Mætir Ólympíumeistaranum á morgun: „Á eftir að græða mjög mikið á þessum bardaga“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2022 23:32 Valgerður Guðsteinsdóttir mætir í hringinn gegn hinni bresku Lauren Price á morgun. Christian Hestnæs/mmafrettir.is Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir mætir í hringinn á morgun þegar hún berst við bresku hnefaleikakonuna Lauren Price í OVO Arena Wembley. Lauren Price vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó, en þetta verður hennar fyrsti atvinnumannabardagi. „Hún var með andstæðing sem datt út af því að hann náði ekki að uppfylla læknisskoðun og allt þetta,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi, aðspurð að því hvað varð til þess að hún fékk bardaga á móti Ólympíumeistaranum. „Þannig að á föstudagskvöld fékk ég þetta boð frá umboðsmanninum sem var svo samþykkt á laugardaginn var.“ Flestir hefðu líklega kosið lengri tíma til æfinga fyrir bardaga gegn ríkjandi Ólympíumeistara, en Valgerður segir æfingarnar í vikunni þó hafa gengið vel. „Þær æfingar sem ég náði hafa gengið mjög vel. Ég er með góða æfingafélaga og ég leitaði náttúrulega bara þangað strax á föstudagskvöldið þannig að ég byrjaði strax að undirbúa mig. Ég var alveg í fínu formi fyrir en það var bara spurning um að koma sér í boxform eins og maður segir. Það er ekkert það sama að vera í formi og boxformi.“ „Hún [Lauren Price] er reyndar alveg töluvert þyngri en ég er vön. Hún er að koma úr 69-75 kg flokki og kemur niður í 66,6 kg. Ég er vön að keppa í 59-61 kg þannig að það er líka stökk upp fyrir mig. Þetta eru allskonar áskoranir fyrir mig.“ Vissi ekki hver andstæðingurinn var í seinustu viku Lauren Price með Ólympíugullið.Buda Mendes/Getty Images Lauren Price er 27 ára boxari frá Wales og Bretarnir binda miklar vonir við hana. Eins og áður segir er þetta hennar fyrsti atvinnumannabardagi, en bresku miðlarnir segja þetta upphafið á ferli sem er ætlað að enda með margföldum heimsmeistaratitli. „Ég hafði svo sem ekki fylgst með henni áður. Ég vissi bara ekki hver hún var fyrr en ég tók þessum bardaga. Líklega af því að hún er ekkert nálægt mínum þyngdarflokki þannig að ég var kannski bara ekkert að spá í þessu,“ sagði Valgerður aðspurð að því hvort hún hafi fylgst með ferli andstæðingsins. „Þetta verður mjög krefjandi og ég veit að ég á eftir að græða mjög mikið á þessum bardaga, sama hvað gerist. Líka bara að fá að keppa á svona stóru korti og vera „Co-main event“. Við erum bara næst síðasti bardaginn og svo titilbardaginn. Þannig að það er bara geggjað.“ Getur verið stökk fyrir íslenskt bardagafólk Vísir ræddi einnig við Oscar Luis Juto, en hann þjálfaði Valgerði á sínum tíma. Oscar og Valgerður eru enn í miklu sambandi og Valgerður leitar til hans fyrir bardaga sem þennan. Oscar segir að bardagi af þessari stærðargráðu geti verið stökkpallur bæði fyrir Valgerði og annað íslenskt bardagafólk og Valgerður er sammála því. „Já, klárlega. Við erum sterk íþróttaþjóð eins og við vitum og í bardagaíþróttum líka. Þó að það fari ekki hátt þá erum við að gera góða hluti í áhugamannaboxi og MMA,“ sagði Valgerður að lokum. Valgerður og Lauren Price mætast í hringnum á morgun.Instagram/@valgerdurgud Box Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn tilkynnir hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Sjá meira
„Hún var með andstæðing sem datt út af því að hann náði ekki að uppfylla læknisskoðun og allt þetta,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi, aðspurð að því hvað varð til þess að hún fékk bardaga á móti Ólympíumeistaranum. „Þannig að á föstudagskvöld fékk ég þetta boð frá umboðsmanninum sem var svo samþykkt á laugardaginn var.“ Flestir hefðu líklega kosið lengri tíma til æfinga fyrir bardaga gegn ríkjandi Ólympíumeistara, en Valgerður segir æfingarnar í vikunni þó hafa gengið vel. „Þær æfingar sem ég náði hafa gengið mjög vel. Ég er með góða æfingafélaga og ég leitaði náttúrulega bara þangað strax á föstudagskvöldið þannig að ég byrjaði strax að undirbúa mig. Ég var alveg í fínu formi fyrir en það var bara spurning um að koma sér í boxform eins og maður segir. Það er ekkert það sama að vera í formi og boxformi.“ „Hún [Lauren Price] er reyndar alveg töluvert þyngri en ég er vön. Hún er að koma úr 69-75 kg flokki og kemur niður í 66,6 kg. Ég er vön að keppa í 59-61 kg þannig að það er líka stökk upp fyrir mig. Þetta eru allskonar áskoranir fyrir mig.“ Vissi ekki hver andstæðingurinn var í seinustu viku Lauren Price með Ólympíugullið.Buda Mendes/Getty Images Lauren Price er 27 ára boxari frá Wales og Bretarnir binda miklar vonir við hana. Eins og áður segir er þetta hennar fyrsti atvinnumannabardagi, en bresku miðlarnir segja þetta upphafið á ferli sem er ætlað að enda með margföldum heimsmeistaratitli. „Ég hafði svo sem ekki fylgst með henni áður. Ég vissi bara ekki hver hún var fyrr en ég tók þessum bardaga. Líklega af því að hún er ekkert nálægt mínum þyngdarflokki þannig að ég var kannski bara ekkert að spá í þessu,“ sagði Valgerður aðspurð að því hvort hún hafi fylgst með ferli andstæðingsins. „Þetta verður mjög krefjandi og ég veit að ég á eftir að græða mjög mikið á þessum bardaga, sama hvað gerist. Líka bara að fá að keppa á svona stóru korti og vera „Co-main event“. Við erum bara næst síðasti bardaginn og svo titilbardaginn. Þannig að það er bara geggjað.“ Getur verið stökk fyrir íslenskt bardagafólk Vísir ræddi einnig við Oscar Luis Juto, en hann þjálfaði Valgerði á sínum tíma. Oscar og Valgerður eru enn í miklu sambandi og Valgerður leitar til hans fyrir bardaga sem þennan. Oscar segir að bardagi af þessari stærðargráðu geti verið stökkpallur bæði fyrir Valgerði og annað íslenskt bardagafólk og Valgerður er sammála því. „Já, klárlega. Við erum sterk íþróttaþjóð eins og við vitum og í bardagaíþróttum líka. Þó að það fari ekki hátt þá erum við að gera góða hluti í áhugamannaboxi og MMA,“ sagði Valgerður að lokum. Valgerður og Lauren Price mætast í hringnum á morgun.Instagram/@valgerdurgud
Box Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn tilkynnir hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn