Íslenski boltinn

Leggur skóna á hilluna eftir enn ein meiðslin og fer að þjálfa í heima­landinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Taylor Bennett mun ekki leika með með Aftureldingu.
Taylor Bennett mun ekki leika með með Aftureldingu. Afturelding

Taylor Bennett, varnarmaður Aftureldingar í Bestu deild kvenna, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla á mjöðm. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins.

Hinn 24 ára gamla Bennett er frá Bandaríkjunum en var á sínu þriðja tímabili með Aftureldingu. Hún meiddist í fyrri hálfleik gegn Þór/KA í Bestu deildinni í maímánuði en það var hennar eini leikur til þessa á leiktíðinni.

Um var ræða meiðsli hafa plagað hana lengi og hefur Bennett því ákveðið að leggja skóna á hilluna. Alls spilaði hún 25 leiki fyrir Aftureldingu og skoraði í þeim sjö mörk.

„Meiðslin hafa orðið til þess að Taylor hefur lítið spilað á þessu ári og hún hefur nú ákveðið að hætta að spila og snúa sér að þjálfun í heimalandi sínu,“ segir í tilkynningu Aftureldingar.

Þetta eru slæm tíðindi fyrir nýliðana en gríðarleg meiðsli herja nú á leikmannahóp liðsins. Afturelding er í 9. sæti Bestu deildarinnar með aðeins þrjú stig að loknum átta umferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×