla nokkrum sinnum á prófinu. Pétur Blöndal pistlahöfundur segir nauðsynlegt að taka bóklega ökuprófið til endurskoðunar.Vísir „Til þess að fá þetta nú staðreynt hafði ég samband við Samgöngustofu og komst að því að það er 40-50% að falla á þessu prófi. Það voru 4.400 sem tóku þetta próf 2020 og miðað við það eru 2.000-2.200 manns sem falla á prófinu. Þannig að ég fór að velta því fyrir mér, hvað er það sem krakkarnir eru að flaska á? Ég skoðaði prófin og sá strax að þetta væri töluverður útúrsnúningur oft,“ segir Pétur. Mörg skrautleg dæmi eru um spurningar á prófinu eru rakin í innslaginu hér að ofan. Samgöngustofa kveðst vera með prófin til endurskoðunar og Pétur Blöndal segir engan vafa á að hinu opinbera beri að gera breytingar á því til hins betra; nefnilega, að það þjóni markmiði sínu að tryggja ökuleikni nemenda, frekar en að klekkja á þeim. Bílar Samgöngur Bílpróf Tengdar fréttir „Við megum ekki nota tungumálið til að mismuna fólki“ Prófessor emeritus í íslensku fagnar því að til standi að breyta orðalagi bóklegra ökuprófa en það hefur verið gagnrýnt harðlega undanfarið, meðal annars af ökukennurum sem segja vísvitandi villt um fyrir próftökum með flóknu orðalagi og gamaldags setningagerð. 1. júní 2022 12:17 Bankið í ofninum: „Þetta er grimmt próf!” Viðbrögðin voru sterk við síðasta pistli um ökupróf hér á landi. Til þess er nú leikurinn gerður að vekja fólk til umhugsunar og því sjálfsagt að gera skil ábendingum sem berast. 12. febrúar 2022 10:00 Bankið í ofninum: Sér ökumaður betur frá sér í björtu með kveikt ljós? „Náði!“ Þannig hljóðuðu símaskilaboð frá syni mínum í lok janúar. Hann hafði sumsé lokið ökuprófi. 5. febrúar 2022 10:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
„Ég er búin að reyna þetta fjórum sinnum. Þetta er svolítið flókið,“ sagði Lára í samtali við fréttastofu. „Ég er alla vega mjög stressuð fyrir þessu.“ Lára Jakobína Gunnarsdóttir náði bóklega ökuprófinu á síðasta þriðjudag, í fjórðu tilraun. Vísir Aðrir hafa sömu sögu að segja af prófinu, einn sem fréttastofa ræddi við féll á spurningu um umferðarstýringu lögreglumanns á mótorhjóli, annar kvaðst falla á „trikkspurningunum“ og sú þriðja sagði ljóst að verið væri að reyna að rugla fólk í ríminu með spurningunum. Ein spænskumælandi leikkona sem fréttastofa ræddi við, sem hafði fallið tvisvar á prófinu, sagðist vera búin að þróa með sér eins konar ástríðu fyrir verkefninu. Hún væri ákveðin í að ná þessu á endanum. Sér maður betur með kveikt ljós í bílnum? Er réttlætanlegt að flauta á barn að leik? Er hlutverk Samgöngustofu að annast merkingu á vegum landsins? Þetta er ekki á allra vitorði, en þarf að vera á vitorði þeirra sem hyggjast aka bíl á Íslandi. 40-50% fall á prófinu Rætt var við Pétur Blöndal pistlahöfund, sem hefur fjallað um bóklega ökuprófið í pistlum á Innherja. Pétur segist ekki hafa fallið sjálfur á prófinu heldur hafi hann fyrst orðið áhugasamur um fyrirkomulagið þegar börnin hans hófu ökunám. Þau hafi raunar ekki verið sérstaklega stressuð fyrir því að falla í prófinu, enda væri það bara hluti af ferlinu. Að falla nokkrum sinnum á prófinu. Pétur Blöndal pistlahöfundur segir nauðsynlegt að taka bóklega ökuprófið til endurskoðunar.Vísir „Til þess að fá þetta nú staðreynt hafði ég samband við Samgöngustofu og komst að því að það er 40-50% að falla á þessu prófi. Það voru 4.400 sem tóku þetta próf 2020 og miðað við það eru 2.000-2.200 manns sem falla á prófinu. Þannig að ég fór að velta því fyrir mér, hvað er það sem krakkarnir eru að flaska á? Ég skoðaði prófin og sá strax að þetta væri töluverður útúrsnúningur oft,“ segir Pétur. Mörg skrautleg dæmi eru um spurningar á prófinu eru rakin í innslaginu hér að ofan. Samgöngustofa kveðst vera með prófin til endurskoðunar og Pétur Blöndal segir engan vafa á að hinu opinbera beri að gera breytingar á því til hins betra; nefnilega, að það þjóni markmiði sínu að tryggja ökuleikni nemenda, frekar en að klekkja á þeim.
Bílar Samgöngur Bílpróf Tengdar fréttir „Við megum ekki nota tungumálið til að mismuna fólki“ Prófessor emeritus í íslensku fagnar því að til standi að breyta orðalagi bóklegra ökuprófa en það hefur verið gagnrýnt harðlega undanfarið, meðal annars af ökukennurum sem segja vísvitandi villt um fyrir próftökum með flóknu orðalagi og gamaldags setningagerð. 1. júní 2022 12:17 Bankið í ofninum: „Þetta er grimmt próf!” Viðbrögðin voru sterk við síðasta pistli um ökupróf hér á landi. Til þess er nú leikurinn gerður að vekja fólk til umhugsunar og því sjálfsagt að gera skil ábendingum sem berast. 12. febrúar 2022 10:00 Bankið í ofninum: Sér ökumaður betur frá sér í björtu með kveikt ljós? „Náði!“ Þannig hljóðuðu símaskilaboð frá syni mínum í lok janúar. Hann hafði sumsé lokið ökuprófi. 5. febrúar 2022 10:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
„Við megum ekki nota tungumálið til að mismuna fólki“ Prófessor emeritus í íslensku fagnar því að til standi að breyta orðalagi bóklegra ökuprófa en það hefur verið gagnrýnt harðlega undanfarið, meðal annars af ökukennurum sem segja vísvitandi villt um fyrir próftökum með flóknu orðalagi og gamaldags setningagerð. 1. júní 2022 12:17
Bankið í ofninum: „Þetta er grimmt próf!” Viðbrögðin voru sterk við síðasta pistli um ökupróf hér á landi. Til þess er nú leikurinn gerður að vekja fólk til umhugsunar og því sjálfsagt að gera skil ábendingum sem berast. 12. febrúar 2022 10:00
Bankið í ofninum: Sér ökumaður betur frá sér í björtu með kveikt ljós? „Náði!“ Þannig hljóðuðu símaskilaboð frá syni mínum í lok janúar. Hann hafði sumsé lokið ökuprófi. 5. febrúar 2022 10:00