„Öll umræða um afregluvæðingu er til að hleypa svindli að“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2022 11:13 Daníel Orri Einarsson, formaður Frama. Vísir/Friðrik Þór Formaður félags leigubifreiðastjóra líst illa á allar breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur sem hann segir fullkomin eins og þau eru. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni á kerfið eins og það er í dag og telur hagsmuni neytenda best borgið með núverandi löggjöf. Innviðaráðherra hefur á ný lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur. Þar segir að markmiðið með lögunum sé að færa lög og reglur um leigubifreiðar til nútímalegra horfs og tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu. Þá er nýjum lögum ætlað að tryggja að íslenska ríkið standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, tjáði sig um málið í Bítinu í síðustu viku. Þar segir hann frumvarpið ekki vera ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri og vill ganga enn lengra. Lögin fullkomin eins og þau eru „Það eru margir sem eru að tjá sig um þetta sem að þekkja ekki starfsemina og eru ekki að gera neinum greiða með því,“ segir Daníel Orri Einarsson, formaður Frama, félags leigubifreiðastjóra. „Lög um leigubifreiðar er neytendavernd. Þegar þessi lög eru ekki virt þá er verið að eyðileggja neytendaverndina.“ Hann segir leigubílstjóra samt standa frammi fyrir skorti á bifreiðum og búi við kröpp kjör eins og staðan sé í dag. „Lögin um leigubíla eru fullkomin eins og þau eru og það á að virða þau og þetta tal um vistabönd er algjör della.“ Varðandi afnám skyldna um leigubifreðastöðvar og gjaldmæla til að færa þjónustuna í nútímalegra horf segir Daníel slíkar breytingar ekki vera til þess fallnar að bæta þjónustu eða neytendavernd. „Þessi lagabreyting er ekki að breyta einum eða tveimur þáttum sem ESA ályktunin benti á, heldur er verið að mölva allt og brjóta til þess að einhverjir aðrir geti komið inn á markaðinn og tekið hann af okkur.“ Þá segir Daníel leigubíla bjóða eins ódýrt verð og hægt sé. „Til að minnka kostnaðinn þarf að svindla og það er það sem þessir skutlarar gera, svinda á skatti, svindla á tryggingum og skráningum og þar með er verið að svindla á farþegum. Öll þessi umræða um afregluvæðingu er til að hleypa svindli að,“ sagði Daníel að lokum. Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. 8. júní 2022 17:06 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Innviðaráðherra hefur á ný lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur. Þar segir að markmiðið með lögunum sé að færa lög og reglur um leigubifreiðar til nútímalegra horfs og tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu. Þá er nýjum lögum ætlað að tryggja að íslenska ríkið standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, tjáði sig um málið í Bítinu í síðustu viku. Þar segir hann frumvarpið ekki vera ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri og vill ganga enn lengra. Lögin fullkomin eins og þau eru „Það eru margir sem eru að tjá sig um þetta sem að þekkja ekki starfsemina og eru ekki að gera neinum greiða með því,“ segir Daníel Orri Einarsson, formaður Frama, félags leigubifreiðastjóra. „Lög um leigubifreiðar er neytendavernd. Þegar þessi lög eru ekki virt þá er verið að eyðileggja neytendaverndina.“ Hann segir leigubílstjóra samt standa frammi fyrir skorti á bifreiðum og búi við kröpp kjör eins og staðan sé í dag. „Lögin um leigubíla eru fullkomin eins og þau eru og það á að virða þau og þetta tal um vistabönd er algjör della.“ Varðandi afnám skyldna um leigubifreðastöðvar og gjaldmæla til að færa þjónustuna í nútímalegra horf segir Daníel slíkar breytingar ekki vera til þess fallnar að bæta þjónustu eða neytendavernd. „Þessi lagabreyting er ekki að breyta einum eða tveimur þáttum sem ESA ályktunin benti á, heldur er verið að mölva allt og brjóta til þess að einhverjir aðrir geti komið inn á markaðinn og tekið hann af okkur.“ Þá segir Daníel leigubíla bjóða eins ódýrt verð og hægt sé. „Til að minnka kostnaðinn þarf að svindla og það er það sem þessir skutlarar gera, svinda á skatti, svindla á tryggingum og skráningum og þar með er verið að svindla á farþegum. Öll þessi umræða um afregluvæðingu er til að hleypa svindli að,“ sagði Daníel að lokum.
Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. 8. júní 2022 17:06 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. 8. júní 2022 17:06
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45