Telja fullvíst að viðvörunin hafi verið villuskilaboð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2022 14:25 Nadine Guðrún Yaghi er samskiptastjóri Play. Í nótt var rauðu neyðarstigi lýst yfir á Keflavíkurflugvelli vegna farþegaþotu PLAY sem var að koma inn til lendingar. Kerfi vélarinnar sendi viðvörun um að vandamál væri með varaeldsneyti en forsvarsmenn telja fullvíst að um villu hafi verið að ræða. Til stóð að sama vél færi til Parísar í dag en fluginu hefur verið frestað til morguns því verið er að ganga úr skugga um að ekkert sé að vélinni. Þegar rauðu neyðarstigi er lýst yfir fara viðbragðsaðilar á hæsta viðbúnaðarstig. Kerfi flugvélarinnar sendi skilaboð um að vandamál væru með varaeldsneyti. Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play segir að nú sé talið fullvíst að þetta hafi verið villumelding. „Á flugi frá Malaga í gærkvöldi koma villuskilaboð frá eldsneytiskerfi vélarinnar og í raun eru þetta bara skilaboð um að það sé ekki allt eðlilegt og snýr að varaeldsneyti sem okkar ferlar gera ráð fyrir að sé um borð í vélinni þegar hún lendir en það var nóg eldsneyti þannig að eins og staðan er núna teljum við nánast fullvíst að þetta hafi verið villuskilaboð og að allt hafi verið í lagi. Við erum í þessum töluðu orðum að yfirfara allt saman og rannsaka málið.“ Nadine segir að þegar villuskilaboð koma upp þá sé neyðarstig liður í varúðarráðstöfunum. Flugfarþegar hafi ekki verið í neinni hættu á neinum tíma. Nadine sagði að engin hræðsla hefði gripið um sig á meðal farþega. „Vélin lendir í rauninni bara eðlilega og allt er með felldu og þeir látnir vita að það sé bilun í kerfum og að það væri viðbúnaður á vellinum.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú málið og segir Nadine að Play muni veita allar þær upplýsingar sem óskað verður eftir. Þurftu að aflýsa flugi til Gautaborgar vegna veikinda Flugi flugfélagsins til Gautaborgar var þá aflýst í morgun með skömmum fyrirvara vegna veikinda í áhöfn. Ekki tókst að manna áhöfn í tæka tíð. „Þetta er leiguvél sem við erum með á leigu til 1. júlí þar til við fáum okkar settu vél. Vélin er leigð með áhöfn og þeir gátu ekki uppfyllt það að vera með áhöfn vegna veikinda.“ Nú sé unnið hörðum höndum að því að koma farþegunum til Gautaborgar. „Einhverjir eru komnir á hótel og við erum að gera ráð fyrir að það verði flogið til Gautaborgar síðar í dag.“ Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Aflýstu flugi tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför Flugi flugfélagsins Play frá Keflavík til Gautaborgar var aflýst í morgun, tuttugu mínútum fyrir brottför. 13. júní 2022 08:30 Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. 13. júní 2022 06:16 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Þegar rauðu neyðarstigi er lýst yfir fara viðbragðsaðilar á hæsta viðbúnaðarstig. Kerfi flugvélarinnar sendi skilaboð um að vandamál væru með varaeldsneyti. Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play segir að nú sé talið fullvíst að þetta hafi verið villumelding. „Á flugi frá Malaga í gærkvöldi koma villuskilaboð frá eldsneytiskerfi vélarinnar og í raun eru þetta bara skilaboð um að það sé ekki allt eðlilegt og snýr að varaeldsneyti sem okkar ferlar gera ráð fyrir að sé um borð í vélinni þegar hún lendir en það var nóg eldsneyti þannig að eins og staðan er núna teljum við nánast fullvíst að þetta hafi verið villuskilaboð og að allt hafi verið í lagi. Við erum í þessum töluðu orðum að yfirfara allt saman og rannsaka málið.“ Nadine segir að þegar villuskilaboð koma upp þá sé neyðarstig liður í varúðarráðstöfunum. Flugfarþegar hafi ekki verið í neinni hættu á neinum tíma. Nadine sagði að engin hræðsla hefði gripið um sig á meðal farþega. „Vélin lendir í rauninni bara eðlilega og allt er með felldu og þeir látnir vita að það sé bilun í kerfum og að það væri viðbúnaður á vellinum.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú málið og segir Nadine að Play muni veita allar þær upplýsingar sem óskað verður eftir. Þurftu að aflýsa flugi til Gautaborgar vegna veikinda Flugi flugfélagsins til Gautaborgar var þá aflýst í morgun með skömmum fyrirvara vegna veikinda í áhöfn. Ekki tókst að manna áhöfn í tæka tíð. „Þetta er leiguvél sem við erum með á leigu til 1. júlí þar til við fáum okkar settu vél. Vélin er leigð með áhöfn og þeir gátu ekki uppfyllt það að vera með áhöfn vegna veikinda.“ Nú sé unnið hörðum höndum að því að koma farþegunum til Gautaborgar. „Einhverjir eru komnir á hótel og við erum að gera ráð fyrir að það verði flogið til Gautaborgar síðar í dag.“
Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Aflýstu flugi tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför Flugi flugfélagsins Play frá Keflavík til Gautaborgar var aflýst í morgun, tuttugu mínútum fyrir brottför. 13. júní 2022 08:30 Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. 13. júní 2022 06:16 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Aflýstu flugi tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför Flugi flugfélagsins Play frá Keflavík til Gautaborgar var aflýst í morgun, tuttugu mínútum fyrir brottför. 13. júní 2022 08:30
Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. 13. júní 2022 06:16