„Við klárum okkar og sjáum svo hvað gerist“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. júní 2022 12:30 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands. Stöð 2 Sport Ungmennalandslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri mæti Kýpur á Víkingsvelli í mikilvægum leik í undankeppni EM í kvöld. Með sigri á íslenska liðið möguleika á sæti í lokakeppni EM í gegnum umspil. Til að það gangi eftir þarf Ísland einnig að að treysta á að Portúgal vinni sinn leik gegn Grikklandi og þá hafnar íslenska liðið í öðru sæti riðilsins á eftir Portúgölum. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, segir að stemningin í hópnum fyrir leikinn sé góð. „Hún er góð. Bara mjög góð,“ sagði Davíð Snorri á æfingu liðsins í gær. „Þetta er bara augnablik sem við viljum vera í og við ætlum að elska það. Þannig að við verðum klárir á morgun.“ Portúgal og Grikkland eigast við á sama tíma og leikur Íslands og Kýpur fer fram, en Davíð segir að það þýði lítið fyrir sína menn að vera að velta þeim leik fyrir sér. „Það er hægt að tvískipta þessu. Þú þarft að treysta á að Portúgal klári sitt og að Grikkir misstígi sig. Við getum ekki stjórnað því, en við getum stjórnað því að eiga bara gott kvöld hérna á morgun, góða frammistöðu og fara út úr glugganum með góða tilfinningu. Og það var það sem við lögðum upp með fyrir fyrsta leik og það er enn möguleiki. Við klárum okkar og sjáum svo hvað gerist.“ Eftir góða frammistöðu í fyrstu tveimur leikjum liðsins í þessum landsleikjaglugga segir Davíð fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir leik kvöldsins. „Já klárlega. Við munum halda áfram að vinna með pressuna okkar og að vera fljótir að vinna boltann aftur. Svo munum við halda áfram að vinna í því að finna jafnvægið þar á milli og skerpa á hreyfingunum á köntunum áfram.“ „Kýpverjarnir eru góðir og þetta eru mjög jöfn lið í þessum riðli. Við sáum Hvít-Rússana, þeir voru góðir og Kýpverjarnir eru það líka. Við áttum hörkuleik fyrir tveim mánuðum úti í Kýpur þannig að þetta verður alvöru leikur.“ Eins og Íslendingum sæmir þá spáum við mikið í veðrinu. Spáin á höfuðborgarsvæðinu er góð og Davíð vonast því eftir miklum og góðum stuðningi úr stúkunni. „Jú vonandi. Við fengum flottan stuðning síðast og vonandi verður áfram góður stuðningur og við náum að sýna okkar rétta andlit. Við erum með flott lið og efnilega stráka og ég hvet fólk bara til að koma og horfa á þá spila.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri fyrir leikinn við Kýpur Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Til að það gangi eftir þarf Ísland einnig að að treysta á að Portúgal vinni sinn leik gegn Grikklandi og þá hafnar íslenska liðið í öðru sæti riðilsins á eftir Portúgölum. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, segir að stemningin í hópnum fyrir leikinn sé góð. „Hún er góð. Bara mjög góð,“ sagði Davíð Snorri á æfingu liðsins í gær. „Þetta er bara augnablik sem við viljum vera í og við ætlum að elska það. Þannig að við verðum klárir á morgun.“ Portúgal og Grikkland eigast við á sama tíma og leikur Íslands og Kýpur fer fram, en Davíð segir að það þýði lítið fyrir sína menn að vera að velta þeim leik fyrir sér. „Það er hægt að tvískipta þessu. Þú þarft að treysta á að Portúgal klári sitt og að Grikkir misstígi sig. Við getum ekki stjórnað því, en við getum stjórnað því að eiga bara gott kvöld hérna á morgun, góða frammistöðu og fara út úr glugganum með góða tilfinningu. Og það var það sem við lögðum upp með fyrir fyrsta leik og það er enn möguleiki. Við klárum okkar og sjáum svo hvað gerist.“ Eftir góða frammistöðu í fyrstu tveimur leikjum liðsins í þessum landsleikjaglugga segir Davíð fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir leik kvöldsins. „Já klárlega. Við munum halda áfram að vinna með pressuna okkar og að vera fljótir að vinna boltann aftur. Svo munum við halda áfram að vinna í því að finna jafnvægið þar á milli og skerpa á hreyfingunum á köntunum áfram.“ „Kýpverjarnir eru góðir og þetta eru mjög jöfn lið í þessum riðli. Við sáum Hvít-Rússana, þeir voru góðir og Kýpverjarnir eru það líka. Við áttum hörkuleik fyrir tveim mánuðum úti í Kýpur þannig að þetta verður alvöru leikur.“ Eins og Íslendingum sæmir þá spáum við mikið í veðrinu. Spáin á höfuðborgarsvæðinu er góð og Davíð vonast því eftir miklum og góðum stuðningi úr stúkunni. „Jú vonandi. Við fengum flottan stuðning síðast og vonandi verður áfram góður stuðningur og við náum að sýna okkar rétta andlit. Við erum með flott lið og efnilega stráka og ég hvet fólk bara til að koma og horfa á þá spila.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri fyrir leikinn við Kýpur
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira