Þjálfari Berglindar og Svövu tekur við tríóinu í Bayern Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2022 14:31 Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Bayern München fá nýjan þjálfara eftir EM. Getty Alexander Straus, þjálfarinn sem fékk þær Berglindi Björg Þorvaldsdóttur og Svövu Rós Guðmundsdóttur til Brann í Noregi, kveður félagið í þessari viku til að taka við öðru Íslendingaliði, Bayern München. Straus hefur stýrt Brann, sem áður hét Sandviken, frá því í september 2020. Undir hans stjórn varð liðið norskur meistari í fyrra eftir að hafa unnið sautján leiki og gert eitt jafntefli í átján leikjum tímabilsins. Brann er sömuleiðis á toppnum núna í norsku úrvalsdeildinni, fimm stigum á undan Vålerenga (sem á leik til góða) og Rosenborg. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Hjá Bayern heldur Straus áfram að þjálfa Íslendinga því í liðinu er þríeykið Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Bayern endaði í 2. sæti þýsku deildarinnar í vor undir stjórn Jens Scheuer sem var látinn fara eftir tímabilið. „Ég get varla beðið eftir því að hefja störf sem aðalþjálfari FC Bayern. Ég hlakka mikið til að byrja að þjálfa liðið,“ sagði Straus en hann mun þó stýra Brann í bikarleik á miðvikudag áður en við tekur hlé fram í ágúst í Noregi vegna EM. Forráðamönnum Brann gefst því tími til að finna nýjan mann í hans stað. Straus segist taka við frábæru liði hjá Bayern: „Hjá stórveldi eins og FC Bayern er markmiðið alltaf að vinna allar keppnir sem við tökum þátt í. Við erum með lið með virkilega, virkilega góðum leikmönnum og ég ber mikla virðingu fyrir því starfi sem þjálfarinn Jens Scheuer og hans starfsfólk hefur gert. Ég mun ekki umturna öllu heldur reyna að þróa liðið skref fyrir skref,“ sagði Straus á heimasíðu Bayern. Fótbolti Þýski boltinn Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Straus hefur stýrt Brann, sem áður hét Sandviken, frá því í september 2020. Undir hans stjórn varð liðið norskur meistari í fyrra eftir að hafa unnið sautján leiki og gert eitt jafntefli í átján leikjum tímabilsins. Brann er sömuleiðis á toppnum núna í norsku úrvalsdeildinni, fimm stigum á undan Vålerenga (sem á leik til góða) og Rosenborg. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Hjá Bayern heldur Straus áfram að þjálfa Íslendinga því í liðinu er þríeykið Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Bayern endaði í 2. sæti þýsku deildarinnar í vor undir stjórn Jens Scheuer sem var látinn fara eftir tímabilið. „Ég get varla beðið eftir því að hefja störf sem aðalþjálfari FC Bayern. Ég hlakka mikið til að byrja að þjálfa liðið,“ sagði Straus en hann mun þó stýra Brann í bikarleik á miðvikudag áður en við tekur hlé fram í ágúst í Noregi vegna EM. Forráðamönnum Brann gefst því tími til að finna nýjan mann í hans stað. Straus segist taka við frábæru liði hjá Bayern: „Hjá stórveldi eins og FC Bayern er markmiðið alltaf að vinna allar keppnir sem við tökum þátt í. Við erum með lið með virkilega, virkilega góðum leikmönnum og ég ber mikla virðingu fyrir því starfi sem þjálfarinn Jens Scheuer og hans starfsfólk hefur gert. Ég mun ekki umturna öllu heldur reyna að þróa liðið skref fyrir skref,“ sagði Straus á heimasíðu Bayern.
Fótbolti Þýski boltinn Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira