Sumir með hundruð bita eftir helgina Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. júní 2022 17:10 Sigríður Dór Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk taka bitin á kassann. Samsett mynd Lúsmý hefur verið landsmönnum til mikils ama síðastliðna daga víðsvegar um landið. Heilsugæslur urðu fyrst varar við bitin að einhverju ráði fyrir um viku síðan að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Inni á Facebook hópnum „Lúsmý á Íslandi“ má sjá fólk lýsa eigin raunum eftir lúsmýbit og leita ráða. Bitfjöldi sumra hleypur á hundruðum, en fólk viðist bregðast mis illa við þeim. Svo virðist sem fólk hafi verið bitið nokkuð í sumarhúsabyggðum á Suðurlandi og Vesturlandi. Til að mynda í Brekkuskógi, Húsafelli og rétt hjá Galtalæk. Sigríður segir starfsfólk heilsugæslustöðva hafa orðið vart við fyrstu tilfelli bita fyrir um viku síðan og hafi fólk verið mest að leita svara á netspjalli Heilsuveru eða í apótekum. Aðspurð hvað sé það helsta sem heilsugæslan sé að ráðleggja gegn bitunum segir Sigríður mikilvægt að reyna að sofa með lokaðan glugga til þess að verja sig. Ef fólk sé nú þegar bitið sé mikilvægt að kæla bitin, til dæmis með kælikremi eða nota eftirbitskrem, og þá megi nota væga stera eða ofnæmistöflur. Hún segir þó best að grípa fyrst til kælingar. Illa bitin eftir dvöl á SuðurlandiAðsent Telur fólk vera búið að læra á þetta og taki bitunum af hugrekki Aðspurð hvernig tilfelli séu að koma sérstaklega á heilsugæsluna segir hún fólk stundum koma þegar það sé illa bitið. „Þá fer fólk að vera hrætt um að það sé sýkt því þá er svo mikill roði og hiti og þá er kannski það sem fólk vill vera viss um að það sé ekki sýking í þessu, sem er mjög sjaldan.“ Sigríður segir að heilsugæslan hafi ekki fundið fyrir neinni aukningu í tilfellum miðað við árið áður. Hún telur að fólk sé búið að læra á þetta og taki bitunum af hugrekki, „það tekur þetta bara á kassann.“ Að lokum hvetur Sigríður fólk til þess að nota þau ráð sem séu til, allar upplýsingar um skordýrabit megi finna á Heilsuveru. Lúsmý Heilbrigðismál Ferðalög Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Inni á Facebook hópnum „Lúsmý á Íslandi“ má sjá fólk lýsa eigin raunum eftir lúsmýbit og leita ráða. Bitfjöldi sumra hleypur á hundruðum, en fólk viðist bregðast mis illa við þeim. Svo virðist sem fólk hafi verið bitið nokkuð í sumarhúsabyggðum á Suðurlandi og Vesturlandi. Til að mynda í Brekkuskógi, Húsafelli og rétt hjá Galtalæk. Sigríður segir starfsfólk heilsugæslustöðva hafa orðið vart við fyrstu tilfelli bita fyrir um viku síðan og hafi fólk verið mest að leita svara á netspjalli Heilsuveru eða í apótekum. Aðspurð hvað sé það helsta sem heilsugæslan sé að ráðleggja gegn bitunum segir Sigríður mikilvægt að reyna að sofa með lokaðan glugga til þess að verja sig. Ef fólk sé nú þegar bitið sé mikilvægt að kæla bitin, til dæmis með kælikremi eða nota eftirbitskrem, og þá megi nota væga stera eða ofnæmistöflur. Hún segir þó best að grípa fyrst til kælingar. Illa bitin eftir dvöl á SuðurlandiAðsent Telur fólk vera búið að læra á þetta og taki bitunum af hugrekki Aðspurð hvernig tilfelli séu að koma sérstaklega á heilsugæsluna segir hún fólk stundum koma þegar það sé illa bitið. „Þá fer fólk að vera hrætt um að það sé sýkt því þá er svo mikill roði og hiti og þá er kannski það sem fólk vill vera viss um að það sé ekki sýking í þessu, sem er mjög sjaldan.“ Sigríður segir að heilsugæslan hafi ekki fundið fyrir neinni aukningu í tilfellum miðað við árið áður. Hún telur að fólk sé búið að læra á þetta og taki bitunum af hugrekki, „það tekur þetta bara á kassann.“ Að lokum hvetur Sigríður fólk til þess að nota þau ráð sem séu til, allar upplýsingar um skordýrabit megi finna á Heilsuveru.
Lúsmý Heilbrigðismál Ferðalög Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira