Arnar Þór: Fleiri leikmenn en Albert sem komu ekki inná í dag Smári Jökull Jónsson skrifar 6. júní 2022 21:57 Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson sagði að það hefði verið taktísk ákvörðun að setja Albert Guðmundsson ekki inn á í síðari hálfleiknum gegn Albaníu í kvöld. Margir veltu fyrir sér af hverju Albert, sem leikur með Genoa í ítölsku Serie A deildinni, hefði ekkert komið við sögu í leiknum í kvöld. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í þetta á blaðamannafundi að leik loknum. „Þetta eru fimm skiptingar og þrjú tækifæri til skiptinga sem maður hefur. Maður þarf sem þjálfari að vera með ákveðna taktík fyrir leik og síðan í leiknum eftir því hvernig hann þróast,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundinum og bætti við að þreyta og meiðsli hefði haft áhrif á hvernig skiptingar Íslands urðu. „Til dæmis var það núna þannig eins og með Þóri (Jóhann Helgason), orkan var sú ekki sama hjá honum í dag, Jón Dagur spilaði mjög mikið í Ísrael og þetta voru tvær stöður sem við vildum nota eitt tækifæri til skiptingar í strax,“ sagði Arnar Þór en þá komu Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson inná. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego „Birkir (Bjarnason) meiðist og fer útaf. Arnór Sigurðsson hefur ekki spilað mikið undanfarið og hann er búinn að gefa rosalega mikið af sér í þessum tveimur leikjum. Þá er spurning, við vorum með Albert og við vorum með Mikael Neville sem getur spilað hægri kant og Mikael Egil (Ellertsson) sem getur spilað hægra megin.“ „Það var einfaldlega taktísk ákvörðun að setja Mikael Egil inn á hægri kantinn og bíða aðeins með síðustu og fimmtu skiptinguna. Það voru fleiri leikmenn en Albert sem komu ekki inn á í dag.“ „Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll“ Arnar Þór sagði Albert ekki sáttan með stöðuna. „Hann er hundfúll. Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll. Það er liðsheild sem hefur alltaf fleytt okkur áfram, íslenska landsliðinu. Ég sagði líka við strákana út í Ísrael að við höldum alltaf að allir af okkar bestu leikmönnum hafi alltaf verið í byrjunarliðinu. Til dæmis var Jóhann Berg ekkert alltaf í byrjunarliðinu þegar hann var ungur, ekki heldur Birkir Bjarnason.“ Hann bætti við að Albert hefði spilað nær alla leiki síðan hann tók við sem landsliðsþjálfari. „Fyrir alla þá sem koma ekki inn þá eiga þeir að vera fúlir og síðan ræðum við það og hvernig við leggjum næsta leik upp. Ef ég tek alla leikina frá því ég var landsliðsþjálfari þá held ég að hann hafi spilað örugglega 95% af leikjunum. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. 6. júní 2022 21:52 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
Margir veltu fyrir sér af hverju Albert, sem leikur með Genoa í ítölsku Serie A deildinni, hefði ekkert komið við sögu í leiknum í kvöld. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í þetta á blaðamannafundi að leik loknum. „Þetta eru fimm skiptingar og þrjú tækifæri til skiptinga sem maður hefur. Maður þarf sem þjálfari að vera með ákveðna taktík fyrir leik og síðan í leiknum eftir því hvernig hann þróast,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundinum og bætti við að þreyta og meiðsli hefði haft áhrif á hvernig skiptingar Íslands urðu. „Til dæmis var það núna þannig eins og með Þóri (Jóhann Helgason), orkan var sú ekki sama hjá honum í dag, Jón Dagur spilaði mjög mikið í Ísrael og þetta voru tvær stöður sem við vildum nota eitt tækifæri til skiptingar í strax,“ sagði Arnar Þór en þá komu Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson inná. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego „Birkir (Bjarnason) meiðist og fer útaf. Arnór Sigurðsson hefur ekki spilað mikið undanfarið og hann er búinn að gefa rosalega mikið af sér í þessum tveimur leikjum. Þá er spurning, við vorum með Albert og við vorum með Mikael Neville sem getur spilað hægri kant og Mikael Egil (Ellertsson) sem getur spilað hægra megin.“ „Það var einfaldlega taktísk ákvörðun að setja Mikael Egil inn á hægri kantinn og bíða aðeins með síðustu og fimmtu skiptinguna. Það voru fleiri leikmenn en Albert sem komu ekki inn á í dag.“ „Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll“ Arnar Þór sagði Albert ekki sáttan með stöðuna. „Hann er hundfúll. Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll. Það er liðsheild sem hefur alltaf fleytt okkur áfram, íslenska landsliðinu. Ég sagði líka við strákana út í Ísrael að við höldum alltaf að allir af okkar bestu leikmönnum hafi alltaf verið í byrjunarliðinu. Til dæmis var Jóhann Berg ekkert alltaf í byrjunarliðinu þegar hann var ungur, ekki heldur Birkir Bjarnason.“ Hann bætti við að Albert hefði spilað nær alla leiki síðan hann tók við sem landsliðsþjálfari. „Fyrir alla þá sem koma ekki inn þá eiga þeir að vera fúlir og síðan ræðum við það og hvernig við leggjum næsta leik upp. Ef ég tek alla leikina frá því ég var landsliðsþjálfari þá held ég að hann hafi spilað örugglega 95% af leikjunum.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. 6. júní 2022 21:52 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30
Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42
„Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. 6. júní 2022 21:52