Þingmaður segir lífeyrissjóðina hlunnfara yngri kynslóðirnar Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2022 12:29 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir ný breyttar reglur lífeyrissjóða færa tugi milljarða frá yngri kynslóðum til þeirra eldri. Stöð 2/Arnar Þingmaður Viðreisnar segir lífeyrissjóðina ætla að mismuna yngri og eldri kynslóðum í lífeyrisréttindum með nýlegri breytingu á reglum sínum. Tugir milljarða verði færðir frá yngri kynslóðum til hinna eldri og þar með væri brotið gegn grunngildum samtryggingarinnar sem lífeyrissjóðirnir ættu að byggja starfsemi sína á. Í grein á Innherja á Vísi í dag er greint frá því að nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafi ákveðið að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum. Þannig verði réttindi eldri kynslóða meiri en þeirra sem yngri eru. Haft er eftir Bjarna Guðmundssyni tryggingastærðfræðingi að engin lagastoð væri fyrir þessum breytingum og þær væru einnig óþarfar. Áður hafi réttindi allra hækkað og lækkað jafnt eftir aðstæðum. Fram til ársins 2021 hafi skuldbindingar lífeyrissjóða verið reiknaðar út frá lífslíkum sem byggðu á reynslu fortíðar en nú væri miðað við spár um auknar lífslíkur í framtíðinni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar tók málið upp í störfum þingsins á Alþingi í morgun og sagði verulega halla á yngri kynslóðir. Tekju og eignamyndun yngri kynslóða hefði ekki haldið í við eldri kynslóðir og fólk kæmist seinna á fasteignamarkaðinn nú en á árum áður. Þorbjörg Sigríður segir lífeyrissjóðina hverfa frá grunngildum sínum með breytingunum.Vísir/Vilhelm „Spár um hærri lífaldur í framtíðinni leiða til þess að réttindi fólks hækka ekki jafnt heldur verður hækkun elsta aldurshópsins meira en tvöfalt hærri en þess yngsta. Þetta jafngildir tugmilljarða millifærslu á réttindum yngra fólks til þess eldra. Byggir á hækkun lífaldurs en við vitum ekki hvernig framtíðin verður,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Allir greiði hins vegar sama hlutfall af launum sínum í lífeyrissjóð. Með breytingunum dreifist áhættan af breyttum aðstæðum lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris ekki jafnt á milli kynslóðanna. Grunngildi samtryggingarinnar væri hins vegar að áhætta dreifðist jafnt á alla. „Við greiðum inn sömu hlutföll og eigum að eiga sömu réttindin. Ef við erum að hverfa frá þessu og opna fyrir misskiptingu í þessu kerfi samtryggingar þá vakna stórar spurningar. Og staða lífeyrissjóðanna er þannig að það er ekki þörf á þessari misskiptingu og hún gengur gegn markmiðum kerfisins,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í morgun. Alþingi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02 Sjóðirnir nálgast bankanna í umsvifum í óverðtryggðum íbúðalánum Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 25,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er einum milljarði króna meira en slíkar lánveitingar sjóðanna voru á öllu árinu 2021. 8. júní 2022 11:01 Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu. 19. maí 2022 08:01 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Í grein á Innherja á Vísi í dag er greint frá því að nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafi ákveðið að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum. Þannig verði réttindi eldri kynslóða meiri en þeirra sem yngri eru. Haft er eftir Bjarna Guðmundssyni tryggingastærðfræðingi að engin lagastoð væri fyrir þessum breytingum og þær væru einnig óþarfar. Áður hafi réttindi allra hækkað og lækkað jafnt eftir aðstæðum. Fram til ársins 2021 hafi skuldbindingar lífeyrissjóða verið reiknaðar út frá lífslíkum sem byggðu á reynslu fortíðar en nú væri miðað við spár um auknar lífslíkur í framtíðinni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar tók málið upp í störfum þingsins á Alþingi í morgun og sagði verulega halla á yngri kynslóðir. Tekju og eignamyndun yngri kynslóða hefði ekki haldið í við eldri kynslóðir og fólk kæmist seinna á fasteignamarkaðinn nú en á árum áður. Þorbjörg Sigríður segir lífeyrissjóðina hverfa frá grunngildum sínum með breytingunum.Vísir/Vilhelm „Spár um hærri lífaldur í framtíðinni leiða til þess að réttindi fólks hækka ekki jafnt heldur verður hækkun elsta aldurshópsins meira en tvöfalt hærri en þess yngsta. Þetta jafngildir tugmilljarða millifærslu á réttindum yngra fólks til þess eldra. Byggir á hækkun lífaldurs en við vitum ekki hvernig framtíðin verður,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Allir greiði hins vegar sama hlutfall af launum sínum í lífeyrissjóð. Með breytingunum dreifist áhættan af breyttum aðstæðum lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris ekki jafnt á milli kynslóðanna. Grunngildi samtryggingarinnar væri hins vegar að áhætta dreifðist jafnt á alla. „Við greiðum inn sömu hlutföll og eigum að eiga sömu réttindin. Ef við erum að hverfa frá þessu og opna fyrir misskiptingu í þessu kerfi samtryggingar þá vakna stórar spurningar. Og staða lífeyrissjóðanna er þannig að það er ekki þörf á þessari misskiptingu og hún gengur gegn markmiðum kerfisins,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í morgun.
Alþingi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02 Sjóðirnir nálgast bankanna í umsvifum í óverðtryggðum íbúðalánum Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 25,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er einum milljarði króna meira en slíkar lánveitingar sjóðanna voru á öllu árinu 2021. 8. júní 2022 11:01 Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu. 19. maí 2022 08:01 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 9. júní 2022 06:02
Sjóðirnir nálgast bankanna í umsvifum í óverðtryggðum íbúðalánum Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 25,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er einum milljarði króna meira en slíkar lánveitingar sjóðanna voru á öllu árinu 2021. 8. júní 2022 11:01
Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu. 19. maí 2022 08:01