Gular viðvaranir í gildi til miðnættis Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2022 07:06 Viðvaranirnar á Suður- og Suðausturlandi eru í gildi frá klukkan níu til miðnættis. Veðurstofan Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suður- og Suðausturland í dag sem gilda til miðnættis. Ástæðan er hvassviðri og varhugavert ferðaveður fyrir ökutæki og tengivagna sem taka á sig mikinn vind. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi klukkan níu en þar er spáð austan hvassviðri og þrettán til átján metrum á sekúndu. Það bætir síðan enn í vind síðdegis, átján til 23 metrar undir Eyjafjöllum og við Reynisfjall. Þá má búast við að hviður fari í þrjátíu metra staðbundið. Á Suðausturlandi mætir veðrið nokkru síðar, eða í hádeginu og þar er spáin svipuð nema að hviður gætu farið í þrjátíu og fimm metra staðbundið. „Skaplegra veður í öðrum landshlutum með hita á bilinu 7 til 17 stig, þá hlýjast á Suðvestur- og Vesturlandi og norðaustantil. Norðaustlæg átt á morgun og áfram allhvass vindur sunnantil fram eftir degi. Rigning suðaustan og austanlands en annars úrkomulítið og bjart vestantil. Svipaður hiti, áfram hlýjast á Vesturlandi. Eins kólnar dálítið norðaustanlands en hlýnar norðvestantil,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veðurkortið fyrir klukkan 17 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Norðaustan og austan 5-13 m/s, en allhvass vindur með suður- og suðausturströndinni fram eftir degi. Rigning suðaustan- og austanlands, annars úrkomulítið og bjart vestantil. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Vesturlandi. Á laugardag: Norðaustan og síðar norðan 5-13 m/s, hvassast með suðausturströndinni og norðvestanlands. Rigning með köflum austan- og norðaustantil og einnig dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 6 til 11 stig fyrir norðan en 11 til 17 stig sunnanlands. Á sunnudag (sjómannadagurinn): Norðlæg átt 5-10 m/s og dálítil úrkoma norðanlands en bjart með köflum sunnantil. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Suðaustlæg átt 5-13 m/s, hvassast með suðurströndinni. Dálítil rigning um sunnan- og vestanvert landið en skýjað með köflum og þurrt norðanlands. Hiti 8 til 13 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á þriðjudag: Austanátt og bætir í úrkomu um allt land en þó þurrt að mestu fram eftir degi norðantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast vestanlands. Á miðvikudag: Útlit fyrir austlæga átt og litilsháttar úrkomu í flestum landshlutum, einkum sunnantil. Svipaður hiti. Veður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Sjá meira
Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi klukkan níu en þar er spáð austan hvassviðri og þrettán til átján metrum á sekúndu. Það bætir síðan enn í vind síðdegis, átján til 23 metrar undir Eyjafjöllum og við Reynisfjall. Þá má búast við að hviður fari í þrjátíu metra staðbundið. Á Suðausturlandi mætir veðrið nokkru síðar, eða í hádeginu og þar er spáin svipuð nema að hviður gætu farið í þrjátíu og fimm metra staðbundið. „Skaplegra veður í öðrum landshlutum með hita á bilinu 7 til 17 stig, þá hlýjast á Suðvestur- og Vesturlandi og norðaustantil. Norðaustlæg átt á morgun og áfram allhvass vindur sunnantil fram eftir degi. Rigning suðaustan og austanlands en annars úrkomulítið og bjart vestantil. Svipaður hiti, áfram hlýjast á Vesturlandi. Eins kólnar dálítið norðaustanlands en hlýnar norðvestantil,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veðurkortið fyrir klukkan 17 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Norðaustan og austan 5-13 m/s, en allhvass vindur með suður- og suðausturströndinni fram eftir degi. Rigning suðaustan- og austanlands, annars úrkomulítið og bjart vestantil. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Vesturlandi. Á laugardag: Norðaustan og síðar norðan 5-13 m/s, hvassast með suðausturströndinni og norðvestanlands. Rigning með köflum austan- og norðaustantil og einnig dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 6 til 11 stig fyrir norðan en 11 til 17 stig sunnanlands. Á sunnudag (sjómannadagurinn): Norðlæg átt 5-10 m/s og dálítil úrkoma norðanlands en bjart með köflum sunnantil. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Suðaustlæg átt 5-13 m/s, hvassast með suðurströndinni. Dálítil rigning um sunnan- og vestanvert landið en skýjað með köflum og þurrt norðanlands. Hiti 8 til 13 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á þriðjudag: Austanátt og bætir í úrkomu um allt land en þó þurrt að mestu fram eftir degi norðantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast vestanlands. Á miðvikudag: Útlit fyrir austlæga átt og litilsháttar úrkomu í flestum landshlutum, einkum sunnantil. Svipaður hiti.
Veður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Sjá meira