Arnar Þór: Þurfum að stokka það plan upp á nýtt Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júní 2022 07:30 Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson sagði íslenska liðið hafa spilað of neðarlega í fyrri hálfleiknum gegn Albaníu í gær. Hann sagði að áætlanir vegna leiksins gegn San Marinó á fimmtudag hefðu breyst vegna breyttrar stöðu í riðli U-21 árs landsliðsins. Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í gær. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var svekktur með niðurstöðuna. „Fyrstu viðbrögðin eru svekkelsi og ég er ekki sá eini, ég held að allur klefinn og allur hópurinn sé svekktur að hafa ekki náð að sigla þessu í höfn. Okkar tilfinning í hálfleik var að við værum of passívir og of neðarlega. Þegar við förum of neðarlega með varnarlínuna þá ná kantmennirnir ekki í pressuna á þeirra miðverði,“ sagði Arnar á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. Hann sagði að ætlunin hefði verið að ná meiri pressu á varnarmenn Albana. „Leikskipulagið var að fá Arnór og Jón Dag í pressu á þeirra miðverði sem við síðan gerðum í síðari hálfleik. Af því að við vorum of neðarlega með liðið þá náðum við aldrei þessari pressu og þá líður leikmönnum þannig eins og þeir þurfi að hlaupa tíu kílómetra í einum hálfleik.“ Það var hart barist í Laugardalnum í gær.Vísir/Diego Hann segir að liðið hafi skoðað myndbönd í hálfleik til að sýna hvað væri hægt að bæta. „Munurinn á fyrri og seinni hálfleik fannst mér vera mjög mikill. Þrátt fyrir að við höfum ekki verið sáttir með fyrri hálfleikinn þá fengum við tvö eða þrjú færi eða mjög góðar stöður, bæði með Arnór og Ísak.“ „Svo fáum við mark á okkur sem er „sloppy“ frá a til ö. Við erum of neðarlega og þeir ná of mörgum sendingum án þess að við setjum pressu á boltann. Síðan kemur skot á markið og við vinnum ekki annan bolta þannig að við vorum ekki nógu grimmir þar. Þeir skjóta tvisvar á markið í leiknum og það er í þessari sókn.“ „Flestir sammála um að þetta mjakist í rétta átt“ Arnar var ánægður með hvernig liðið mætti út í síðari hálfleikinn en Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði strax fjórum mínútum eftir hlé. „Ég held við höfum komið grimmir út úr klefanum, við fórum hærra og unnum boltann hærra. Við vorum að spila á okkar styrkleikum. Þessir leikmenn sem eru í þessum þremur stöðum framarlega á vellinum þá eru þetta góðir fótboltamenn, eru teknískir og með hlaupagetu og eru góðir í að setja pressu þegar þeir gera það.“ „Það er það sem skapaði markið og þessi fjögur eða fimm augnablik í síðari hálfleik sem við náðum þar sem við erum að vinna boltann aðeins hærra uppi. Þá er það þessi síðasta sending, sem á ekki endilega vera sending, heldur getur verið skot. Frammistaðan í seinni hálfleik var bara grimmari“ Craig Pawson var dómari í leiknum í gærkvöldi.Vísir/Diego Arnar Þór segir að hann sjái Þjóðadeildina sem jákvætt verkefni og sérstaklega nú þegar Ísland er komið í riðil með liðum sem eru á svipuðu getustigi. „Það er mjög erfitt fyrir okkur núna að spila við Þýskaland eða Spán, en þetta eru leikir sem eru 50/50. Við erum á sama stað og það er mjög jákvætt að við erum nú þegar komnir þangað.“ Þar sem Rússum var vikið úr Þjóðadeildinni eru Albanir og Ísraelsmenn einu mótherjar Íslands í riðlakeppninni. „Það getur verið skrýtið þegar það eru bara þrjú lið og það er ómögulegt að spá fyrir hvað þú þarft mörg stig til að vinna riðiinn. Það er mjög jákvætt eftir tvo leiki að við séum svekktir með jafnteflið og að við séum enn inni í keppninni. Það hefði verið hundfúlt að vera bara með núll stig og að þetta væri búið. Það eru þessi jákvæðu skref sem mér finnst við vera að taka. Ég held að flestir séu sammála um það að þetta mjakast í rétta átt.“ „Við þurfum að stokka það plan upp á nýtt“ Arnar Þór hrósaði Birki Bjarnasyni fyrir sitt framlag, en hann fór af velli í leiknum í gær með krampa. Hann sagði nú þegar ákveðið að Birkir myndi ekki spila gegn San Marinó á fimmtudag. „Ég held það sé ekki alvarlegt. Það var búið að ákveða fyrir gluggann að Birkir fengi alltaf frí í leik númer þrjú og við eigum bara eftir að meta hvort hann kemur með okkur til San Marinó eða ekki. Við förum í það núna í kvöld.“ „Birkir er náttúrulega bara hermaður og það sem hann er að gera fyrir þetta lið er bara ótrúlegt. Þegar þú ert kominn á þennan aldur er erfitt að tengja tvo leiki á þessu tempói.