Matthías Örn mætir heimsmeistaranum í kvöld: „Draumur að rætast“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 09:00 Íslandsmeistarinn Matthías Örn mætir heimsmeistaranum Peter Wright í kvöld. PDC Matthías Örn Friðriksson, þrefaldur Íslandsmeistari í pílukasti, tekur þátt á gríðarsterku móti í Kaupmannahöfn í dag. Hann hefur leik gegn heimsmeistaranum Peter Wright, eða Snakebite, en er lítið að spá í því þar sem það er einfaldlega draumur að rætast. Matthías Örn var tekinn tals á vef PDC (Professional Darts Corporation) þar sem hann fór yfir viðureign kvöldsins og uppgang sinn í pílukasti. „Eftir að ég hætti að spila fótbolta árið 2019 hef ég haft meiri tíma fyrir pílukast og átt möguleika á að keppa erlendis. Ég byrjaði að keppa á Nordic & Baltic mótaröðinni það ár og hef bætt mig gríðarlega síðan þá. Það er þó enn mikil vinna framundan ef ég ætla að verða með betri leikmönnum mótaraðarinnar,“ sagði Íslandsmeistarinn. „Það er draumur að rætast. Ég byrjaði að horfa á pílukast og spila það árið 2012. Ég hef alltaf ímyndað mér að ég myndi komast á stóra sviðið einn daginn.“ Krefjandi að búa á Íslandi en þetta mjakast í rétta átt „Ég er viss um að stressið mun segja til sín á einhverjum tímapunkti, en það er hluti af leiknum og ég sé þetta sem tækifæri til að læra og þróa leik minn enn frekar. Það er erfitt að keppa við þá bestu ef þú býrð á Íslandi en við höfum tekið stór skref fram á við.“ „Íþróttin er nú sýnt reglulega í sjónvarpinu og fær hún mikla athygli. Stærstu mót Íslands eru sýnt beint og við erum að byggja upp yngri kynslóðir. Það hefur verið frábært að sjá íþróttina vaxa á undanförnum árum,“ sagði Matthías Örn en hann er einnig forseti Íslenska Pílukastsambandsins. Anyone up for the Icelandic Viking clap in Forum? https://t.co/Az9uYLIGiu— PDC Nordic & Baltic (@PDCNordic) June 9, 2022 „Að vera meðal keppenda á þessu móti mun veita íþróttinni enn meiri athygli á Íslandi og fleira fólk mun byrja að spila. Ég hef séð gríðarlega efnilega leikmenn spila á yngri flokka mótunum okkar og framtíðin er björt. Ég er ánægður með að geta sýnt fólk hvað er hægt að áorka ef þú leggur vinnuna á þig og æfir daglega,“ sagði Matthías Örn Friðriksson að endingu. Mattías Örn mætir hinum goðsagnakennda Snakebite í kvöld.PDC Pílukast Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Sjá meira
Matthías Örn var tekinn tals á vef PDC (Professional Darts Corporation) þar sem hann fór yfir viðureign kvöldsins og uppgang sinn í pílukasti. „Eftir að ég hætti að spila fótbolta árið 2019 hef ég haft meiri tíma fyrir pílukast og átt möguleika á að keppa erlendis. Ég byrjaði að keppa á Nordic & Baltic mótaröðinni það ár og hef bætt mig gríðarlega síðan þá. Það er þó enn mikil vinna framundan ef ég ætla að verða með betri leikmönnum mótaraðarinnar,“ sagði Íslandsmeistarinn. „Það er draumur að rætast. Ég byrjaði að horfa á pílukast og spila það árið 2012. Ég hef alltaf ímyndað mér að ég myndi komast á stóra sviðið einn daginn.“ Krefjandi að búa á Íslandi en þetta mjakast í rétta átt „Ég er viss um að stressið mun segja til sín á einhverjum tímapunkti, en það er hluti af leiknum og ég sé þetta sem tækifæri til að læra og þróa leik minn enn frekar. Það er erfitt að keppa við þá bestu ef þú býrð á Íslandi en við höfum tekið stór skref fram á við.“ „Íþróttin er nú sýnt reglulega í sjónvarpinu og fær hún mikla athygli. Stærstu mót Íslands eru sýnt beint og við erum að byggja upp yngri kynslóðir. Það hefur verið frábært að sjá íþróttina vaxa á undanförnum árum,“ sagði Matthías Örn en hann er einnig forseti Íslenska Pílukastsambandsins. Anyone up for the Icelandic Viking clap in Forum? https://t.co/Az9uYLIGiu— PDC Nordic & Baltic (@PDCNordic) June 9, 2022 „Að vera meðal keppenda á þessu móti mun veita íþróttinni enn meiri athygli á Íslandi og fleira fólk mun byrja að spila. Ég hef séð gríðarlega efnilega leikmenn spila á yngri flokka mótunum okkar og framtíðin er björt. Ég er ánægður með að geta sýnt fólk hvað er hægt að áorka ef þú leggur vinnuna á þig og æfir daglega,“ sagði Matthías Örn Friðriksson að endingu. Mattías Örn mætir hinum goðsagnakennda Snakebite í kvöld.PDC
Pílukast Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Sjá meira