Ævintýralegur flótti upp á líf og dauða er ljóslifandi í huga úkraínskrar fjölskyldu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2022 08:00 Frá vinstri: Mayya Pigida, Valentina Pigida, móðir Mayyu, Katerina Tymoshchuk, systurdóttir Mayyu og Elena Tymoshchuk, systir Mayyu. sigurjón ólason Ævintýralegur flótti upp á líf og dauða er ljóslifandi í huga úkraínskar fjölskyldu sem var föst í hrikalegum aðstæðum í Maríupól í rúman mánuð, en er nú komin til Íslands. Fyrir tæpum tveimur mánuðum hittum við Mayyu sem er úkraínsk og hefur búið hér á landi í yfir tuttugu ár. Þá hafði hún ekki heyrt frá móður sinni og systur í 37 daga en þær búa í Úkraínu og hafa frá því að stríðið hófst falið sig í kjallara í Maríupól þar sem heimili þeirra er gjöreyðilagt eftir sprengingar Rússa. Hér að neðan má blokkina sem móðir Mayyu bjó í. Íbúðin sjálf er gjöreyðilögð en mynd af henni má finna neðar í fréttinni. Blokkin sem móðir Mayyu bjó í er eyðilögð.Mayya Prigida Rússar sátu vikum saman um Maríupól og íbúar einangruðust í borginni án rafmagns og rennandi vatns, en borgin er nú í höndum Rússa. Á þeim tíma sem Mayya hafði ekkert heyrt í móður sinni og systur hringdi hún 109 sinnum í þær í von um að heyra hvort þær væru á lífi eða ekki. Óvissan var mikil og ákvað frændi Mayyu að ferðast inn til Maríupól frá Póllandi til þess að sækja mæðgurnar. Ferðalagið var hættulegt og var hann fimmtán stinnum stoppaður af hinum ýmsu ástæðum en honum tókst að hafa uppi á fjölskyldunni sem nú er komin til Íslands. Systir Mayyu segir erfitt að koma því í orð hversu skelfilegt ástandið í Úkraínu er. „Stríðið er mjög ógnvænlegt. Það er skelfilegt af því maður veit ekki hvað maður á að gera. Þegar allt brennur. Konurnar gráta þegar eldarnir loga allt um kring og það eru sprengingar og ástvinir manns eru nálægt manni, móðir og dóttir, það er hræðilegt að takast á við þetta,“ segir Elena Tymoshchuk, systir Mayyu. Íbúð móður Mayyu.Mayya Prigida. Þakklát Íslendingum Hún segir að allar eigur þeirra séu undir rústum í Maríupól. Eftir mánaðardvöl í kjallaranum hafi fjölskyldan hætt sér út, en þar hafi hryllingurinn blasið við. Átökin eru nú hvað hörðust í Severodonetsk en Úkraínumenn eru enn sagðir veita mótspyrnu í borginni. Selenskí Úkraínuforseti segir 31 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í valinn síðan innrásin hófst í febrúar og að skortur á vopnum hamli gagnsókn Úkraínuhers. Elena færir útlendingastofnun og sjálfboðaliðum á Íslandi sínar bestu þakkir. „Lífið er auðvitað betra hérna. En ég vil þakka Íslendingum kærlega fyrir. Þeir tóku við okkur og veittu okkur skjól og stað til að búa á.“ Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn var opnuð á Aflagranda Í gær var ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn opnuð á Aflagranda. Húsnæðið sem starfsemin var áður í er sprungið utan af starfseminni. Um 300 manns komu saman í nýja húsnæðinu í kvöld. 8. júní 2022 08:00 Heyrði ekki í móður sinni í 37 daga Úkraínsk kona sem er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú á Íslandi segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í borginni. Öldruð móðir hennar, systir og systurdóttir eru fastar í borginni en þar til fyrir helgi hafði hún ekki heyrt frá þeim í meira en fimm vikur. 12. apríl 2022 23:00 Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. 21. mars 2022 07:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Fyrir tæpum tveimur mánuðum hittum við Mayyu sem er úkraínsk og hefur búið hér á landi í yfir tuttugu ár. Þá hafði hún ekki heyrt frá móður sinni og systur í 37 daga en þær búa í Úkraínu og hafa frá því að stríðið hófst falið sig í kjallara í Maríupól þar sem heimili þeirra er gjöreyðilagt eftir sprengingar Rússa. Hér að neðan má blokkina sem móðir Mayyu bjó í. Íbúðin sjálf er gjöreyðilögð en mynd af henni má finna neðar í fréttinni. Blokkin sem móðir Mayyu bjó í er eyðilögð.Mayya Prigida Rússar sátu vikum saman um Maríupól og íbúar einangruðust í borginni án rafmagns og rennandi vatns, en borgin er nú í höndum Rússa. Á þeim tíma sem Mayya hafði ekkert heyrt í móður sinni og systur hringdi hún 109 sinnum í þær í von um að heyra hvort þær væru á lífi eða ekki. Óvissan var mikil og ákvað frændi Mayyu að ferðast inn til Maríupól frá Póllandi til þess að sækja mæðgurnar. Ferðalagið var hættulegt og var hann fimmtán stinnum stoppaður af hinum ýmsu ástæðum en honum tókst að hafa uppi á fjölskyldunni sem nú er komin til Íslands. Systir Mayyu segir erfitt að koma því í orð hversu skelfilegt ástandið í Úkraínu er. „Stríðið er mjög ógnvænlegt. Það er skelfilegt af því maður veit ekki hvað maður á að gera. Þegar allt brennur. Konurnar gráta þegar eldarnir loga allt um kring og það eru sprengingar og ástvinir manns eru nálægt manni, móðir og dóttir, það er hræðilegt að takast á við þetta,“ segir Elena Tymoshchuk, systir Mayyu. Íbúð móður Mayyu.Mayya Prigida. Þakklát Íslendingum Hún segir að allar eigur þeirra séu undir rústum í Maríupól. Eftir mánaðardvöl í kjallaranum hafi fjölskyldan hætt sér út, en þar hafi hryllingurinn blasið við. Átökin eru nú hvað hörðust í Severodonetsk en Úkraínumenn eru enn sagðir veita mótspyrnu í borginni. Selenskí Úkraínuforseti segir 31 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í valinn síðan innrásin hófst í febrúar og að skortur á vopnum hamli gagnsókn Úkraínuhers. Elena færir útlendingastofnun og sjálfboðaliðum á Íslandi sínar bestu þakkir. „Lífið er auðvitað betra hérna. En ég vil þakka Íslendingum kærlega fyrir. Þeir tóku við okkur og veittu okkur skjól og stað til að búa á.“
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn var opnuð á Aflagranda Í gær var ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn opnuð á Aflagranda. Húsnæðið sem starfsemin var áður í er sprungið utan af starfseminni. Um 300 manns komu saman í nýja húsnæðinu í kvöld. 8. júní 2022 08:00 Heyrði ekki í móður sinni í 37 daga Úkraínsk kona sem er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú á Íslandi segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í borginni. Öldruð móðir hennar, systir og systurdóttir eru fastar í borginni en þar til fyrir helgi hafði hún ekki heyrt frá þeim í meira en fimm vikur. 12. apríl 2022 23:00 Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. 21. mars 2022 07:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn var opnuð á Aflagranda Í gær var ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn opnuð á Aflagranda. Húsnæðið sem starfsemin var áður í er sprungið utan af starfseminni. Um 300 manns komu saman í nýja húsnæðinu í kvöld. 8. júní 2022 08:00
Heyrði ekki í móður sinni í 37 daga Úkraínsk kona sem er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú á Íslandi segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í borginni. Öldruð móðir hennar, systir og systurdóttir eru fastar í borginni en þar til fyrir helgi hafði hún ekki heyrt frá þeim í meira en fimm vikur. 12. apríl 2022 23:00
Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. 21. mars 2022 07:01