Hannes Þór um mark Albaníu: „Mikil einföldun að hann eigi að gera betur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 11:01 Rúnar Alex Rúnarsson í leik Íslands og Albaníu. Vísir/Diego Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta á Laugardalsvelli í gærkvöld. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi kom Rúnari Alex Rúnarssyni til varnar en margur taldi að hann hefði átt að geta betur í marki Albaníu. Þegar hálftími var liðinn af leiknum kom Taulent Seferi gestunum frá Albaníu yfir með skoti af stuttu færi eftir að Rúnar Alex hafði varið skot en ekki náð að halda því. Hannes Þór veit eitt og annað um markvörslu. Hér ver hann víti frá Lionel Messi á HM í Rússlandi.getty/Stefan Matzke Hannes Þór – sem lék 77 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og stóð meðal annars vaktina á EM í Frakklandi og HM í Rússlandi - var meðal sérfræðinga Viaplay á leiknum. Fór hann yfir mark Albaníu og var ekki alveg á þeim buxunum að þetta væri jafn einfalt og hinir ýmsu sófasérfræðingar létu þetta hljóma. „Mér finnst það mjög mikil einföldun að hann eigi að gera betur þarna,“ sagði Hannes Þór og hélt áfram. „Það er verið að skjóta á markið af stuttu færi og Rúnar Alex hefur tvo kosti. Annars vega rað fara niður með lófana – eins og hann gerir – eða að reyna halda boltanum með því að fá hann í fangið. Þá held ég að það séu allar líkur á að hann fái boltann í gegnum sig og inn því þetta er af svo stuttu færi.“ Rúnar Alex sjálfur var spurður út í markið í spjalli við Stöð 2 og Vísi eftir leik. „Þetta var skot af stuttu færi. Ég er ekki viss hvort boltinn hefði farið lengra í burtu hefði ég varið með fótunum. Ég vildi aldrei reyna halda þessum blauta bolta á blautu grasi. Ég ætlaði að reyna slá boltann í burtu og svo var það bara happa og glappa hvar frákastið myndi enda,“ sagði markvörður Íslands. Dæmigerð augnablik sem verða að detta með okkur Hannes Þór ræddi markið áfram og fór yfir hvernig svona augnablik þurfa að falla með íslenska landsliðinu ætli það sér aftur í hæstu hæðir. „Svo er spurning hvernig snertingu Rúnar Alex nær þegar hann lendir í lófunum á honum. Í þessu tilfelli skoppar boltinn meter frá honum og hann er óheppinn að hann lendir hjá leikmanni Albaníu. Þetta eru augnablik sem verða að detta með okkur, hvort sem þú horfir á það frá markverðinum eða liðinu í heild,“ bætti Hannes Þór við. Daníel Leó Grétarsson var í baráttunni við Seferi en miðvörðurinn var hænuskrefi á eftir framherjanum og því endaði boltinn í netinu. „Það er leikmaður að negla á markið af sex metra færi, þetta er ekki alltaf svona klippt og skorið,“ sagði Hannes Þór að endingu um markið. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland 1-1 Albanía | Jón Dagur tryggði Íslandi stig í kaflaskiptum leik Ísland gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í öðrum leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Jón Dagur Þorsteinsson bjargaði stigi með marki snemma í síðari hálfleik. 6. júní 2022 20:35 Arnar Þór: Þurfum að stokka það plan upp á nýtt Arnar Þór Viðarsson sagði íslenska liðið hafa spilað of neðarlega í fyrri hálfleiknum gegn Albaníu í gær. Hann sagði að áætlanir vegna leiksins gegn San Marinó á fimmtudag hefðu breyst vegna breyttrar stöðu í riðli U-21 árs landsliðsins. 7. júní 2022 07:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
Þegar hálftími var liðinn af leiknum kom Taulent Seferi gestunum frá Albaníu yfir með skoti af stuttu færi eftir að Rúnar Alex hafði varið skot en ekki náð að halda því. Hannes Þór veit eitt og annað um markvörslu. Hér ver hann víti frá Lionel Messi á HM í Rússlandi.getty/Stefan Matzke Hannes Þór – sem lék 77 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og stóð meðal annars vaktina á EM í Frakklandi og HM í Rússlandi - var meðal sérfræðinga Viaplay á leiknum. Fór hann yfir mark Albaníu og var ekki alveg á þeim buxunum að þetta væri jafn einfalt og hinir ýmsu sófasérfræðingar létu þetta hljóma. „Mér finnst það mjög mikil einföldun að hann eigi að gera betur þarna,“ sagði Hannes Þór og hélt áfram. „Það er verið að skjóta á markið af stuttu færi og Rúnar Alex hefur tvo kosti. Annars vega rað fara niður með lófana – eins og hann gerir – eða að reyna halda boltanum með því að fá hann í fangið. Þá held ég að það séu allar líkur á að hann fái boltann í gegnum sig og inn því þetta er af svo stuttu færi.“ Rúnar Alex sjálfur var spurður út í markið í spjalli við Stöð 2 og Vísi eftir leik. „Þetta var skot af stuttu færi. Ég er ekki viss hvort boltinn hefði farið lengra í burtu hefði ég varið með fótunum. Ég vildi aldrei reyna halda þessum blauta bolta á blautu grasi. Ég ætlaði að reyna slá boltann í burtu og svo var það bara happa og glappa hvar frákastið myndi enda,“ sagði markvörður Íslands. Dæmigerð augnablik sem verða að detta með okkur Hannes Þór ræddi markið áfram og fór yfir hvernig svona augnablik þurfa að falla með íslenska landsliðinu ætli það sér aftur í hæstu hæðir. „Svo er spurning hvernig snertingu Rúnar Alex nær þegar hann lendir í lófunum á honum. Í þessu tilfelli skoppar boltinn meter frá honum og hann er óheppinn að hann lendir hjá leikmanni Albaníu. Þetta eru augnablik sem verða að detta með okkur, hvort sem þú horfir á það frá markverðinum eða liðinu í heild,“ bætti Hannes Þór við. Daníel Leó Grétarsson var í baráttunni við Seferi en miðvörðurinn var hænuskrefi á eftir framherjanum og því endaði boltinn í netinu. „Það er leikmaður að negla á markið af sex metra færi, þetta er ekki alltaf svona klippt og skorið,“ sagði Hannes Þór að endingu um markið.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland 1-1 Albanía | Jón Dagur tryggði Íslandi stig í kaflaskiptum leik Ísland gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í öðrum leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Jón Dagur Þorsteinsson bjargaði stigi með marki snemma í síðari hálfleik. 6. júní 2022 20:35 Arnar Þór: Þurfum að stokka það plan upp á nýtt Arnar Þór Viðarsson sagði íslenska liðið hafa spilað of neðarlega í fyrri hálfleiknum gegn Albaníu í gær. Hann sagði að áætlanir vegna leiksins gegn San Marinó á fimmtudag hefðu breyst vegna breyttrar stöðu í riðli U-21 árs landsliðsins. 7. júní 2022 07:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
Umfjöllun: Ísland 1-1 Albanía | Jón Dagur tryggði Íslandi stig í kaflaskiptum leik Ísland gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í öðrum leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Jón Dagur Þorsteinsson bjargaði stigi með marki snemma í síðari hálfleik. 6. júní 2022 20:35
Arnar Þór: Þurfum að stokka það plan upp á nýtt Arnar Þór Viðarsson sagði íslenska liðið hafa spilað of neðarlega í fyrri hálfleiknum gegn Albaníu í gær. Hann sagði að áætlanir vegna leiksins gegn San Marinó á fimmtudag hefðu breyst vegna breyttrar stöðu í riðli U-21 árs landsliðsins. 7. júní 2022 07:30
Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42
Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30