Eftirvænting, vonbrigði, spenna og vonleysi verða að einum melankólíu kokteil Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. júní 2022 17:32 Krassasig var að senda frá sér lagið 1-0. Aðsend Fjölhæfi listamaðurinn krassasig (Kristinn Arnar Sigurðsson) var að senda frá sér lagið 1-0 og er lagið hluti af væntanlegri breiðskífu. Krassasig er með sanni fjölhæfur listamaður sem hefur komið víða að sem leikmyndahönnuður, leikstjóri og tónlistarmaður. Tónlist hans er gjarnan lýst sem draumkenndri, orkumikilli og einlægri. Tilfinningar tjáðar í formi tónlistar Fyrsta breiðskífa krassasig er væntanleg seinna á þessu ári en forsmekkur af því sem koma skal er smáskífan 1-0. Í fréttatilkynningu segir að þetta lag sé skínandi dæmi um einlægni hans og hæfileika til þess að tjá tilfinningar sínar í formi tónlistar. Tónlistina hefur hann mikið unnið í einrúmi, semur lög og texta, spilar á öll hljóðfæri og pródúserar. Krassasig hefur einstaklega gaman af myndmáli og því má oft finna ljóðrænar og dularfullar líkingar í textum hans. View this post on Instagram A post shared by krassasig (@krassasig) Viðburðarík helgi Lagið 1-0 varð til yfir eina helgi. Á föstudegi samdi krassasig grunninn að laginu á leiðinni á stefnumót. Grípandi og kraftmikið, endurspeglar það tilfinningar hans þennan dag, spennu og eftirvæntingu. Á sunnudeginum var honum ljóst að ekki yrði meira úr þessu stutta ástarævintýri og í þeim anda kláraði hann lagið, samdi texta sem er fullur af vonbrigðum og vonleysi. Krassasig blandaði því öllum þessum tilfinningum saman í laginu. Eftirvænting og vonbrigði, spenna og vonleysi verða einn melankólíu kokteill. „Ég fór að hugsa um frasann Hver er staðan? og hvað ef maður myndi bara svara „1-0“ sem er opin merking og þýðir í raun bara að eitthvað sé búið að gerast. Jafnvægið hefur verið rofið, annar aðilinn er yfir,“ segir krassasig. Hér má heyra lagið 1-0: Tónlist Tengdar fréttir Krassasig hannaði sniðuga innréttingu fyrir íbúð á Hverfisgötu Fjölhæfi listamaðurinn Krassasig, Kristinn Arnar Sigurðsson, hannaði og smíðaði virkilega flotta innréttingu fyrir eina af nýju íbúðunum á Hverfisgötu í Reykjavík. I 17. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Krassasig er með sanni fjölhæfur listamaður sem hefur komið víða að sem leikmyndahönnuður, leikstjóri og tónlistarmaður. Tónlist hans er gjarnan lýst sem draumkenndri, orkumikilli og einlægri. Tilfinningar tjáðar í formi tónlistar Fyrsta breiðskífa krassasig er væntanleg seinna á þessu ári en forsmekkur af því sem koma skal er smáskífan 1-0. Í fréttatilkynningu segir að þetta lag sé skínandi dæmi um einlægni hans og hæfileika til þess að tjá tilfinningar sínar í formi tónlistar. Tónlistina hefur hann mikið unnið í einrúmi, semur lög og texta, spilar á öll hljóðfæri og pródúserar. Krassasig hefur einstaklega gaman af myndmáli og því má oft finna ljóðrænar og dularfullar líkingar í textum hans. View this post on Instagram A post shared by krassasig (@krassasig) Viðburðarík helgi Lagið 1-0 varð til yfir eina helgi. Á föstudegi samdi krassasig grunninn að laginu á leiðinni á stefnumót. Grípandi og kraftmikið, endurspeglar það tilfinningar hans þennan dag, spennu og eftirvæntingu. Á sunnudeginum var honum ljóst að ekki yrði meira úr þessu stutta ástarævintýri og í þeim anda kláraði hann lagið, samdi texta sem er fullur af vonbrigðum og vonleysi. Krassasig blandaði því öllum þessum tilfinningum saman í laginu. Eftirvænting og vonbrigði, spenna og vonleysi verða einn melankólíu kokteill. „Ég fór að hugsa um frasann Hver er staðan? og hvað ef maður myndi bara svara „1-0“ sem er opin merking og þýðir í raun bara að eitthvað sé búið að gerast. Jafnvægið hefur verið rofið, annar aðilinn er yfir,“ segir krassasig. Hér má heyra lagið 1-0:
Tónlist Tengdar fréttir Krassasig hannaði sniðuga innréttingu fyrir íbúð á Hverfisgötu Fjölhæfi listamaðurinn Krassasig, Kristinn Arnar Sigurðsson, hannaði og smíðaði virkilega flotta innréttingu fyrir eina af nýju íbúðunum á Hverfisgötu í Reykjavík. I 17. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Krassasig hannaði sniðuga innréttingu fyrir íbúð á Hverfisgötu Fjölhæfi listamaðurinn Krassasig, Kristinn Arnar Sigurðsson, hannaði og smíðaði virkilega flotta innréttingu fyrir eina af nýju íbúðunum á Hverfisgötu í Reykjavík. I 17. ágúst 2020 13:00
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“