“ Arnar Þór sagði að sú staðreynd að Grikkland hafi tapað fyrir Kýpur í riðli U-21 árs landsliðins í dag hefði áhrif á framhaldið hjá A-landsliðinu. Nú ætti U-21 árs liðið góða möguleika á að lenda í öðru sæti síns riðils og þar með komast í umspil um sæti á Evrópumótinu. „Við höfum alltaf sagt að það að komast á lokamót er mjög mikilvægt fyrir okkar leikmenn. Það eru margir efnilegir leikmenn í U-21 árs landsliðinu sem eru að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu þó við séum með ungt lið. Við förum í það í kvöld að skoða hvað er best að gera, ekki bara fyrir A-landsliðið gegn San Marinó, heldur líka fyrir U-21 árs liðið í þeim leikjum sem eiga eftir.“ Frá leiknum í gærkvöldi.Vísir/Diego Hann sagði að ætlunin hafi verið að taka fleiri leikmenn úr U-21 árs liðinu og í A-landsliðið fyrir leikinn á fimmtudag. Hann sagði það koma til leikmenn að Atli Barkarson og Bjarki Steinn Bjarkason, sem færðir voru upp í A-landsliðið, færu aftur til liðs við U-21 árs liðið. „Við þurfum að stokka það plan upp á nýtt. Ef ég hugsa með Atla Barkar þá helst ekki. Davíð Kristján (Ólafsson) er búinn að spila mikið í þessum tveimur leikjum, hans fyrstu alvöru leikir sem A-landsliðsmaður. Hörður Björgvin kemur ekki með þannig að við þurfum að vera með vinstri bakvörð.“ „Þetta kemur til greina en ég ætla að ræða við Davíð Smára og Jóhannes Karl í kvöld og sjá hvað er best fyrir leikmennina. U-19, U-21 og A-landsliðin verða að vinna saman til að búa til leikmenn fyrir framtíðina.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Arnar Þór: Fleiri leikmenn en Albert sem komu ekki inná í dag Arnar Þór Viðarsson sagði að það hefði verið taktísk ákvörðun að setja Albert Guðmundsson ekki inn á í síðari hálfleiknum gegn Albaníu í kvöld. 6. júní 2022 21:57 Umfjöllun: Ísland 1-1 Albanía | Jón Dagur tryggði Íslandi stig í kaflaskiptum leik Ísland gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í öðrum leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Jón Dagur Þorsteinsson bjargaði stigi með marki snemma í síðari hálfleik. 6. júní 2022 20:35 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í gær. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var svekktur með niðurstöðuna. „Fyrstu viðbrögðin eru svekkelsi og ég er ekki sá eini, ég held að allur klefinn og allur hópurinn sé svekktur að hafa ekki náð að sigla þessu í höfn. Okkar tilfinning í hálfleik var að við værum of passívir og of neðarlega. Þegar við förum of neðarlega með varnarlínuna þá ná kantmennirnir ekki í pressuna á þeirra miðverði,“ sagði Arnar á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. Hann sagði að ætlunin hefði verið að ná meiri pressu á varnarmenn Albana. „Leikskipulagið var að fá Arnór og Jón Dag í pressu á þeirra miðverði sem við síðan gerðum í síðari hálfleik. Af því að við vorum of neðarlega með liðið þá náðum við aldrei þessari pressu og þá líður leikmönnum þannig eins og þeir þurfi að hlaupa tíu kílómetra í einum hálfleik.“ Það var hart barist í Laugardalnum í gær.Vísir/Diego Hann segir að liðið hafi skoðað myndbönd í hálfleik til að sýna hvað væri hægt að bæta. „Munurinn á fyrri og seinni hálfleik fannst mér vera mjög mikill. Þrátt fyrir að við höfum ekki verið sáttir með fyrri hálfleikinn þá fengum við tvö eða þrjú færi eða mjög góðar stöður, bæði með Arnór og Ísak.“ „Svo fáum við mark á okkur sem er „sloppy“ frá a til ö. Við erum of neðarlega og þeir ná of mörgum sendingum án þess að við setjum pressu á boltann. Síðan kemur skot á markið og við vinnum ekki annan bolta þannig að við vorum ekki nógu grimmir þar. Þeir skjóta tvisvar á markið í leiknum og það er í þessari sókn.“ „Flestir sammála um að þetta mjakist í rétta átt“ Arnar var ánægður með hvernig liðið mætti út í síðari hálfleikinn en Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði strax fjórum mínútum eftir hlé. „Ég held við höfum komið grimmir út úr klefanum, við fórum hærra og unnum boltann hærra. Við vorum að spila á okkar styrkleikum. Þessir leikmenn sem eru í þessum þremur stöðum framarlega á vellinum þá eru þetta góðir fótboltamenn, eru teknískir og með hlaupagetu og eru góðir í að setja pressu þegar þeir gera það.“ „Það er það sem skapaði markið og þessi fjögur eða fimm augnablik í síðari hálfleik sem við náðum þar sem við erum að vinna boltann aðeins hærra uppi. Þá er það þessi síðasta sending, sem á ekki endilega vera sending, heldur getur verið skot. Frammistaðan í seinni hálfleik var bara grimmari“ Craig Pawson var dómari í leiknum í gærkvöldi.Vísir/Diego Arnar Þór segir að hann sjái Þjóðadeildina sem jákvætt verkefni og sérstaklega nú þegar Ísland er komið í riðil með liðum sem eru á svipuðu getustigi. „Það er mjög erfitt fyrir okkur núna að spila við Þýskaland eða Spán, en þetta eru leikir sem eru 50/50. Við erum á sama stað og það er mjög jákvætt að við erum nú þegar komnir þangað.“ Þar sem Rússum var vikið úr Þjóðadeildinni eru Albanir og Ísraelsmenn einu mótherjar Íslands í riðlakeppninni. „Það getur verið skrýtið þegar það eru bara þrjú lið og það er ómögulegt að spá fyrir hvað þú þarft mörg stig til að vinna riðiinn. Það er mjög jákvætt eftir tvo leiki að við séum svekktir með jafnteflið og að við séum enn inni í keppninni. Það hefði verið hundfúlt að vera bara með núll stig og að þetta væri búið. Það eru þessi jákvæðu skref sem mér finnst við vera að taka. Ég held að flestir séu sammála um það að þetta mjakast í rétta átt.“ „Við þurfum að stokka það plan upp á nýtt“ Arnar Þór hrósaði Birki Bjarnasyni fyrir sitt framlag, en hann fór af velli í leiknum í gær með krampa. Hann sagði nú þegar ákveðið að Birkir myndi ekki spila gegn San Marinó á fimmtudag. „Ég held það sé ekki alvarlegt. Það var búið að ákveða fyrir gluggann að Birkir fengi alltaf frí í leik númer þrjú og við eigum bara eftir að meta hvort hann kemur með okkur til San Marinó eða ekki. Við förum í það núna í kvöld.“ „Birkir er náttúrulega bara hermaður og það sem hann er að gera fyrir þetta lið er bara ótrúlegt. Þegar þú ert kominn á þennan aldur er erfitt að tengja tvo leiki á þessu tempói.“ Arnar Þór sagði að sú staðreynd að Grikkland hafi tapað fyrir Kýpur í riðli U-21 árs landsliðins í dag hefði áhrif á framhaldið hjá A-landsliðinu. Nú ætti U-21 árs liðið góða möguleika á að lenda í öðru sæti síns riðils og þar með komast í umspil um sæti á Evrópumótinu. „Við höfum alltaf sagt að það að komast á lokamót er mjög mikilvægt fyrir okkar leikmenn. Það eru margir efnilegir leikmenn í U-21 árs landsliðinu sem eru að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu þó við séum með ungt lið. Við förum í það í kvöld að skoða hvað er best að gera, ekki bara fyrir A-landsliðið gegn San Marinó, heldur líka fyrir U-21 árs liðið í þeim leikjum sem eiga eftir.“ Frá leiknum í gærkvöldi.Vísir/Diego Hann sagði að ætlunin hafi verið að taka fleiri leikmenn úr U-21 árs liðinu og í A-landsliðið fyrir leikinn á fimmtudag. Hann sagði það koma til leikmenn að Atli Barkarson og Bjarki Steinn Bjarkason, sem færðir voru upp í A-landsliðið, færu aftur til liðs við U-21 árs liðið. „Við þurfum að stokka það plan upp á nýtt. Ef ég hugsa með Atla Barkar þá helst ekki. Davíð Kristján (Ólafsson) er búinn að spila mikið í þessum tveimur leikjum, hans fyrstu alvöru leikir sem A-landsliðsmaður. Hörður Björgvin kemur ekki með þannig að við þurfum að vera með vinstri bakvörð.“ „Þetta kemur til greina en ég ætla að ræða við Davíð Smára og Jóhannes Karl í kvöld og sjá hvað er best fyrir leikmennina. U-19, U-21 og A-landsliðin verða að vinna saman til að búa til leikmenn fyrir framtíðina.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Arnar Þór: Fleiri leikmenn en Albert sem komu ekki inná í dag Arnar Þór Viðarsson sagði að það hefði verið taktísk ákvörðun að setja Albert Guðmundsson ekki inn á í síðari hálfleiknum gegn Albaníu í kvöld. 6. júní 2022 21:57 Umfjöllun: Ísland 1-1 Albanía | Jón Dagur tryggði Íslandi stig í kaflaskiptum leik Ísland gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í öðrum leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Jón Dagur Þorsteinsson bjargaði stigi með marki snemma í síðari hálfleik. 6. júní 2022 20:35 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
Arnar Þór: Fleiri leikmenn en Albert sem komu ekki inná í dag Arnar Þór Viðarsson sagði að það hefði verið taktísk ákvörðun að setja Albert Guðmundsson ekki inn á í síðari hálfleiknum gegn Albaníu í kvöld. 6. júní 2022 21:57
Umfjöllun: Ísland 1-1 Albanía | Jón Dagur tryggði Íslandi stig í kaflaskiptum leik Ísland gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í öðrum leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Jón Dagur Þorsteinsson bjargaði stigi með marki snemma í síðari hálfleik. 6. júní 2022 20:35