Sádar borga til að mæta Íslandi: „Skil alveg að það séu ekki allir sáttir“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2022 08:00 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir samspil íþrótta og pólitíkur flókið. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður knattspyrnusambands Íslands, kveðst skilja það að ekki séu allir sáttir við þá ákvörðun KSÍ að þiggja boð Sádi-Arabíu um vináttulandsleik. Hún telji þó betra að eiga samtal og reyna að nýta fótboltann til góðs en að sniðganga þjóðir. Karlalandslið Íslands í fótbolta mun mæta Sádi-Arabíu í vináttulandsleik 6. nóvember, í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu greiðir allan kostnað vegna leiksins fyrir KSÍ en Sádar nýta leikinn til að undirbúa sig fyrir sitt sjötta heimsmeistaramót; hið umdeilda HM í Katar sem hefst tveimur vikum eftir leikinn. „Allur kostnaður er greiddur af þeim“ Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International auk Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa bent á að mannréttindi séu fótum troðin í Sádi-Arabíu. Síðustu ár hefur til að mynda verið fjallað um mikinn fjölda dauðarefsinga og morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en einnig að pyntingar séu notaðar sem refsing, tjáningarfrelsi sé heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Vanda kveðst vel meðvituð um umræðuna um mannréttindabrot í Sádi-Arabíu og það sjónarmið sumra að KSÍ hefði átt að hafna tilboði Sáda en bendir á að Sádar séu fullgildir meðlimir í alþjóða fótboltasamfélaginu. Sambandið hafi þó leitað ráðlegginga hjá utanríkisráðuneytinu í fyrra varðandi möguleikann á að semja við Sáda og fengið það svar að ráðuneytið sæi ekkert athugavert við það. Íslenska landsliðið fer til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í nóvember og spilar þar við Sádi-Arabíu.vísir/Diego „Ég skil alveg að það séu ekki allir sáttir eða sammála þessu en þetta er ákvörðunin sem við tókum,“ segir Vanda. Frumkvæðið að því að leikurinn færi fram kom frá Sádum: „Þeir höfðu samband og óskuðu eftir því að liðin myndu spila vináttulandsleik í Abu Dhabi, sem við samþykktum. Allur kostnaður er greiddur af þeim. Við fylgjumst með heimsmálunum og stöndum með mannréttindum en við erum líka að halda úti landsliðum og þurfum að spila leiki,“ segir Vanda. Leituðu ráða hjá utanríkisráðuneytinu „Þetta er líka svolítið flókið; hvort íþróttir og pólitík eigi leið saman. Hvaða lönd megum við þá spila við og hver ekki? Við höfum sagt að í stað þess að sniðganga sé betra að ná samtali, leiða fólk saman og fá breytingar þannig. Nota íþróttirnar sem tæki til félagslegra breytinga. Við heyrðum í utanríkisráðuneytinu á sínum tíma [í fyrra] til að vita hvort að þar væri talið að eitthvað mælti gegn því að við spiluðum þennan leik. Svo var ekki. Við höfum því frekar viljað fara þessa leið. Taka samtalið og reyna að nota fótboltann til breytinga til góðs,“ segir Vanda. Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Sádi-Arabía Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Karlalandslið Íslands í fótbolta mun mæta Sádi-Arabíu í vináttulandsleik 6. nóvember, í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu greiðir allan kostnað vegna leiksins fyrir KSÍ en Sádar nýta leikinn til að undirbúa sig fyrir sitt sjötta heimsmeistaramót; hið umdeilda HM í Katar sem hefst tveimur vikum eftir leikinn. „Allur kostnaður er greiddur af þeim“ Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International auk Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa bent á að mannréttindi séu fótum troðin í Sádi-Arabíu. Síðustu ár hefur til að mynda verið fjallað um mikinn fjölda dauðarefsinga og morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en einnig að pyntingar séu notaðar sem refsing, tjáningarfrelsi sé heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Vanda kveðst vel meðvituð um umræðuna um mannréttindabrot í Sádi-Arabíu og það sjónarmið sumra að KSÍ hefði átt að hafna tilboði Sáda en bendir á að Sádar séu fullgildir meðlimir í alþjóða fótboltasamfélaginu. Sambandið hafi þó leitað ráðlegginga hjá utanríkisráðuneytinu í fyrra varðandi möguleikann á að semja við Sáda og fengið það svar að ráðuneytið sæi ekkert athugavert við það. Íslenska landsliðið fer til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í nóvember og spilar þar við Sádi-Arabíu.vísir/Diego „Ég skil alveg að það séu ekki allir sáttir eða sammála þessu en þetta er ákvörðunin sem við tókum,“ segir Vanda. Frumkvæðið að því að leikurinn færi fram kom frá Sádum: „Þeir höfðu samband og óskuðu eftir því að liðin myndu spila vináttulandsleik í Abu Dhabi, sem við samþykktum. Allur kostnaður er greiddur af þeim. Við fylgjumst með heimsmálunum og stöndum með mannréttindum en við erum líka að halda úti landsliðum og þurfum að spila leiki,“ segir Vanda. Leituðu ráða hjá utanríkisráðuneytinu „Þetta er líka svolítið flókið; hvort íþróttir og pólitík eigi leið saman. Hvaða lönd megum við þá spila við og hver ekki? Við höfum sagt að í stað þess að sniðganga sé betra að ná samtali, leiða fólk saman og fá breytingar þannig. Nota íþróttirnar sem tæki til félagslegra breytinga. Við heyrðum í utanríkisráðuneytinu á sínum tíma [í fyrra] til að vita hvort að þar væri talið að eitthvað mælti gegn því að við spiluðum þennan leik. Svo var ekki. Við höfum því frekar viljað fara þessa leið. Taka samtalið og reyna að nota fótboltann til breytinga til góðs,“ segir Vanda.
Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Sádi-Arabía Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira