Viltu með mér vaka? Halla Hrund Logadóttir skrifar 8. júní 2022 09:00 Bjartsýnin skýtur rótum í beðum hugans á björtustu dögum ársins. Og um leið og við böðum okkur í mjúkri birtu miðnætursólarinnar og hlökkum til ferðalaga sumarsins tendrast ást okkar á landinu. Og öllu því sem það býr yfir. Vatnið í ánni, orkan í náttúrunni og ferska loftið sem fyllir lungun. Við finnum tært í huga og hjarta að yfir því viljum við vaka og sofa. Vernda og nýta þannig að framtíðarkynslóðir geti verið stoltar af. Ánægðar með forgangsröðun og uppskeru forvera. Í áratugi hefur þjóðin vakið yfir framtíð sinni, fjárfest í auðlindum og nýtt á ólíka vegu. Þar er orkunýting engin undantekning. Hún hefur fært okkur hita fyrir heimilin, ljós í hvert hús og mótað atvinnuvegi á fjölbreytta vegu. Í dag eru loftslagsmálin lykilmál orkumálanna og þar er Ísland í einstakri stöðu. Við getum, með réttum áherslum, orðið fyrsta þjóðin í heiminum til að reka heilt samfélag á grænni orku ef við klárum orkuskiptin. Slíkur árangur yrði ólympíugull í grein sem skiptir alla heimsbyggðina máli og hefði jafnframt margfeldisáhrif fyrir samvinnu og samkeppnishæfni Íslands. Orkustofnun er vakin og sofin yfir því að styðja stjórnvöld við að uppfylla loftslagsskuldbindingar sínar í tæka tíð og styðja þar með við lykilmarkmið orkustefnu Íslands. Þar þarf margt að koma til, meðal annars að orkuframleiðsla skili sér í orkuskiptaverkefni. Það er í dag ekki sjálfsagt en ýmsar leiðir eru færar ef orkan á fremur að rata þá braut: Eigendastefna opinberra fyrirtækja, útboðsleiðir í þágu orkuskiptaverkefna, útfærslur leyfisveitinga, hvatakerfi í fjárfestingum og áfram mætti telja. Þessar leiðir eru eingöngu brot af matseðli möguleika sem stjórnvöld þurfa að rýna hið fyrsta, velja úr, útfæra og innleiða, eigi loftslagsmálin að vera forgangsmál orkumálanna og koma okkur í mark. Samhliða er nauðsynlegt að tryggja orkuöryggi almennings betur í lögum ásamt því að afgreiða rammaáætlun, sem nær yfir ólíka nýtingu auðlinda okkar og skiptir miklu máli fyrir jafnvægi í nálgun og heildarsýn. Verum vakandi og vinnum saman að því að fá ólympíugull orkuskiptanna í hús með nýtni og nýsköpun að leiðarljósi. Fyrir komandi kynslóðir sem njóta landsins og ávaxta þess á björtum sumarnóttum um ókomna tíð. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Bjartsýnin skýtur rótum í beðum hugans á björtustu dögum ársins. Og um leið og við böðum okkur í mjúkri birtu miðnætursólarinnar og hlökkum til ferðalaga sumarsins tendrast ást okkar á landinu. Og öllu því sem það býr yfir. Vatnið í ánni, orkan í náttúrunni og ferska loftið sem fyllir lungun. Við finnum tært í huga og hjarta að yfir því viljum við vaka og sofa. Vernda og nýta þannig að framtíðarkynslóðir geti verið stoltar af. Ánægðar með forgangsröðun og uppskeru forvera. Í áratugi hefur þjóðin vakið yfir framtíð sinni, fjárfest í auðlindum og nýtt á ólíka vegu. Þar er orkunýting engin undantekning. Hún hefur fært okkur hita fyrir heimilin, ljós í hvert hús og mótað atvinnuvegi á fjölbreytta vegu. Í dag eru loftslagsmálin lykilmál orkumálanna og þar er Ísland í einstakri stöðu. Við getum, með réttum áherslum, orðið fyrsta þjóðin í heiminum til að reka heilt samfélag á grænni orku ef við klárum orkuskiptin. Slíkur árangur yrði ólympíugull í grein sem skiptir alla heimsbyggðina máli og hefði jafnframt margfeldisáhrif fyrir samvinnu og samkeppnishæfni Íslands. Orkustofnun er vakin og sofin yfir því að styðja stjórnvöld við að uppfylla loftslagsskuldbindingar sínar í tæka tíð og styðja þar með við lykilmarkmið orkustefnu Íslands. Þar þarf margt að koma til, meðal annars að orkuframleiðsla skili sér í orkuskiptaverkefni. Það er í dag ekki sjálfsagt en ýmsar leiðir eru færar ef orkan á fremur að rata þá braut: Eigendastefna opinberra fyrirtækja, útboðsleiðir í þágu orkuskiptaverkefna, útfærslur leyfisveitinga, hvatakerfi í fjárfestingum og áfram mætti telja. Þessar leiðir eru eingöngu brot af matseðli möguleika sem stjórnvöld þurfa að rýna hið fyrsta, velja úr, útfæra og innleiða, eigi loftslagsmálin að vera forgangsmál orkumálanna og koma okkur í mark. Samhliða er nauðsynlegt að tryggja orkuöryggi almennings betur í lögum ásamt því að afgreiða rammaáætlun, sem nær yfir ólíka nýtingu auðlinda okkar og skiptir miklu máli fyrir jafnvægi í nálgun og heildarsýn. Verum vakandi og vinnum saman að því að fá ólympíugull orkuskiptanna í hús með nýtni og nýsköpun að leiðarljósi. Fyrir komandi kynslóðir sem njóta landsins og ávaxta þess á björtum sumarnóttum um ókomna tíð. Höfundur er orkumálastjóri.
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar