Einn sigur á heilu ári fyrir skyldusigurinn í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2022 15:31 Íslenskir landsliðsmenn fagna sigrinum gegn Liechtenstein - eina sigrinum á síðustu 12 mánuðum. vísir/vilhelm Á síðustu 365 dögum hefur íslenska karlalandsliðið í fótbolta aðeins unnið einn sigur en það var á heimavelli gegn Liechtenstein, 4-0, í október í fyrra. Í kvöld gefst kærkomið tækifæri á öðrum sigri, gegn San Marínó sem er neðst á heimslista FIFA. Frá því að Arnar Þór Viðarsson tók við íslenska landsliðinu í ársbyrjun 2021 hefur liðið unnið þrjá af nítján leikjum sínum. Tveir sigranna komu gegn Liechtenstein og einn gegn Færeyjum í leik sem fór fram fyrir rétt rúmu ári. Þó að flestir virðist sammála um að batamerki hafi verið á leik íslenska liðsins í leikjunum við Ísrael og Albaníu í Þjóðadeildinni nú í júní enduðu þeir báðir með jafntefli. Þar með hefur Ísland aðeins unnið einn af síðustu fjórtán leikjum sínum, og ekki fagnað sigri í neinum af síðustu átta leikjum. National team wins in last year: DENMARK: 13 England: 12* Spain: 11 Italy: 10* Germany: 10* Portugal: 10 Netherlands: 10 Belgium: 9 France: 9 SWEDEN: 8 NORWAY: 7 Croatia: 7 Switzerland: 6 FINLAND: 5 FAROE ISLANDS: 3* ICELAND: 1 pic.twitter.com/JAoEM2UwPb— Nordic Footy (@footy_nordic) June 7, 2022 Arnar tók við landsliðinu eftir að það hafði tapað síðustu fimm leikjum sínum undir stjórn Eriks Hamrén, gegn Belgum (2 sinnum), Dönum (2 sinnum) og Ungverjum. Undir stjórn Arnars hefur Íslands nú tapað átta leikjum, gert átta jafntefli og unnið þrjá leiki en fastlega má gera ráð fyrir því að fjórði sigurinn komi í San Marínó í kvöld. Ísland mætir svo Ísrael öðru sinni á Laugardalsvelli á mánudagskvöld í síðasta leik sínum í þessari törn og þarf helst á sigri að halda í baráttunni um efsta sæti síns riðils í Þjóðadeildinni. Það sæti gefur sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM sem og öruggt sæti í EM-umspili ef á þarf að halda. Hér að neðan má sjá úrslitin úr leikjum Íslands undir stjórn Arnars. Leikir Íslands undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Sigurleikir eru grænmerktir, jafntefli gul og töpin rauð.Skjáskot/Soccerway.com Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og ég sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Sjá meira
Frá því að Arnar Þór Viðarsson tók við íslenska landsliðinu í ársbyrjun 2021 hefur liðið unnið þrjá af nítján leikjum sínum. Tveir sigranna komu gegn Liechtenstein og einn gegn Færeyjum í leik sem fór fram fyrir rétt rúmu ári. Þó að flestir virðist sammála um að batamerki hafi verið á leik íslenska liðsins í leikjunum við Ísrael og Albaníu í Þjóðadeildinni nú í júní enduðu þeir báðir með jafntefli. Þar með hefur Ísland aðeins unnið einn af síðustu fjórtán leikjum sínum, og ekki fagnað sigri í neinum af síðustu átta leikjum. National team wins in last year: DENMARK: 13 England: 12* Spain: 11 Italy: 10* Germany: 10* Portugal: 10 Netherlands: 10 Belgium: 9 France: 9 SWEDEN: 8 NORWAY: 7 Croatia: 7 Switzerland: 6 FINLAND: 5 FAROE ISLANDS: 3* ICELAND: 1 pic.twitter.com/JAoEM2UwPb— Nordic Footy (@footy_nordic) June 7, 2022 Arnar tók við landsliðinu eftir að það hafði tapað síðustu fimm leikjum sínum undir stjórn Eriks Hamrén, gegn Belgum (2 sinnum), Dönum (2 sinnum) og Ungverjum. Undir stjórn Arnars hefur Íslands nú tapað átta leikjum, gert átta jafntefli og unnið þrjá leiki en fastlega má gera ráð fyrir því að fjórði sigurinn komi í San Marínó í kvöld. Ísland mætir svo Ísrael öðru sinni á Laugardalsvelli á mánudagskvöld í síðasta leik sínum í þessari törn og þarf helst á sigri að halda í baráttunni um efsta sæti síns riðils í Þjóðadeildinni. Það sæti gefur sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM sem og öruggt sæti í EM-umspili ef á þarf að halda. Hér að neðan má sjá úrslitin úr leikjum Íslands undir stjórn Arnars. Leikir Íslands undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Sigurleikir eru grænmerktir, jafntefli gul og töpin rauð.Skjáskot/Soccerway.com
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og ég sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Sjá meira