Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2022 14:31 Stuðningsfólk Liverpool mátti þola ýmislegt áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu hófst. Adam Davy/Getty Images Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. Didier Lallement, lögreglustjóri borgarinnar þar sem úrslitaleikurinn var haldinn í ár, hefur beðist afsökunar á því sem verður að teljast alvarleg misbeiting valds af hálfu lögreglu. Lallement hefur þó varið hluta af þeim ákvörðunum sem teknar voru og sagt að þær hafi verið nauðsynlegar til að bjarga lífum. Upphaflega kenndu frönsk yfirvöld stuðningfólki Liverpool um og sögðu það hafa mætt alltof seint á leikvanginn en leikurinn fór fram á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakklands. Annað hefur nú komið á daginn en segja má að um skipulagsslys hafi verið að ræða. Paris police chief Didier Lallement has apologised for tear-gassing supporters who were waiting to enter the Champions League final between Liverpool and Real Madrid at the Stade de France. pic.twitter.com/VYDzjr8Vhc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 9, 2022 Það afsakar ekki hegðun lögreglu þar sem fjöldi manns, þar á meðal börn, fengu meðal annars piparúða í andlit sitt ásamt því að táragasi var beitt. Til að bæta gráu ofan á svart réðust 300 til 400 ungmenni á sumt stuðningsfólk Liverpool að leik loknum. „Þetta voru augljóslega mistök þar sem fólki var ýtt eða ráðist á það,“ sagði Lallement við franska þingið fyrr í dag, fimmtudag. Hann sagði að lögreglulið sitt hafi ekki verið nægilega vel undirbúið fyrir þau vandamál er þúsundir mættu með falsaðan miða. Upphaflega taldi hann að á milli 30 til 40 þúsund manns hefðu mætt með falsaða miða en eftir á sagði hann að líklega hefði fjöldinn ekki verið svo mikill Andrew Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, hefur staðfest að frönsk yfirvöld hafi stöðvað vini hans og sagt að miðinn væri falsaður. Miði sem Robertson sjálfur fékk í gegnum félagið. Lögreglustjórinn varði svo notkun táragass og sagði það hafa verið einu lausnina til að reyna dreifa mannskapnum án þess að gera atlögu að honum. „Ég held það hefðu verið mistök að gera atlögu að hópnum og reyna dreifa þeim þannig,“ sagði Lallement og bætti við að lögregla hefði margbeðið fólk um að færa sig aftar en það hefði ekki gengið. Að lokum sagði Lallement að hann og lögreglulið hans myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að hafa hendur í hári þeirra glæpamanna sem ógnuðu og rændu stuðningsfólk Liverpool að leik loknum. Steve Rotherham, borgarstjóri Liverpool, var einn þeirra sem var rændur að leik loknum og mun hann veita franska þinginu vitnisburð sinn síðar í dag. Þá mun franska knattspyrnusambandið einnig leggja nokkur orð í belg. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur beðið bæði félög afsökunar á atburðunum sem áttu sér stað og skipað rannsóknarnefnd vegna atburðunna. Sagði sambandið að enginn unnandi fótboltans ætti að þurfa ganga í gegnum slíkar þolraun og að svona hlutir mættu ekki gerast aftur. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Tengdar fréttir Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. 29. maí 2022 22:31 UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. 30. maí 2022 21:31 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Sjá meira
Didier Lallement, lögreglustjóri borgarinnar þar sem úrslitaleikurinn var haldinn í ár, hefur beðist afsökunar á því sem verður að teljast alvarleg misbeiting valds af hálfu lögreglu. Lallement hefur þó varið hluta af þeim ákvörðunum sem teknar voru og sagt að þær hafi verið nauðsynlegar til að bjarga lífum. Upphaflega kenndu frönsk yfirvöld stuðningfólki Liverpool um og sögðu það hafa mætt alltof seint á leikvanginn en leikurinn fór fram á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakklands. Annað hefur nú komið á daginn en segja má að um skipulagsslys hafi verið að ræða. Paris police chief Didier Lallement has apologised for tear-gassing supporters who were waiting to enter the Champions League final between Liverpool and Real Madrid at the Stade de France. pic.twitter.com/VYDzjr8Vhc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 9, 2022 Það afsakar ekki hegðun lögreglu þar sem fjöldi manns, þar á meðal börn, fengu meðal annars piparúða í andlit sitt ásamt því að táragasi var beitt. Til að bæta gráu ofan á svart réðust 300 til 400 ungmenni á sumt stuðningsfólk Liverpool að leik loknum. „Þetta voru augljóslega mistök þar sem fólki var ýtt eða ráðist á það,“ sagði Lallement við franska þingið fyrr í dag, fimmtudag. Hann sagði að lögreglulið sitt hafi ekki verið nægilega vel undirbúið fyrir þau vandamál er þúsundir mættu með falsaðan miða. Upphaflega taldi hann að á milli 30 til 40 þúsund manns hefðu mætt með falsaða miða en eftir á sagði hann að líklega hefði fjöldinn ekki verið svo mikill Andrew Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, hefur staðfest að frönsk yfirvöld hafi stöðvað vini hans og sagt að miðinn væri falsaður. Miði sem Robertson sjálfur fékk í gegnum félagið. Lögreglustjórinn varði svo notkun táragass og sagði það hafa verið einu lausnina til að reyna dreifa mannskapnum án þess að gera atlögu að honum. „Ég held það hefðu verið mistök að gera atlögu að hópnum og reyna dreifa þeim þannig,“ sagði Lallement og bætti við að lögregla hefði margbeðið fólk um að færa sig aftar en það hefði ekki gengið. Að lokum sagði Lallement að hann og lögreglulið hans myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að hafa hendur í hári þeirra glæpamanna sem ógnuðu og rændu stuðningsfólk Liverpool að leik loknum. Steve Rotherham, borgarstjóri Liverpool, var einn þeirra sem var rændur að leik loknum og mun hann veita franska þinginu vitnisburð sinn síðar í dag. Þá mun franska knattspyrnusambandið einnig leggja nokkur orð í belg. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur beðið bæði félög afsökunar á atburðunum sem áttu sér stað og skipað rannsóknarnefnd vegna atburðunna. Sagði sambandið að enginn unnandi fótboltans ætti að þurfa ganga í gegnum slíkar þolraun og að svona hlutir mættu ekki gerast aftur.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Tengdar fréttir Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. 29. maí 2022 22:31 UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. 30. maí 2022 21:31 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Sjá meira
Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. 29. maí 2022 22:31
UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. 30. maí 2022 21:31