Þjálfari Berglindar og Svövu tekur við tríóinu í Bayern Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2022 14:31 Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Bayern München fá nýjan þjálfara eftir EM. Getty Alexander Straus, þjálfarinn sem fékk þær Berglindi Björg Þorvaldsdóttur og Svövu Rós Guðmundsdóttur til Brann í Noregi, kveður félagið í þessari viku til að taka við öðru Íslendingaliði, Bayern München. Straus hefur stýrt Brann, sem áður hét Sandviken, frá því í september 2020. Undir hans stjórn varð liðið norskur meistari í fyrra eftir að hafa unnið sautján leiki og gert eitt jafntefli í átján leikjum tímabilsins. Brann er sömuleiðis á toppnum núna í norsku úrvalsdeildinni, fimm stigum á undan Vålerenga (sem á leik til góða) og Rosenborg. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Hjá Bayern heldur Straus áfram að þjálfa Íslendinga því í liðinu er þríeykið Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Bayern endaði í 2. sæti þýsku deildarinnar í vor undir stjórn Jens Scheuer sem var látinn fara eftir tímabilið. „Ég get varla beðið eftir því að hefja störf sem aðalþjálfari FC Bayern. Ég hlakka mikið til að byrja að þjálfa liðið,“ sagði Straus en hann mun þó stýra Brann í bikarleik á miðvikudag áður en við tekur hlé fram í ágúst í Noregi vegna EM. Forráðamönnum Brann gefst því tími til að finna nýjan mann í hans stað. Straus segist taka við frábæru liði hjá Bayern: „Hjá stórveldi eins og FC Bayern er markmiðið alltaf að vinna allar keppnir sem við tökum þátt í. Við erum með lið með virkilega, virkilega góðum leikmönnum og ég ber mikla virðingu fyrir því starfi sem þjálfarinn Jens Scheuer og hans starfsfólk hefur gert. Ég mun ekki umturna öllu heldur reyna að þróa liðið skref fyrir skref,“ sagði Straus á heimasíðu Bayern. Fótbolti Þýski boltinn Norski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Sjá meira
Straus hefur stýrt Brann, sem áður hét Sandviken, frá því í september 2020. Undir hans stjórn varð liðið norskur meistari í fyrra eftir að hafa unnið sautján leiki og gert eitt jafntefli í átján leikjum tímabilsins. Brann er sömuleiðis á toppnum núna í norsku úrvalsdeildinni, fimm stigum á undan Vålerenga (sem á leik til góða) og Rosenborg. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Hjá Bayern heldur Straus áfram að þjálfa Íslendinga því í liðinu er þríeykið Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Bayern endaði í 2. sæti þýsku deildarinnar í vor undir stjórn Jens Scheuer sem var látinn fara eftir tímabilið. „Ég get varla beðið eftir því að hefja störf sem aðalþjálfari FC Bayern. Ég hlakka mikið til að byrja að þjálfa liðið,“ sagði Straus en hann mun þó stýra Brann í bikarleik á miðvikudag áður en við tekur hlé fram í ágúst í Noregi vegna EM. Forráðamönnum Brann gefst því tími til að finna nýjan mann í hans stað. Straus segist taka við frábæru liði hjá Bayern: „Hjá stórveldi eins og FC Bayern er markmiðið alltaf að vinna allar keppnir sem við tökum þátt í. Við erum með lið með virkilega, virkilega góðum leikmönnum og ég ber mikla virðingu fyrir því starfi sem þjálfarinn Jens Scheuer og hans starfsfólk hefur gert. Ég mun ekki umturna öllu heldur reyna að þróa liðið skref fyrir skref,“ sagði Straus á heimasíðu Bayern.
Fótbolti Þýski boltinn Norski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Sjá meira