Telja fullvíst að viðvörunin hafi verið villuskilaboð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2022 14:25 Nadine Guðrún Yaghi er samskiptastjóri Play. Í nótt var rauðu neyðarstigi lýst yfir á Keflavíkurflugvelli vegna farþegaþotu PLAY sem var að koma inn til lendingar. Kerfi vélarinnar sendi viðvörun um að vandamál væri með varaeldsneyti en forsvarsmenn telja fullvíst að um villu hafi verið að ræða. Til stóð að sama vél færi til Parísar í dag en fluginu hefur verið frestað til morguns því verið er að ganga úr skugga um að ekkert sé að vélinni. Þegar rauðu neyðarstigi er lýst yfir fara viðbragðsaðilar á hæsta viðbúnaðarstig. Kerfi flugvélarinnar sendi skilaboð um að vandamál væru með varaeldsneyti. Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play segir að nú sé talið fullvíst að þetta hafi verið villumelding. „Á flugi frá Malaga í gærkvöldi koma villuskilaboð frá eldsneytiskerfi vélarinnar og í raun eru þetta bara skilaboð um að það sé ekki allt eðlilegt og snýr að varaeldsneyti sem okkar ferlar gera ráð fyrir að sé um borð í vélinni þegar hún lendir en það var nóg eldsneyti þannig að eins og staðan er núna teljum við nánast fullvíst að þetta hafi verið villuskilaboð og að allt hafi verið í lagi. Við erum í þessum töluðu orðum að yfirfara allt saman og rannsaka málið.“ Nadine segir að þegar villuskilaboð koma upp þá sé neyðarstig liður í varúðarráðstöfunum. Flugfarþegar hafi ekki verið í neinni hættu á neinum tíma. Nadine sagði að engin hræðsla hefði gripið um sig á meðal farþega. „Vélin lendir í rauninni bara eðlilega og allt er með felldu og þeir látnir vita að það sé bilun í kerfum og að það væri viðbúnaður á vellinum.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú málið og segir Nadine að Play muni veita allar þær upplýsingar sem óskað verður eftir. Þurftu að aflýsa flugi til Gautaborgar vegna veikinda Flugi flugfélagsins til Gautaborgar var þá aflýst í morgun með skömmum fyrirvara vegna veikinda í áhöfn. Ekki tókst að manna áhöfn í tæka tíð. „Þetta er leiguvél sem við erum með á leigu til 1. júlí þar til við fáum okkar settu vél. Vélin er leigð með áhöfn og þeir gátu ekki uppfyllt það að vera með áhöfn vegna veikinda.“ Nú sé unnið hörðum höndum að því að koma farþegunum til Gautaborgar. „Einhverjir eru komnir á hótel og við erum að gera ráð fyrir að það verði flogið til Gautaborgar síðar í dag.“ Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Aflýstu flugi tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför Flugi flugfélagsins Play frá Keflavík til Gautaborgar var aflýst í morgun, tuttugu mínútum fyrir brottför. 13. júní 2022 08:30 Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. 13. júní 2022 06:16 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Þegar rauðu neyðarstigi er lýst yfir fara viðbragðsaðilar á hæsta viðbúnaðarstig. Kerfi flugvélarinnar sendi skilaboð um að vandamál væru með varaeldsneyti. Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play segir að nú sé talið fullvíst að þetta hafi verið villumelding. „Á flugi frá Malaga í gærkvöldi koma villuskilaboð frá eldsneytiskerfi vélarinnar og í raun eru þetta bara skilaboð um að það sé ekki allt eðlilegt og snýr að varaeldsneyti sem okkar ferlar gera ráð fyrir að sé um borð í vélinni þegar hún lendir en það var nóg eldsneyti þannig að eins og staðan er núna teljum við nánast fullvíst að þetta hafi verið villuskilaboð og að allt hafi verið í lagi. Við erum í þessum töluðu orðum að yfirfara allt saman og rannsaka málið.“ Nadine segir að þegar villuskilaboð koma upp þá sé neyðarstig liður í varúðarráðstöfunum. Flugfarþegar hafi ekki verið í neinni hættu á neinum tíma. Nadine sagði að engin hræðsla hefði gripið um sig á meðal farþega. „Vélin lendir í rauninni bara eðlilega og allt er með felldu og þeir látnir vita að það sé bilun í kerfum og að það væri viðbúnaður á vellinum.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú málið og segir Nadine að Play muni veita allar þær upplýsingar sem óskað verður eftir. Þurftu að aflýsa flugi til Gautaborgar vegna veikinda Flugi flugfélagsins til Gautaborgar var þá aflýst í morgun með skömmum fyrirvara vegna veikinda í áhöfn. Ekki tókst að manna áhöfn í tæka tíð. „Þetta er leiguvél sem við erum með á leigu til 1. júlí þar til við fáum okkar settu vél. Vélin er leigð með áhöfn og þeir gátu ekki uppfyllt það að vera með áhöfn vegna veikinda.“ Nú sé unnið hörðum höndum að því að koma farþegunum til Gautaborgar. „Einhverjir eru komnir á hótel og við erum að gera ráð fyrir að það verði flogið til Gautaborgar síðar í dag.“
Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Aflýstu flugi tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför Flugi flugfélagsins Play frá Keflavík til Gautaborgar var aflýst í morgun, tuttugu mínútum fyrir brottför. 13. júní 2022 08:30 Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. 13. júní 2022 06:16 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Aflýstu flugi tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför Flugi flugfélagsins Play frá Keflavík til Gautaborgar var aflýst í morgun, tuttugu mínútum fyrir brottför. 13. júní 2022 08:30
Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. 13. júní 2022 06:16
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent