Ósammála vali Nadim en segir hana velkomna Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2022 19:07 Pernille Harder og Nadia Nadim hafa lengi verið í aðalhlutverkum hjá danska landsliðinu. Getty/Andrea Staccioli Nadia Nadim, landsliðskona Dana í fótbolta, er umdeild í Danmörku vegna sinna starfa sem sendiherra HM í Katar. Pernille Harder segir hana þó velkomna í danska landsliðshópinn. Lars Söndergaard, þjálfari danska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir á fimmtudaginn hvaða leikmenn hann ætlar að taka með á Evrópumótið í Englandi í júlí. Stóra spurningin varðandi valið er sú hvort að pláss verði fyrir Nadim sem eftir alvarleg hnémeiðsli er komin á fulla ferð. Nadim og Harder voru tvær skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleik síðasta Evrópumóts, í Hollandi 2017, og skoruðu þar báðar í 4-2 tapi gegn Hollendingum. Nadim, sem flutti ellefu ára til Danmerkur sem flóttamaður frá Afganistan, vakti sérstaka athygli á mótinu en hún var þá í læknanámi og útskrifaðist sem læknir í vetur. Umræðan um Nadim hefur hins vegar verið öllu neikvæðari eftir að hún samdi um það, gegn greiðslu, að auglýsa HM karla í Katar sem hefst í nóvember. Hún fær gagnrýni af sama meiði og FIFA fékk fyrir að velja land til að halda HM sem brýtur á mannréttindum fólks og hefur til að mynda sérstaklega verið gagnrýnt vegna aðbúnaðs verkafólks í uppbyggingu fyrir HM. „Ræðum þetta innbyrðis svo þetta verði ekki vandamál“ Harder hefði ekki tekið tilboði um að auglýsa HM í Katar: „Ég hefði tekið aðrar ákvarðanir varðandi þetta. Fólk verður að ráða sjálft sínu vali en það eina sem ég get sagt er að ég hefði tekið aðrar ákvarðanir,“ hefur Ekstra Bladet eftir Harder en hún vildi ekki útskýra það nánar. Hún undirstrikaði hins vegar að Nadim væri velkomin í landsliðshópinn: „Ef Lars ákveður að hún komi með, og hún er í leikæfingu og til í að koma og hjálpa hópnum, þá vitum við öll hvaða hæfileika Nadia hefur. Og við viljum gera allt sem við getum til að vinna EM,“ segir Harder sem gerir sér þó fulla grein fyrir athyglinni sem gæti orðið á danska liðinu vegna Nadim. „Ef að hún verður valin þá er alveg öruggt að við ræðum þetta innbyrðis svo að þetta verði ekki vandamál. Líka til að við höfum skilaboð til fjölmiðla, svo að þetta verði ekki eitthvað sem verður talað um. Svo að við getum öll einbeitt okkur að EM,“ segir Harder. Danmörk vann Austurríki 2-1 á sunnudaginn og á svo eftir að mæta Brasilíu og Noregi í síðustu vináttulandsleikjum sínum fyrir EM. Þar mætir liðið svo Þýskalandi 8. júlí og er einnig í riðli með Spáni og Finnlandi. EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Lars Söndergaard, þjálfari danska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir á fimmtudaginn hvaða leikmenn hann ætlar að taka með á Evrópumótið í Englandi í júlí. Stóra spurningin varðandi valið er sú hvort að pláss verði fyrir Nadim sem eftir alvarleg hnémeiðsli er komin á fulla ferð. Nadim og Harder voru tvær skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleik síðasta Evrópumóts, í Hollandi 2017, og skoruðu þar báðar í 4-2 tapi gegn Hollendingum. Nadim, sem flutti ellefu ára til Danmerkur sem flóttamaður frá Afganistan, vakti sérstaka athygli á mótinu en hún var þá í læknanámi og útskrifaðist sem læknir í vetur. Umræðan um Nadim hefur hins vegar verið öllu neikvæðari eftir að hún samdi um það, gegn greiðslu, að auglýsa HM karla í Katar sem hefst í nóvember. Hún fær gagnrýni af sama meiði og FIFA fékk fyrir að velja land til að halda HM sem brýtur á mannréttindum fólks og hefur til að mynda sérstaklega verið gagnrýnt vegna aðbúnaðs verkafólks í uppbyggingu fyrir HM. „Ræðum þetta innbyrðis svo þetta verði ekki vandamál“ Harder hefði ekki tekið tilboði um að auglýsa HM í Katar: „Ég hefði tekið aðrar ákvarðanir varðandi þetta. Fólk verður að ráða sjálft sínu vali en það eina sem ég get sagt er að ég hefði tekið aðrar ákvarðanir,“ hefur Ekstra Bladet eftir Harder en hún vildi ekki útskýra það nánar. Hún undirstrikaði hins vegar að Nadim væri velkomin í landsliðshópinn: „Ef Lars ákveður að hún komi með, og hún er í leikæfingu og til í að koma og hjálpa hópnum, þá vitum við öll hvaða hæfileika Nadia hefur. Og við viljum gera allt sem við getum til að vinna EM,“ segir Harder sem gerir sér þó fulla grein fyrir athyglinni sem gæti orðið á danska liðinu vegna Nadim. „Ef að hún verður valin þá er alveg öruggt að við ræðum þetta innbyrðis svo að þetta verði ekki vandamál. Líka til að við höfum skilaboð til fjölmiðla, svo að þetta verði ekki eitthvað sem verður talað um. Svo að við getum öll einbeitt okkur að EM,“ segir Harder. Danmörk vann Austurríki 2-1 á sunnudaginn og á svo eftir að mæta Brasilíu og Noregi í síðustu vináttulandsleikjum sínum fyrir EM. Þar mætir liðið svo Þýskalandi 8. júlí og er einnig í riðli með Spáni og Finnlandi.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki