Viltu með mér vaka? Halla Hrund Logadóttir skrifar 8. júní 2022 09:00 Bjartsýnin skýtur rótum í beðum hugans á björtustu dögum ársins. Og um leið og við böðum okkur í mjúkri birtu miðnætursólarinnar og hlökkum til ferðalaga sumarsins tendrast ást okkar á landinu. Og öllu því sem það býr yfir. Vatnið í ánni, orkan í náttúrunni og ferska loftið sem fyllir lungun. Við finnum tært í huga og hjarta að yfir því viljum við vaka og sofa. Vernda og nýta þannig að framtíðarkynslóðir geti verið stoltar af. Ánægðar með forgangsröðun og uppskeru forvera. Í áratugi hefur þjóðin vakið yfir framtíð sinni, fjárfest í auðlindum og nýtt á ólíka vegu. Þar er orkunýting engin undantekning. Hún hefur fært okkur hita fyrir heimilin, ljós í hvert hús og mótað atvinnuvegi á fjölbreytta vegu. Í dag eru loftslagsmálin lykilmál orkumálanna og þar er Ísland í einstakri stöðu. Við getum, með réttum áherslum, orðið fyrsta þjóðin í heiminum til að reka heilt samfélag á grænni orku ef við klárum orkuskiptin. Slíkur árangur yrði ólympíugull í grein sem skiptir alla heimsbyggðina máli og hefði jafnframt margfeldisáhrif fyrir samvinnu og samkeppnishæfni Íslands. Orkustofnun er vakin og sofin yfir því að styðja stjórnvöld við að uppfylla loftslagsskuldbindingar sínar í tæka tíð og styðja þar með við lykilmarkmið orkustefnu Íslands. Þar þarf margt að koma til, meðal annars að orkuframleiðsla skili sér í orkuskiptaverkefni. Það er í dag ekki sjálfsagt en ýmsar leiðir eru færar ef orkan á fremur að rata þá braut: Eigendastefna opinberra fyrirtækja, útboðsleiðir í þágu orkuskiptaverkefna, útfærslur leyfisveitinga, hvatakerfi í fjárfestingum og áfram mætti telja. Þessar leiðir eru eingöngu brot af matseðli möguleika sem stjórnvöld þurfa að rýna hið fyrsta, velja úr, útfæra og innleiða, eigi loftslagsmálin að vera forgangsmál orkumálanna og koma okkur í mark. Samhliða er nauðsynlegt að tryggja orkuöryggi almennings betur í lögum ásamt því að afgreiða rammaáætlun, sem nær yfir ólíka nýtingu auðlinda okkar og skiptir miklu máli fyrir jafnvægi í nálgun og heildarsýn. Verum vakandi og vinnum saman að því að fá ólympíugull orkuskiptanna í hús með nýtni og nýsköpun að leiðarljósi. Fyrir komandi kynslóðir sem njóta landsins og ávaxta þess á björtum sumarnóttum um ókomna tíð. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Bjartsýnin skýtur rótum í beðum hugans á björtustu dögum ársins. Og um leið og við böðum okkur í mjúkri birtu miðnætursólarinnar og hlökkum til ferðalaga sumarsins tendrast ást okkar á landinu. Og öllu því sem það býr yfir. Vatnið í ánni, orkan í náttúrunni og ferska loftið sem fyllir lungun. Við finnum tært í huga og hjarta að yfir því viljum við vaka og sofa. Vernda og nýta þannig að framtíðarkynslóðir geti verið stoltar af. Ánægðar með forgangsröðun og uppskeru forvera. Í áratugi hefur þjóðin vakið yfir framtíð sinni, fjárfest í auðlindum og nýtt á ólíka vegu. Þar er orkunýting engin undantekning. Hún hefur fært okkur hita fyrir heimilin, ljós í hvert hús og mótað atvinnuvegi á fjölbreytta vegu. Í dag eru loftslagsmálin lykilmál orkumálanna og þar er Ísland í einstakri stöðu. Við getum, með réttum áherslum, orðið fyrsta þjóðin í heiminum til að reka heilt samfélag á grænni orku ef við klárum orkuskiptin. Slíkur árangur yrði ólympíugull í grein sem skiptir alla heimsbyggðina máli og hefði jafnframt margfeldisáhrif fyrir samvinnu og samkeppnishæfni Íslands. Orkustofnun er vakin og sofin yfir því að styðja stjórnvöld við að uppfylla loftslagsskuldbindingar sínar í tæka tíð og styðja þar með við lykilmarkmið orkustefnu Íslands. Þar þarf margt að koma til, meðal annars að orkuframleiðsla skili sér í orkuskiptaverkefni. Það er í dag ekki sjálfsagt en ýmsar leiðir eru færar ef orkan á fremur að rata þá braut: Eigendastefna opinberra fyrirtækja, útboðsleiðir í þágu orkuskiptaverkefna, útfærslur leyfisveitinga, hvatakerfi í fjárfestingum og áfram mætti telja. Þessar leiðir eru eingöngu brot af matseðli möguleika sem stjórnvöld þurfa að rýna hið fyrsta, velja úr, útfæra og innleiða, eigi loftslagsmálin að vera forgangsmál orkumálanna og koma okkur í mark. Samhliða er nauðsynlegt að tryggja orkuöryggi almennings betur í lögum ásamt því að afgreiða rammaáætlun, sem nær yfir ólíka nýtingu auðlinda okkar og skiptir miklu máli fyrir jafnvægi í nálgun og heildarsýn. Verum vakandi og vinnum saman að því að fá ólympíugull orkuskiptanna í hús með nýtni og nýsköpun að leiðarljósi. Fyrir komandi kynslóðir sem njóta landsins og ávaxta þess á björtum sumarnóttum um ókomna tíð. Höfundur er orkumálastjóri.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar