Þjálfari Berglindar og Svövu tekur við tríóinu í Bayern Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2022 14:31 Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Bayern München fá nýjan þjálfara eftir EM. Getty Alexander Straus, þjálfarinn sem fékk þær Berglindi Björg Þorvaldsdóttur og Svövu Rós Guðmundsdóttur til Brann í Noregi, kveður félagið í þessari viku til að taka við öðru Íslendingaliði, Bayern München. Straus hefur stýrt Brann, sem áður hét Sandviken, frá því í september 2020. Undir hans stjórn varð liðið norskur meistari í fyrra eftir að hafa unnið sautján leiki og gert eitt jafntefli í átján leikjum tímabilsins. Brann er sömuleiðis á toppnum núna í norsku úrvalsdeildinni, fimm stigum á undan Vålerenga (sem á leik til góða) og Rosenborg. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Hjá Bayern heldur Straus áfram að þjálfa Íslendinga því í liðinu er þríeykið Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Bayern endaði í 2. sæti þýsku deildarinnar í vor undir stjórn Jens Scheuer sem var látinn fara eftir tímabilið. „Ég get varla beðið eftir því að hefja störf sem aðalþjálfari FC Bayern. Ég hlakka mikið til að byrja að þjálfa liðið,“ sagði Straus en hann mun þó stýra Brann í bikarleik á miðvikudag áður en við tekur hlé fram í ágúst í Noregi vegna EM. Forráðamönnum Brann gefst því tími til að finna nýjan mann í hans stað. Straus segist taka við frábæru liði hjá Bayern: „Hjá stórveldi eins og FC Bayern er markmiðið alltaf að vinna allar keppnir sem við tökum þátt í. Við erum með lið með virkilega, virkilega góðum leikmönnum og ég ber mikla virðingu fyrir því starfi sem þjálfarinn Jens Scheuer og hans starfsfólk hefur gert. Ég mun ekki umturna öllu heldur reyna að þróa liðið skref fyrir skref,“ sagði Straus á heimasíðu Bayern. Fótbolti Þýski boltinn Norski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira
Straus hefur stýrt Brann, sem áður hét Sandviken, frá því í september 2020. Undir hans stjórn varð liðið norskur meistari í fyrra eftir að hafa unnið sautján leiki og gert eitt jafntefli í átján leikjum tímabilsins. Brann er sömuleiðis á toppnum núna í norsku úrvalsdeildinni, fimm stigum á undan Vålerenga (sem á leik til góða) og Rosenborg. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Hjá Bayern heldur Straus áfram að þjálfa Íslendinga því í liðinu er þríeykið Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Bayern endaði í 2. sæti þýsku deildarinnar í vor undir stjórn Jens Scheuer sem var látinn fara eftir tímabilið. „Ég get varla beðið eftir því að hefja störf sem aðalþjálfari FC Bayern. Ég hlakka mikið til að byrja að þjálfa liðið,“ sagði Straus en hann mun þó stýra Brann í bikarleik á miðvikudag áður en við tekur hlé fram í ágúst í Noregi vegna EM. Forráðamönnum Brann gefst því tími til að finna nýjan mann í hans stað. Straus segist taka við frábæru liði hjá Bayern: „Hjá stórveldi eins og FC Bayern er markmiðið alltaf að vinna allar keppnir sem við tökum þátt í. Við erum með lið með virkilega, virkilega góðum leikmönnum og ég ber mikla virðingu fyrir því starfi sem þjálfarinn Jens Scheuer og hans starfsfólk hefur gert. Ég mun ekki umturna öllu heldur reyna að þróa liðið skref fyrir skref,“ sagði Straus á heimasíðu Bayern.
Fótbolti Þýski boltinn Norski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira