ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 11:00 Bjarni Fritz og Blædís Fritz eru eðlilega í skýjunum með nýju aðstöðuna. Vísir/Sigurjón ÍR-ingar leggja nú lokahönd á nýtt íþróttahús í Breiðholtinu en íþróttasvæði ÍR-inga er að verða eitt það glæsilegasta á landinu. Eftir nokkrar vikur taka ÍR-ingar í notkun nýtt íþróttahús, bæði fyrir handbolta og körfubolta. Fyrir ekki svo löngu tók félagið í notkun nýtt knattspyrnuhús og í haust flytur handboltinn úr Austurberginu og körfuboltinn úr Seljaskóla. Boltaíþróttirnar þrjár verða því allar sameinaðar við Skógarsel. Bjarni Fritzson tók við þjálfun handknattleiksliðs ÍR fyrr í vikunni og hann segist vera spennutr fyrir því að vinna í nýja húsinu. „Þetta var eitt af því sem mér var lofað þegar ég skrifaði undir samninginn að ég myndi fá nýja aðstöðu,“ sagði Bjarni léttur í samtali við Stöð 2. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt og eitthvað sem ég persónulega er búinn að bíða eftir frá því ég var barn. Ég man þegar við vorum í litla skúrnum og sáum teikningar af þessari geggjuðu aðstöðu fyrir þrjátíu árum eða eitthvað. Það að hún sé að rísa núna er bara stórkostlegt.“ Íþróttahúsið er hið glæsilegasta og er með allt til alls fyrir handbolta- og körfuboltaiðkun. „Þetta er sérstaklega hannað fyrir þær tvær deildir sem eru svona stærstu boltagreinarnar okkar. Þannig að þetta er bara íþróttahúsið okkar og það er virkilega spennandi að við séum að fara að deila húsi aftur og séum í rauninni að deila aðstöðu. Við erum svona í fyrsta skipti að sameina félagið í eitt. Í staðin fyrir að vera öll einhvernveginn á víð og dreif þá erum við að koma þessu semana sem félag núna. Þetta á eftir að efla félagði okkar gríðarlega mikið og sameina það.“ Klippa: ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu Húsið rúmar hvorki meira né minna en þrjá körfuboltavelli og þrjá handboltavelli og því er nýtingin frábær fyrir ÍR-inga. „Það vantar kannski aðeins upp á breiddina hérna svo það sé hægt að spila þversum, en við eigum að geta sinnt yngriflokka starfinu frábærlega hérna. Svo skitpum við þessu upp eins og gert er á Hlíðarenda þegar eldri flokkarnir koma. Og við sjáum það núna að það er mjög vel hægt að stunda körfubolta hérna, en handboltamörkin eiga eftir að koma.“ „Breiddin er þokkalega góð, við getum skipt þessu upp og við eigum að geta þjónustað alla okkar krakka og okkar iðkendur frábærlega.“ Í húsinu er einnig glænýr lyftingasalur sem Bjarni er nú þegar byrjaður að nýta fyrir handboltaliðið. „Þetta er algjör leikbreytir þessi aðstaða fyrir okkur. Við förum frá því að vera félag kannski ekki með frábæra aðstöðu í að vera eitt flottasta félag landsins á einni nóttu,“ sagði Bjarni stoltur að lokumþ. ÍR Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Eftir nokkrar vikur taka ÍR-ingar í notkun nýtt íþróttahús, bæði fyrir handbolta og körfubolta. Fyrir ekki svo löngu tók félagið í notkun nýtt knattspyrnuhús og í haust flytur handboltinn úr Austurberginu og körfuboltinn úr Seljaskóla. Boltaíþróttirnar þrjár verða því allar sameinaðar við Skógarsel. Bjarni Fritzson tók við þjálfun handknattleiksliðs ÍR fyrr í vikunni og hann segist vera spennutr fyrir því að vinna í nýja húsinu. „Þetta var eitt af því sem mér var lofað þegar ég skrifaði undir samninginn að ég myndi fá nýja aðstöðu,“ sagði Bjarni léttur í samtali við Stöð 2. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt og eitthvað sem ég persónulega er búinn að bíða eftir frá því ég var barn. Ég man þegar við vorum í litla skúrnum og sáum teikningar af þessari geggjuðu aðstöðu fyrir þrjátíu árum eða eitthvað. Það að hún sé að rísa núna er bara stórkostlegt.“ Íþróttahúsið er hið glæsilegasta og er með allt til alls fyrir handbolta- og körfuboltaiðkun. „Þetta er sérstaklega hannað fyrir þær tvær deildir sem eru svona stærstu boltagreinarnar okkar. Þannig að þetta er bara íþróttahúsið okkar og það er virkilega spennandi að við séum að fara að deila húsi aftur og séum í rauninni að deila aðstöðu. Við erum svona í fyrsta skipti að sameina félagið í eitt. Í staðin fyrir að vera öll einhvernveginn á víð og dreif þá erum við að koma þessu semana sem félag núna. Þetta á eftir að efla félagði okkar gríðarlega mikið og sameina það.“ Klippa: ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu Húsið rúmar hvorki meira né minna en þrjá körfuboltavelli og þrjá handboltavelli og því er nýtingin frábær fyrir ÍR-inga. „Það vantar kannski aðeins upp á breiddina hérna svo það sé hægt að spila þversum, en við eigum að geta sinnt yngriflokka starfinu frábærlega hérna. Svo skitpum við þessu upp eins og gert er á Hlíðarenda þegar eldri flokkarnir koma. Og við sjáum það núna að það er mjög vel hægt að stunda körfubolta hérna, en handboltamörkin eiga eftir að koma.“ „Breiddin er þokkalega góð, við getum skipt þessu upp og við eigum að geta þjónustað alla okkar krakka og okkar iðkendur frábærlega.“ Í húsinu er einnig glænýr lyftingasalur sem Bjarni er nú þegar byrjaður að nýta fyrir handboltaliðið. „Þetta er algjör leikbreytir þessi aðstaða fyrir okkur. Við förum frá því að vera félag kannski ekki með frábæra aðstöðu í að vera eitt flottasta félag landsins á einni nóttu,“ sagði Bjarni stoltur að lokumþ.
ÍR Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn