Alfons segir úrslitin í Ísrael fín og vonast til að sjá sem flesta á Laugardalsvelli á mánudag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2022 23:31 Alfons fagnar öðru marka Íslands í Ísrael ásamt liðsfélögum sínum. Ahmad Mora/Getty Images Alfons Sampsted, hægri bakvörður íslenska landsliðsins, vonast eftir að fólk mæti á leikinn gegn Albaníu á mánudag og að íslenska liðið byggi ofan á fín úrslit í Ísrael. „Miðað við æfinguna áðan er mannskapurinn í flottum málum. Bjóst við að fleiri yrðu á hliðarlínunni eða á 50 prósent hraða en það var stemning í hópnum og ágætis kraftur í æfingunni, þetta lítur ágætlega út,“ sagði Alfons um stöðuna á liðinu eftir langt ferðalag. „Það sem við tökum með okkur er að við erum að slípa saman okkar leik, það sést í því að við náðum í úrslit. Ekki bestu úrslitin en ekki verstu úrslitin heldur. Við náðum í jafntefli, eitt stig á útivelli. Þetta er að koma,“ sagði hægri bakvörður Íslands aðspurður hvað liðið tæki með sér úr leiknum gegn Ísrael. „Hann flikkar honum framhjá mér og tekur hratt spin-off. Ég verð bara að taka þetta á mig, í fullkomnum heimi hefði ég tekið eitt skref til hliðar, stigið fyrir hann og lokað leiðinni upp kantinn fyrir hann. Það er einn þáttur sem ég hegði getað gert mun betur, eitthvað sem ég læri af og gerist vonandi ekki aftur.“ Vonast til að sjá sem flesta „Vonandi sjáum við lið sem er fullt af orku sem er enn betur skipulagt en á móti Ísrael og getur refsað. Vonandi kemur fólk á leikinn og horfir á okkur.“ „Höfum ekki farið djúpt ofan í þá, það gerum við í kvöld. Erfitt að segja nákvæmlega við hverju við búumst. Leikir við Albaníu áður fyrr hafa sýnt að þeir eru með lið sem spila hart. Eru með skýrt leikplan og fylgja því. Verður gaman að mæta þeim,“ sagði Alfons um lið Albaníu. „Það hefur klárlega áhrif. Ísrael var með fullt af fólki á leiknum - þeir skora og aðdáendurnir fagna - það gefur það þeim auka kraft. Þeir ná svo að setja pressu á okkur undir lokin þegar stuðningsfólkið tekur alvöru þátt í því. Þannig það væri gaman ef við gætum gert það í hina áttina, þar sem Íslendingarnir hjálpa okkur að setja pressu,“ sagði Alfons að endingu en Ísland mætir Albaníu á Laugardalsvelli á mándag. Klippa: Alfons nokkuð sáttur en hefði átt að gera betur Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
„Miðað við æfinguna áðan er mannskapurinn í flottum málum. Bjóst við að fleiri yrðu á hliðarlínunni eða á 50 prósent hraða en það var stemning í hópnum og ágætis kraftur í æfingunni, þetta lítur ágætlega út,“ sagði Alfons um stöðuna á liðinu eftir langt ferðalag. „Það sem við tökum með okkur er að við erum að slípa saman okkar leik, það sést í því að við náðum í úrslit. Ekki bestu úrslitin en ekki verstu úrslitin heldur. Við náðum í jafntefli, eitt stig á útivelli. Þetta er að koma,“ sagði hægri bakvörður Íslands aðspurður hvað liðið tæki með sér úr leiknum gegn Ísrael. „Hann flikkar honum framhjá mér og tekur hratt spin-off. Ég verð bara að taka þetta á mig, í fullkomnum heimi hefði ég tekið eitt skref til hliðar, stigið fyrir hann og lokað leiðinni upp kantinn fyrir hann. Það er einn þáttur sem ég hegði getað gert mun betur, eitthvað sem ég læri af og gerist vonandi ekki aftur.“ Vonast til að sjá sem flesta „Vonandi sjáum við lið sem er fullt af orku sem er enn betur skipulagt en á móti Ísrael og getur refsað. Vonandi kemur fólk á leikinn og horfir á okkur.“ „Höfum ekki farið djúpt ofan í þá, það gerum við í kvöld. Erfitt að segja nákvæmlega við hverju við búumst. Leikir við Albaníu áður fyrr hafa sýnt að þeir eru með lið sem spila hart. Eru með skýrt leikplan og fylgja því. Verður gaman að mæta þeim,“ sagði Alfons um lið Albaníu. „Það hefur klárlega áhrif. Ísrael var með fullt af fólki á leiknum - þeir skora og aðdáendurnir fagna - það gefur það þeim auka kraft. Þeir ná svo að setja pressu á okkur undir lokin þegar stuðningsfólkið tekur alvöru þátt í því. Þannig það væri gaman ef við gætum gert það í hina áttina, þar sem Íslendingarnir hjálpa okkur að setja pressu,“ sagði Alfons að endingu en Ísland mætir Albaníu á Laugardalsvelli á mándag. Klippa: Alfons nokkuð sáttur en hefði átt að gera betur
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira