Lækkun afsláttar í fríhöfn liður í aðgerðum gegn þenslu Árni Sæberg skrifar 9. júní 2022 21:09 Brennivínssopinn verður dýrari í fríhöfn samþykki Alþingi tillögur fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti breytingar á fjármálaætlun fyrir fjármálanefnd, en ætlunin er að beita ríkisfjármálum til þess að vinna gegn þenslu og verðbólgu í stað þess að vextir verði hækkaðir. Umfang þeirra aðgerða sem lagðar eru til nemur um 0,7% af vergri landsframleiðslu – eða 26 milljörðum króna. Slíkt umfang ráðstafana er áætlað að skili ríkissjóði vel á veg með enn frekari lækkun halla, auk þess að vega á móti þörf fyrir stýrivaxtahækkanir. Tillögurnar verða nánar útfærðar í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Lækkun afsláttar, gjöld af vistvænum bílum og tekjuöflun af ferðamönnum Meðal helstu breyting á tekjuhlið ríkissjóðs er að innleiðingu gjaldtöku til að vega á móti yfirstandandi tekjutapi vegna umferðar og eldsneytis, sem leiðir meðal annars af mikilli fjölgun vistvænna bifreiða, verði flýtt. Í tilkynningu Stjórnarráðsins segir að tekjur ríkissjóðs af skattlagningu ökutækja og eldsneytis hafi dregist verulega saman og muni að öllu óbreyttu halda áfram að lækka. Samhliða miklum árangri í orkuskiptum sé því unnið að innleiðingu á einfaldara og skilvirkara tekjuöflunarkerfi, sem samræmist þörf á áframhaldandi útgjöldum við nýframkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins. Þá er gert ráð fyrir því að krónutölugjöld muni uppfærast með nýrri áætlun um verðlagsþróun, en hækki ekki umfram hana. Að lokum segir að innleiddar verði nokkrar sértækar gjaldabreytingar. Þar má helst nefna breytingu á gjaldtöku í fríhöfn með nokkru minni afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi en nú er, fyrirkomulag og umfang verðmætagjalds vegna sjókvíeldis verði endurskoðað og varaflugvallagjald verði lagt á. Lækka ferðakostnað og framlög til stjórnmálasamtaka Af þeim hluta tillagnanna sem snýr að útgjaldahlið ríkissjóðs má helst nefna að lækkun ferðakostnaðar hjá ríkinu verði gerð varanleg, útgjaldasvigrúmi í fyrirliggjanda fjármálaáætlun verði frestað og ætlað almennt útgjaldasvigrúm málefnasviða verði nær helmingað og lækkun á framlögum til stjórnmálasamtaka. Tilkynningu Stjórnarráðsins má lesa í heils sinni hér. Alþingi Efnahagsmál Áfengi og tóbak Skattar og tollar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti breytingar á fjármálaætlun fyrir fjármálanefnd, en ætlunin er að beita ríkisfjármálum til þess að vinna gegn þenslu og verðbólgu í stað þess að vextir verði hækkaðir. Umfang þeirra aðgerða sem lagðar eru til nemur um 0,7% af vergri landsframleiðslu – eða 26 milljörðum króna. Slíkt umfang ráðstafana er áætlað að skili ríkissjóði vel á veg með enn frekari lækkun halla, auk þess að vega á móti þörf fyrir stýrivaxtahækkanir. Tillögurnar verða nánar útfærðar í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Lækkun afsláttar, gjöld af vistvænum bílum og tekjuöflun af ferðamönnum Meðal helstu breyting á tekjuhlið ríkissjóðs er að innleiðingu gjaldtöku til að vega á móti yfirstandandi tekjutapi vegna umferðar og eldsneytis, sem leiðir meðal annars af mikilli fjölgun vistvænna bifreiða, verði flýtt. Í tilkynningu Stjórnarráðsins segir að tekjur ríkissjóðs af skattlagningu ökutækja og eldsneytis hafi dregist verulega saman og muni að öllu óbreyttu halda áfram að lækka. Samhliða miklum árangri í orkuskiptum sé því unnið að innleiðingu á einfaldara og skilvirkara tekjuöflunarkerfi, sem samræmist þörf á áframhaldandi útgjöldum við nýframkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins. Þá er gert ráð fyrir því að krónutölugjöld muni uppfærast með nýrri áætlun um verðlagsþróun, en hækki ekki umfram hana. Að lokum segir að innleiddar verði nokkrar sértækar gjaldabreytingar. Þar má helst nefna breytingu á gjaldtöku í fríhöfn með nokkru minni afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi en nú er, fyrirkomulag og umfang verðmætagjalds vegna sjókvíeldis verði endurskoðað og varaflugvallagjald verði lagt á. Lækka ferðakostnað og framlög til stjórnmálasamtaka Af þeim hluta tillagnanna sem snýr að útgjaldahlið ríkissjóðs má helst nefna að lækkun ferðakostnaðar hjá ríkinu verði gerð varanleg, útgjaldasvigrúmi í fyrirliggjanda fjármálaáætlun verði frestað og ætlað almennt útgjaldasvigrúm málefnasviða verði nær helmingað og lækkun á framlögum til stjórnmálasamtaka. Tilkynningu Stjórnarráðsins má lesa í heils sinni hér.
Alþingi Efnahagsmál Áfengi og tóbak Skattar og tollar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira