Tívolí í Kaupmannahöfn skreytt íslenskum veifum úr lopa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2022 20:05 Hressar íslenskar prjónakonur í Jónshúsi í Danmörku, sem taka þátt í veifuverkefninu í Tívolí. Aðsend Það verður Íslendingabragur í Tívolíinu í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, því þá verður tívolíið allt meira og minna skreytt með handprjónuðum veifum úr íslenskri ull. Íslenskar hannyrðakonur á öllum Norðurlöndunum hafa tekið þátt í prjónaskapnum en stefnan er sett á að prjóna einn kílómetra af veifum til að skreyta með í tívolíinu. Selfyssingurinn Guðný Traustadóttir er ein af konunum, sem er í forsvari fyrir veifuverkefnið í Tívolíinu en hún er með garnverslun á Amager með vinkonu sinni. Hópur íslenskra kvenna hefur hist í Jónshúsi undir forystu Höllu Benediktsdóttur síðustu mánuði og setið saman og prjónað íslensku veifurnar í fánalitunum. Stefnan er að prjóna einn kílómetra af veifum, sem verða út um allt í tívolíinu á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. „Við erum í hópi nokkrar íslenskar konur þar sem við erum að prjóna svona veifur með íslensku fánalitunum úr íslenskri ull og garðurinn verður skreyttur frá inngangi og niður á Orangeri þar sem við verðum með aðstöðu. Þetta verður lengsta veifulengja í Tívolí nokkru sinni. Þetta verður rosalega gaman og það verða allskonar íslenskir viðburðir,“ segir Guðný og bætir við. Mikil stemming og stuð er í krinigum þessa prjónamennsku, enda allir til í að leggja sitt af mörgum við prjónamennskuna.Aðsend „Þetta er alveg dásamlegt og gaman að vera þátttakandi í þessu. Tívolí er náttúrulega elsti skemmtistaður í Evrópu og hvergi fallegra að vera, þannig að þetta er mikill heiður, þeir ætla að hylla íslenska menningu og tónlist.“ Guðný Traustadóttir í Tryggvagarði á Selfossi að prjóna en hún er ein af þeim, sem stýrir verkefninu fyrir 17. júní hátíðarhöldin í Tívolí. Guðný segir frábært að verða vitni af samtakamætti íslenskra kvenna á öllum Norðurlöndunum í veifuverkefninu. Konurnar hafi allir verið til og komið saman víða til að prjóna og eiga góða stund saman. Stefnan er að prjóna tvö þúsund veifur. Prjónaðar veifur og veifur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þurfa þá Íslendingar að fjölmenna í Tívolí á þjóðhátíðardaginn? „Algjörlega, þetta verður svo gaman. Það er spáð góðu veðri, Danir geta spáð langt fram í tímann og það stenst, það verður sól og hlýtt.“ Og þú ert alsæl í Danmörku með prjónana þína? „Já, já, alsæl, ég er nú hérna í fjarbúð á Íslandi, þannig að við fljúgumst á, ég og kærastinn minn,“ segir Guðný og hlær. Mikil og góð stemming hefur verið í Jónshúsi við prjónaskapinn.Aðsend Prjónaskapur Danmörk Menning Íslendingar erlendis 17. júní Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Selfyssingurinn Guðný Traustadóttir er ein af konunum, sem er í forsvari fyrir veifuverkefnið í Tívolíinu en hún er með garnverslun á Amager með vinkonu sinni. Hópur íslenskra kvenna hefur hist í Jónshúsi undir forystu Höllu Benediktsdóttur síðustu mánuði og setið saman og prjónað íslensku veifurnar í fánalitunum. Stefnan er að prjóna einn kílómetra af veifum, sem verða út um allt í tívolíinu á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. „Við erum í hópi nokkrar íslenskar konur þar sem við erum að prjóna svona veifur með íslensku fánalitunum úr íslenskri ull og garðurinn verður skreyttur frá inngangi og niður á Orangeri þar sem við verðum með aðstöðu. Þetta verður lengsta veifulengja í Tívolí nokkru sinni. Þetta verður rosalega gaman og það verða allskonar íslenskir viðburðir,“ segir Guðný og bætir við. Mikil stemming og stuð er í krinigum þessa prjónamennsku, enda allir til í að leggja sitt af mörgum við prjónamennskuna.Aðsend „Þetta er alveg dásamlegt og gaman að vera þátttakandi í þessu. Tívolí er náttúrulega elsti skemmtistaður í Evrópu og hvergi fallegra að vera, þannig að þetta er mikill heiður, þeir ætla að hylla íslenska menningu og tónlist.“ Guðný Traustadóttir í Tryggvagarði á Selfossi að prjóna en hún er ein af þeim, sem stýrir verkefninu fyrir 17. júní hátíðarhöldin í Tívolí. Guðný segir frábært að verða vitni af samtakamætti íslenskra kvenna á öllum Norðurlöndunum í veifuverkefninu. Konurnar hafi allir verið til og komið saman víða til að prjóna og eiga góða stund saman. Stefnan er að prjóna tvö þúsund veifur. Prjónaðar veifur og veifur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þurfa þá Íslendingar að fjölmenna í Tívolí á þjóðhátíðardaginn? „Algjörlega, þetta verður svo gaman. Það er spáð góðu veðri, Danir geta spáð langt fram í tímann og það stenst, það verður sól og hlýtt.“ Og þú ert alsæl í Danmörku með prjónana þína? „Já, já, alsæl, ég er nú hérna í fjarbúð á Íslandi, þannig að við fljúgumst á, ég og kærastinn minn,“ segir Guðný og hlær. Mikil og góð stemming hefur verið í Jónshúsi við prjónaskapinn.Aðsend
Prjónaskapur Danmörk Menning Íslendingar erlendis 17. júní Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira