„Held það sé eini staðurinn sem maður getur svarað gagnrýni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2022 21:31 Arnór Sigurðsson í leiknum gegn Ísrael. Hann skoraði fyrra mark Íslands. Ahmad Mora/Getty Images „Ég var alveg klár og undirbúinn í þetta. Þakklátur fyrir traustið sem ég fékk því það er ekki eins og ég hafi verið að koma úr mínu besta tímabili,“ sagði Arnór Sigurðsson aðspurður út í byrjunarliðssæti sitt í leik Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni. Arnór átti mjög erfitt uppdráttar í vetur en hann var á láni hjá Venezia í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Hann ræddi við Vísi eftir æfingu Íslands í dag. „Ég var alltaf klár og búinn að undirbúa mig fyrir þennan landsleikjaglugga í smá tíma þar sem ég sá hvernig staðan var úti á Ítalíu. Ég var meira en klár og til í þetta,“ bætti Arnór við en hann skoraði fyrra mark Íslands í leiknum. „Ég held það sé eini staðurinn sem maður getur svarað gagnrýni. Auðvitað skil ég að fólk pæli í því að ég er ekki búinn að vera spila mest en ég veit alveg hvað ég get og þeir vita það líka þjálfararnir. Eins og ég segi er best að svara gagnrýndi inn á vellinum.“ „Ég er bara nokkuð góður. Eins og þú segir langt ferðalag en við höfum nú fengið einn og hálfan dag til að jafna okkur eftir það,“ sagði Arnór en það er smáspotti frá Ísrael til Íslands. Ísland mætir Albaníu á mánudag. Hvernig er Arnór stemmdur fyrir þann leik? „Spennandi leikur. mikilvægt að tengja tvær góðar frammistöður, sérstaklega þar sem það var hellingur af jákvæðum hlutum á móti Ísrael. Við erum með flott lið, flotta leikmenn sem ættu að geta spilað flottan fótbolta á mánudaginn og sótt sigur.“ Klippa: Vill svara gagnrýni inn á vellinum og verður ekki áfram á Ítalíu „Við sýnum karakter, erum að halda boltanum, vinnsla og okkur leið vel inn á vellinum. Erum búnir að fara yfir leikinn og hellingur af flottum punktum. Auðvitað líka eitthvað sem þarf að laga og við skoðum það líka fyrir mánudaginn.“ „Ég verð ekki áfram á Ítalíu og á tvö ár eftir í Moskvu svo eins og er fer ég þangað. Verð bara að sjá og skoða hvað gerist, maður veit aldrei í þessu,“ sagði Arnór Sigurðsson að endingu við Vísi. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Arnór átti mjög erfitt uppdráttar í vetur en hann var á láni hjá Venezia í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Hann ræddi við Vísi eftir æfingu Íslands í dag. „Ég var alltaf klár og búinn að undirbúa mig fyrir þennan landsleikjaglugga í smá tíma þar sem ég sá hvernig staðan var úti á Ítalíu. Ég var meira en klár og til í þetta,“ bætti Arnór við en hann skoraði fyrra mark Íslands í leiknum. „Ég held það sé eini staðurinn sem maður getur svarað gagnrýni. Auðvitað skil ég að fólk pæli í því að ég er ekki búinn að vera spila mest en ég veit alveg hvað ég get og þeir vita það líka þjálfararnir. Eins og ég segi er best að svara gagnrýndi inn á vellinum.“ „Ég er bara nokkuð góður. Eins og þú segir langt ferðalag en við höfum nú fengið einn og hálfan dag til að jafna okkur eftir það,“ sagði Arnór en það er smáspotti frá Ísrael til Íslands. Ísland mætir Albaníu á mánudag. Hvernig er Arnór stemmdur fyrir þann leik? „Spennandi leikur. mikilvægt að tengja tvær góðar frammistöður, sérstaklega þar sem það var hellingur af jákvæðum hlutum á móti Ísrael. Við erum með flott lið, flotta leikmenn sem ættu að geta spilað flottan fótbolta á mánudaginn og sótt sigur.“ Klippa: Vill svara gagnrýni inn á vellinum og verður ekki áfram á Ítalíu „Við sýnum karakter, erum að halda boltanum, vinnsla og okkur leið vel inn á vellinum. Erum búnir að fara yfir leikinn og hellingur af flottum punktum. Auðvitað líka eitthvað sem þarf að laga og við skoðum það líka fyrir mánudaginn.“ „Ég verð ekki áfram á Ítalíu og á tvö ár eftir í Moskvu svo eins og er fer ég þangað. Verð bara að sjá og skoða hvað gerist, maður veit aldrei í þessu,“ sagði Arnór Sigurðsson að endingu við Vísi.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira