Nýtt lag frá Svölu: Sjálfsvirðing, valdefling og popp tónlist sameinast í eitt Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. júní 2022 15:31 Svala Björgvinsdóttir var að gefa út lagið Bones. Tinna Magg Söngkonan Svala Björgvins sendi frá sér lagið Bones fyrr í dag. Svala er nýbúin að skrifa undir plötusamning við Öldu Music og vinnur nú hörðum höndum að nýrri tónlist þar sem öll lögin verða á ensku og leggja áherslu á sjálfsvirðingu og valdeflingu. Blaðamaður tók púlsinn á Svölu og fékk að heyra nánar frá nýju tónlistinni. Hvaðan sækirðu innblástur fyrir þetta lag? Ég kynntist Dodda eða Þorsteini Einarssyni tónlistarmanni og við fórum að vinna saman. Ég kom svo með eina af mínum bestu vinkonu, Andreu Ingvars, inn í svokallað writing session með Dodda og Dóri sá um að pródúsera lagið. Það myndaðist bara svakalegt chemistry á milli okkar allra og við höfum verið að vinna saman að þessari nýju tónlist sem ég er að gefa út núna. Mig langaði að fara aðeins í nýja átt og gera tónlist sem hefur boðskap um sjálfs valdeflingu og að virða sjálfan sig. Ég vil enn þá gera popp tónlist því í kjarnann er ég algjör poppari og ég elska þannig tónlist. Hefur lagið verið lengi í bígerð? Lagið hefur verið í vinnslu í nokkra mánuði og það fór í gegnum margar breytingar. Þetta er alltaf frekar langt ferli þegar maður er að skapa tónlist. Ég er líka mjög ákveðin sem tónlistarkona, veit nákvæmlega hvernig allt á að hljóma og ég verð að tengja 100% við textann líka. View this post on Instagram A post shared by SVALA (@svalakali) Hvað finnst þér skemmtilegast við að vinna í tónlist? Óvissan. Vinnan mín er aldrei eins og svo fjölbreytt. Ég vinn við að vera skemmtikraftur, lagahöfundur og söngkona. Svo hef ég líka verið í sjónvarpsþáttum eins og The Voice, þar sem ég var dómari þar í tvö ár. Þannig vinnan mín er mjög fjölbreytt og mismunandi og mér finnst það rosalega gaman. Mér finnst ég líka gríðarlega heppin að fá að vinna við það sem gerir mig hamingjusama og ég er svo þakklát fyrir það. En þetta er líka oft erfitt því ég er sjálfstætt starfandi listamaður og eins og í Covid ástandinu þá var ég bara atvinnulaus, því ég vinn svo mikið við að vera að gigga. View this post on Instagram A post shared by SVALA (@svalakali) Hvað er á döfinni hjá þér? Ég var að skrifa undir plötusamning við Öldu Music og er svo spennt að gefa út tónlist með þeim. Öll nýja tónlistin er á ensku. Ég tók alveg tvö ár þar sem öll mín tónlist var á íslensku og mér fannst það alveg ótrúlega gefandi að semja og syngja á móðurmálinu. En ég á mikið af erlendum aðdáendum sem tala ekki íslensku og vil líka gefa þeim tónlist þar sem þau skilja textann og geta tengt við músíkina. Ég er að fara gefa út fullt af nýrri tónlist á þessu ári og bara gigga á fullu. Svo er ég að vinna að mjög spennandi verkefni með Haffa vini mínum, eða Haffa Haff eins og fólk þekkir hann. Tónlist Tengdar fréttir Svala setur kærleikann í fyrsta sæti Svala Björgvins lifir lífi sínu í kærleikanum og gaf hún út lag ásamt myndbandi á föstudaginn 15 okt, sem að heitir Birtunnar Brú og fjallar lagið um um að elska alla þá sem að þú elskar skilyrðislaust og taka þeim eins og þau eru, og öllu sem þeim fylgir. 17. október 2021 18:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hvaðan sækirðu innblástur fyrir þetta lag? Ég kynntist Dodda eða Þorsteini Einarssyni tónlistarmanni og við fórum að vinna saman. Ég kom svo með eina af mínum bestu vinkonu, Andreu Ingvars, inn í svokallað writing session með Dodda og Dóri sá um að pródúsera lagið. Það myndaðist bara svakalegt chemistry á milli okkar allra og við höfum verið að vinna saman að þessari nýju tónlist sem ég er að gefa út núna. Mig langaði að fara aðeins í nýja átt og gera tónlist sem hefur boðskap um sjálfs valdeflingu og að virða sjálfan sig. Ég vil enn þá gera popp tónlist því í kjarnann er ég algjör poppari og ég elska þannig tónlist. Hefur lagið verið lengi í bígerð? Lagið hefur verið í vinnslu í nokkra mánuði og það fór í gegnum margar breytingar. Þetta er alltaf frekar langt ferli þegar maður er að skapa tónlist. Ég er líka mjög ákveðin sem tónlistarkona, veit nákvæmlega hvernig allt á að hljóma og ég verð að tengja 100% við textann líka. View this post on Instagram A post shared by SVALA (@svalakali) Hvað finnst þér skemmtilegast við að vinna í tónlist? Óvissan. Vinnan mín er aldrei eins og svo fjölbreytt. Ég vinn við að vera skemmtikraftur, lagahöfundur og söngkona. Svo hef ég líka verið í sjónvarpsþáttum eins og The Voice, þar sem ég var dómari þar í tvö ár. Þannig vinnan mín er mjög fjölbreytt og mismunandi og mér finnst það rosalega gaman. Mér finnst ég líka gríðarlega heppin að fá að vinna við það sem gerir mig hamingjusama og ég er svo þakklát fyrir það. En þetta er líka oft erfitt því ég er sjálfstætt starfandi listamaður og eins og í Covid ástandinu þá var ég bara atvinnulaus, því ég vinn svo mikið við að vera að gigga. View this post on Instagram A post shared by SVALA (@svalakali) Hvað er á döfinni hjá þér? Ég var að skrifa undir plötusamning við Öldu Music og er svo spennt að gefa út tónlist með þeim. Öll nýja tónlistin er á ensku. Ég tók alveg tvö ár þar sem öll mín tónlist var á íslensku og mér fannst það alveg ótrúlega gefandi að semja og syngja á móðurmálinu. En ég á mikið af erlendum aðdáendum sem tala ekki íslensku og vil líka gefa þeim tónlist þar sem þau skilja textann og geta tengt við músíkina. Ég er að fara gefa út fullt af nýrri tónlist á þessu ári og bara gigga á fullu. Svo er ég að vinna að mjög spennandi verkefni með Haffa vini mínum, eða Haffa Haff eins og fólk þekkir hann.
Tónlist Tengdar fréttir Svala setur kærleikann í fyrsta sæti Svala Björgvins lifir lífi sínu í kærleikanum og gaf hún út lag ásamt myndbandi á föstudaginn 15 okt, sem að heitir Birtunnar Brú og fjallar lagið um um að elska alla þá sem að þú elskar skilyrðislaust og taka þeim eins og þau eru, og öllu sem þeim fylgir. 17. október 2021 18:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Svala setur kærleikann í fyrsta sæti Svala Björgvins lifir lífi sínu í kærleikanum og gaf hún út lag ásamt myndbandi á föstudaginn 15 okt, sem að heitir Birtunnar Brú og fjallar lagið um um að elska alla þá sem að þú elskar skilyrðislaust og taka þeim eins og þau eru, og öllu sem þeim fylgir. 17. október 2021 18:00