Þingmaður segir lífeyrissjóðina hlunnfara yngri kynslóðirnar Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2022 12:29 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir ný breyttar reglur lífeyrissjóða færa tugi milljarða frá yngri kynslóðum til þeirra eldri. Stöð 2/Arnar Þingmaður Viðreisnar segir lífeyrissjóðina ætla að mismuna yngri og eldri kynslóðum í lífeyrisréttindum með nýlegri breytingu á reglum sínum. Tugir milljarða verði færðir frá yngri kynslóðum til hinna eldri og þar með væri brotið gegn grunngildum samtryggingarinnar sem lífeyrissjóðirnir ættu að byggja starfsemi sína á. Í grein á Innherja á Vísi í dag er greint frá því að nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafi ákveðið að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum. Þannig verði réttindi eldri kynslóða meiri en þeirra sem yngri eru. Haft er eftir Bjarna Guðmundssyni tryggingastærðfræðingi að engin lagastoð væri fyrir þessum breytingum og þær væru einnig óþarfar. Áður hafi réttindi allra hækkað og lækkað jafnt eftir aðstæðum. Fram til ársins 2021 hafi skuldbindingar lífeyrissjóða verið reiknaðar út frá lífslíkum sem byggðu á reynslu fortíðar en nú væri miðað við spár um auknar lífslíkur í framtíðinni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar tók málið upp í störfum þingsins á Alþingi í morgun og sagði verulega halla á yngri kynslóðir. Tekju og eignamyndun yngri kynslóða hefði ekki haldið í við eldri kynslóðir og fólk kæmist seinna á fasteignamarkaðinn nú en á árum áður. Þorbjörg Sigríður segir lífeyrissjóðina hverfa frá grunngildum sínum með breytingunum.Vísir/Vilhelm „Spár um hærri lífaldur í framtíðinni leiða til þess að réttindi fólks hækka ekki jafnt heldur verður hækkun elsta aldurshópsins meira en tvöfalt hærri en þess yngsta. Þetta jafngildir tugmilljarða millifærslu á réttindum yngra fólks til þess eldra. Byggir á hækkun lífaldurs en við vitum ekki hvernig framtíðin verður,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Allir greiði hins vegar sama hlutfall af launum sínum í lífeyrissjóð. Með breytingunum dreifist áhættan af breyttum aðstæðum lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris ekki jafnt á milli kynslóðanna. Grunngildi samtryggingarinnar væri hins vegar að áhætta dreifðist jafnt á alla. „Við greiðum inn sömu hlutföll og eigum að eiga sömu réttindin. Ef við erum að hverfa frá þessu og opna fyrir misskiptingu í þessu kerfi samtryggingar þá vakna stórar spurningar. Og staða lífeyrissjóðanna er þannig að það er ekki þörf á þessari misskiptingu og hún gengur gegn markmiðum kerfisins,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í morgun. Alþingi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02 Sjóðirnir nálgast bankanna í umsvifum í óverðtryggðum íbúðalánum Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 25,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er einum milljarði króna meira en slíkar lánveitingar sjóðanna voru á öllu árinu 2021. 8. júní 2022 11:01 Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu. 19. maí 2022 08:01 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í grein á Innherja á Vísi í dag er greint frá því að nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafi ákveðið að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum. Þannig verði réttindi eldri kynslóða meiri en þeirra sem yngri eru. Haft er eftir Bjarna Guðmundssyni tryggingastærðfræðingi að engin lagastoð væri fyrir þessum breytingum og þær væru einnig óþarfar. Áður hafi réttindi allra hækkað og lækkað jafnt eftir aðstæðum. Fram til ársins 2021 hafi skuldbindingar lífeyrissjóða verið reiknaðar út frá lífslíkum sem byggðu á reynslu fortíðar en nú væri miðað við spár um auknar lífslíkur í framtíðinni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar tók málið upp í störfum þingsins á Alþingi í morgun og sagði verulega halla á yngri kynslóðir. Tekju og eignamyndun yngri kynslóða hefði ekki haldið í við eldri kynslóðir og fólk kæmist seinna á fasteignamarkaðinn nú en á árum áður. Þorbjörg Sigríður segir lífeyrissjóðina hverfa frá grunngildum sínum með breytingunum.Vísir/Vilhelm „Spár um hærri lífaldur í framtíðinni leiða til þess að réttindi fólks hækka ekki jafnt heldur verður hækkun elsta aldurshópsins meira en tvöfalt hærri en þess yngsta. Þetta jafngildir tugmilljarða millifærslu á réttindum yngra fólks til þess eldra. Byggir á hækkun lífaldurs en við vitum ekki hvernig framtíðin verður,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Allir greiði hins vegar sama hlutfall af launum sínum í lífeyrissjóð. Með breytingunum dreifist áhættan af breyttum aðstæðum lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris ekki jafnt á milli kynslóðanna. Grunngildi samtryggingarinnar væri hins vegar að áhætta dreifðist jafnt á alla. „Við greiðum inn sömu hlutföll og eigum að eiga sömu réttindin. Ef við erum að hverfa frá þessu og opna fyrir misskiptingu í þessu kerfi samtryggingar þá vakna stórar spurningar. Og staða lífeyrissjóðanna er þannig að það er ekki þörf á þessari misskiptingu og hún gengur gegn markmiðum kerfisins,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í morgun.
Alþingi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02 Sjóðirnir nálgast bankanna í umsvifum í óverðtryggðum íbúðalánum Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 25,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er einum milljarði króna meira en slíkar lánveitingar sjóðanna voru á öllu árinu 2021. 8. júní 2022 11:01 Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu. 19. maí 2022 08:01 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02
Sjóðirnir nálgast bankanna í umsvifum í óverðtryggðum íbúðalánum Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 25,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er einum milljarði króna meira en slíkar lánveitingar sjóðanna voru á öllu árinu 2021. 8. júní 2022 11:01
Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu. 19. maí 2022 08:01