Fimm mánuðir fyrir hálfrar milljónar dósasvindl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2022 10:41 Dómurinn féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt fyrrverandi starfsmann Endurvinnslunnar á Akureyri í fimm mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa, í júní og júlí á síðasta ári, falsað móttökuseðla fyrir drykkjarumbúðir. Maðurinn var þá starfsmaður Endurvinnslunnar á Akureyri. Var honum gefið að sök að hafa farið með hina fölsuðu móttökuseðla í greiðsluvél fyrir viðskiptavini og fengið fjármuni millifærða inn á eigin reikning. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra má sjá að maðurinn tók út lágar upphæðir í hvert skipti, minnst 832 krónur en mest 13.014 krónur, stundum nokkrum sinnum á dag yfir tæplega tveggja mánaða tímabil. Alls hafði maðurinn 502.216 krónur upp á krafsinu sem samsvarar skilagjaldi fyrir tæplega 28 þúsund flöskur sé miðað við núverandi skilagjald sem er 18 krónur, en var 16 krónur fyrir 1. júlí á síðasta ári. Maðurinn játaði sök fyrir dómi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn á að baki nokkurn sakaferil og að um væri að ræða fimmtu ítrekun auðgunarbrots mannsins. Leit dómurinn einnig til þess að fyrir lægi vottorð um góða hegðun mannsins á Kvíabryggju. Var maðurinn því dæmdur í fimm mánaða fangelsi vegna málsins. Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Dæmdir fyrir milljóna dósasvindl í Eyjum Tveir karlmenn í Vestmannaeyjum hafa verið dæmdir í þrjátíu og 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér rúmlega tvær milljónir króna sem starfsmenn Endurvinnslunnar í Heimaey. Mennirnir útbjuggu kvittanir fyrir móttöku drykkjarumbúða, án þess að skila slíkum umbúðum, og hirtu skilagjaldið. 29. september 2021 11:27 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa, í júní og júlí á síðasta ári, falsað móttökuseðla fyrir drykkjarumbúðir. Maðurinn var þá starfsmaður Endurvinnslunnar á Akureyri. Var honum gefið að sök að hafa farið með hina fölsuðu móttökuseðla í greiðsluvél fyrir viðskiptavini og fengið fjármuni millifærða inn á eigin reikning. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra má sjá að maðurinn tók út lágar upphæðir í hvert skipti, minnst 832 krónur en mest 13.014 krónur, stundum nokkrum sinnum á dag yfir tæplega tveggja mánaða tímabil. Alls hafði maðurinn 502.216 krónur upp á krafsinu sem samsvarar skilagjaldi fyrir tæplega 28 þúsund flöskur sé miðað við núverandi skilagjald sem er 18 krónur, en var 16 krónur fyrir 1. júlí á síðasta ári. Maðurinn játaði sök fyrir dómi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn á að baki nokkurn sakaferil og að um væri að ræða fimmtu ítrekun auðgunarbrots mannsins. Leit dómurinn einnig til þess að fyrir lægi vottorð um góða hegðun mannsins á Kvíabryggju. Var maðurinn því dæmdur í fimm mánaða fangelsi vegna málsins.
Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Dæmdir fyrir milljóna dósasvindl í Eyjum Tveir karlmenn í Vestmannaeyjum hafa verið dæmdir í þrjátíu og 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér rúmlega tvær milljónir króna sem starfsmenn Endurvinnslunnar í Heimaey. Mennirnir útbjuggu kvittanir fyrir móttöku drykkjarumbúða, án þess að skila slíkum umbúðum, og hirtu skilagjaldið. 29. september 2021 11:27 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Dæmdir fyrir milljóna dósasvindl í Eyjum Tveir karlmenn í Vestmannaeyjum hafa verið dæmdir í þrjátíu og 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér rúmlega tvær milljónir króna sem starfsmenn Endurvinnslunnar í Heimaey. Mennirnir útbjuggu kvittanir fyrir móttöku drykkjarumbúða, án þess að skila slíkum umbúðum, og hirtu skilagjaldið. 29. september 2021 11:27