Farþegafjöldi Icelandair áttfaldast milli ára Árni Sæberg skrifar 7. júní 2022 17:37 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Hann segir flugfélagið vera á fleygiferð inn í sumarið. Stöð 2/Egill Farþegum Icelandair fjölgaði mikið milli apríl og maí og fjöldi þeirra áttfaldast miðað við sama mánuð í fyrra. Heildarfjöldi farþega í maí var um 316.000, samanborið við 40.000 í maí 2021 og 242.000 í apríl 2022. Heildarframboð í maí var um 75 prósent af framboði sama mánaðar árið 2019. Félagið bætti átta áfangastöðum við leiðakerfið í mánuðinum og jók tíðni til fjölda áfangastaða. Þá hóf félagið einnig flug í svokölluðum seinni tengibanka sem eru flug síðla morguns til Evrópu og um kvöld til Norður-Ameríku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútgefnum farþegatölum Icelandair fyrir maímánuð. Farþegar í millilandaflugi voru 291 þúsund eða þrettánfalt fleiri en í maí í fyrra þegar félagið flutti um 22 þúsund farþega milli landa. Þar af voru farþegar til Íslands um 116 þúsund og frá Íslandi 51 þúsund. Tengifarþegar voru um 124 þúsund eða um 43 prósent millilandafarþega, samanborið við átta prósent í maí 2021. Stundvísi var 80 prósent en í tilkynningu frá Icelandair segir að það sé góður árangur í ljósi erfiðra aðstæðna á flugvöllum víða erlendis. Sætanýting í millilandaflugi var 74 prósent samanborið við 35 prósent í maí 2021. Farþegum innanlands fjölgaði minna en eftirspurn góð Farþegar í innanlandsflugi voru um 26 þúsund samanborið við átján þúsund í maí 2021. Sætanýting í innanlandsflugi var 80 prósent, samanborið við 72 prósent í fyrra. Mikil eftirspurn er eftir innanlandsflugi og fjöldi farþega það sem af er ári var svipaður og hann var á sama tímabili árið 2019. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um tólf prósent samanborið við maí 2021 og fraktflutningar minnkuðu um 8 prósent frá fyrra ári. Það sem af er ári hafa fraktflutningar aukist um 4 prósent og seldir blokktímar í leiguflugi eru álíka margir og á sama tímabili í fyrra. Bókunarstaðan góð en vandkvæði til staðar „Við erum á fleygiferð inn í sumarið og náðum því ánægjulega marki að fljúga yfir þúsund ferðir í millilandafluginu í maímánuði. Þá er einnig mjög jákvætt að sjá hlutfall tengifarþega halda áfram að aukast. Bókunarstaðan hjá okkur er mjög sterk og greinilega mikill ferðavilji til staðar. Hins vegar, eins og fram hefur komið í fréttum, hafa krefjandi aðstæður á mörgum flugvöllum um þessar mundir valdið talsverðum röskunum á flugi um allan heim. Skýrist þetta fyrst og fremst af því að ekki hefur tekist að manna stöður á flugvöllum í takt við snarpa uppbyggingu flugs eftir faraldurinn. Truflanir sem þessar hafa keðjuverkandi áhrif en aukið umfang flugáætlunar okkar og mikil tíðni á lykiláfangastaði gerir okkur kleift að lágmarka áhrif á farþega eins og mögulegt er. Að koma okkar viðskiptavinum á sinn áfangastað sem allra fyrst, helst samdægurs er ávallt forgangsmál hjá okkur,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni í tilkynningu Icelandair. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Heildarfjöldi farþega í maí var um 316.000, samanborið við 40.000 í maí 2021 og 242.000 í apríl 2022. Heildarframboð í maí var um 75 prósent af framboði sama mánaðar árið 2019. Félagið bætti átta áfangastöðum við leiðakerfið í mánuðinum og jók tíðni til fjölda áfangastaða. Þá hóf félagið einnig flug í svokölluðum seinni tengibanka sem eru flug síðla morguns til Evrópu og um kvöld til Norður-Ameríku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútgefnum farþegatölum Icelandair fyrir maímánuð. Farþegar í millilandaflugi voru 291 þúsund eða þrettánfalt fleiri en í maí í fyrra þegar félagið flutti um 22 þúsund farþega milli landa. Þar af voru farþegar til Íslands um 116 þúsund og frá Íslandi 51 þúsund. Tengifarþegar voru um 124 þúsund eða um 43 prósent millilandafarþega, samanborið við átta prósent í maí 2021. Stundvísi var 80 prósent en í tilkynningu frá Icelandair segir að það sé góður árangur í ljósi erfiðra aðstæðna á flugvöllum víða erlendis. Sætanýting í millilandaflugi var 74 prósent samanborið við 35 prósent í maí 2021. Farþegum innanlands fjölgaði minna en eftirspurn góð Farþegar í innanlandsflugi voru um 26 þúsund samanborið við átján þúsund í maí 2021. Sætanýting í innanlandsflugi var 80 prósent, samanborið við 72 prósent í fyrra. Mikil eftirspurn er eftir innanlandsflugi og fjöldi farþega það sem af er ári var svipaður og hann var á sama tímabili árið 2019. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um tólf prósent samanborið við maí 2021 og fraktflutningar minnkuðu um 8 prósent frá fyrra ári. Það sem af er ári hafa fraktflutningar aukist um 4 prósent og seldir blokktímar í leiguflugi eru álíka margir og á sama tímabili í fyrra. Bókunarstaðan góð en vandkvæði til staðar „Við erum á fleygiferð inn í sumarið og náðum því ánægjulega marki að fljúga yfir þúsund ferðir í millilandafluginu í maímánuði. Þá er einnig mjög jákvætt að sjá hlutfall tengifarþega halda áfram að aukast. Bókunarstaðan hjá okkur er mjög sterk og greinilega mikill ferðavilji til staðar. Hins vegar, eins og fram hefur komið í fréttum, hafa krefjandi aðstæður á mörgum flugvöllum um þessar mundir valdið talsverðum röskunum á flugi um allan heim. Skýrist þetta fyrst og fremst af því að ekki hefur tekist að manna stöður á flugvöllum í takt við snarpa uppbyggingu flugs eftir faraldurinn. Truflanir sem þessar hafa keðjuverkandi áhrif en aukið umfang flugáætlunar okkar og mikil tíðni á lykiláfangastaði gerir okkur kleift að lágmarka áhrif á farþega eins og mögulegt er. Að koma okkar viðskiptavinum á sinn áfangastað sem allra fyrst, helst samdægurs er ávallt forgangsmál hjá okkur,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni í tilkynningu Icelandair.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda