Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2022 11:39 Eyþór Ívar forseti Akademias, Harpa framkvæmdastjóri Hoobla og Guðmundur Arnar framkvæmdastjóri Akademias. Aðsend Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. Í tilkynningu segir að kaupin hafi gengið í gegn í apríl síðstliðinn og hafi vörumerkin þegar verið tengd saman. Ekkert segir um kaupverð í tilkynningunni. Þar segir að yfir fjögur hundruð sérfræðingar séu nú aðgengilegir viðskiptavinum Hoobla, sem aðstoði fyrirtæki við að fá sérfræðinga til starfa í tímabundin verkefni og störf í lágu starfshlutfalli. Félagið hóf starfsemi sína um mitt ár í fyrra. „Samlegðaráhrif fyrirtækjanna tveggja eru ótvíræð. Hoobla hverfist um að skapa vettvang sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að finna réttu sérfræðingana, til lengri eða skemmri tíma, í afmörkuð verkefni og sömuleiðis aðstoðar Hoobla sjálfstætt starfandi sérfræðinga við að fá verkefni. Akademias hefur frá stofnun verið vettvangur menntunar og þjálfunar sérfræðinga, hvort sem um ræðir einstaklinga eða innan fyrirtækja eða stofnana, þar sem meginmarkmiðið er að efla þekkingu, hugvit og færni,“ segir í tilkynningunni. Fjölgun „giggarastarfa“ Haft er eftir Hörpu Magnúsdóttur, stofnanda, framkvæmdastjóra og hinum eiganda Hoobla, að í samstarfi við klasann starfi fjölbreyttur hópur sérfræðinga, yfir fjögur hundruð manns, á sviði mannauðsmála, gæðamála, fjármála, sölu- og markaðsmála, upplýsingatækni og stjórnunar. „En skortur á aðgengi að sérfræðingum skilar sér í hröðum vexti í giggarastörfum á Íslandi. Ávinningur fyrirtækja, sérstaklega lítilla og millistórra fyrirtækja, er ótvíræður. Fyrirtæki eru þá að nýta sér þjónustu sérfræðinga og stjórnenda í 10-20% starfshlutfalli eða í tímabundin verkefni, sem þeir hefðu ekki kost á að hafa í fullu starfi,” segir Harpa. Breyttur vinnumarkaður Þá segir Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, að vinnumarkaðurinn sé að breytast og að sífellt stærri hluti hans eru sérfræðingar sem vinna fyrir fleiri en eitt fyrirtæki til skemmri og lengri tíma. „Það er hagkvæmt bæði fyrir fyrirtæki og sérfræðinga. Starfsmenn Hoobla og Akademias eru átta talsins auk þess sem fyrirtækin nýta sér þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Starfsemi fyrirtækjanna er til húsa í Borgartúni 23, þar sem má finna bæði skrifstofur, snjallkennslustofur og upptökuver. Kaup og sala fyrirtækja Vinnumarkaður Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Í tilkynningu segir að kaupin hafi gengið í gegn í apríl síðstliðinn og hafi vörumerkin þegar verið tengd saman. Ekkert segir um kaupverð í tilkynningunni. Þar segir að yfir fjögur hundruð sérfræðingar séu nú aðgengilegir viðskiptavinum Hoobla, sem aðstoði fyrirtæki við að fá sérfræðinga til starfa í tímabundin verkefni og störf í lágu starfshlutfalli. Félagið hóf starfsemi sína um mitt ár í fyrra. „Samlegðaráhrif fyrirtækjanna tveggja eru ótvíræð. Hoobla hverfist um að skapa vettvang sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að finna réttu sérfræðingana, til lengri eða skemmri tíma, í afmörkuð verkefni og sömuleiðis aðstoðar Hoobla sjálfstætt starfandi sérfræðinga við að fá verkefni. Akademias hefur frá stofnun verið vettvangur menntunar og þjálfunar sérfræðinga, hvort sem um ræðir einstaklinga eða innan fyrirtækja eða stofnana, þar sem meginmarkmiðið er að efla þekkingu, hugvit og færni,“ segir í tilkynningunni. Fjölgun „giggarastarfa“ Haft er eftir Hörpu Magnúsdóttur, stofnanda, framkvæmdastjóra og hinum eiganda Hoobla, að í samstarfi við klasann starfi fjölbreyttur hópur sérfræðinga, yfir fjögur hundruð manns, á sviði mannauðsmála, gæðamála, fjármála, sölu- og markaðsmála, upplýsingatækni og stjórnunar. „En skortur á aðgengi að sérfræðingum skilar sér í hröðum vexti í giggarastörfum á Íslandi. Ávinningur fyrirtækja, sérstaklega lítilla og millistórra fyrirtækja, er ótvíræður. Fyrirtæki eru þá að nýta sér þjónustu sérfræðinga og stjórnenda í 10-20% starfshlutfalli eða í tímabundin verkefni, sem þeir hefðu ekki kost á að hafa í fullu starfi,” segir Harpa. Breyttur vinnumarkaður Þá segir Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, að vinnumarkaðurinn sé að breytast og að sífellt stærri hluti hans eru sérfræðingar sem vinna fyrir fleiri en eitt fyrirtæki til skemmri og lengri tíma. „Það er hagkvæmt bæði fyrir fyrirtæki og sérfræðinga. Starfsmenn Hoobla og Akademias eru átta talsins auk þess sem fyrirtækin nýta sér þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Starfsemi fyrirtækjanna er til húsa í Borgartúni 23, þar sem má finna bæði skrifstofur, snjallkennslustofur og upptökuver.
Kaup og sala fyrirtækja Vinnumarkaður Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira