Skiptir máli að vera með leikmann sem brennur fyrir klúbbinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2022 22:31 Þór/KA situr í 7. sæti Bestu deildar kvenna með 9 stig eftir 7 umferðir. Vísir/Diego Farið var yfir fjörugan leik Þór/KA og Keflavíkur í Bestu Mörkunum. Liði Þórs/KA var hrósað í hástert en þó bent á að þær þyrftu að ná meiri stöðugleika í leik sinn til að klífa töfluna. „Keflavíkur liðið er seigt og erfitt að brjóta það á bak aftur. Varnarleikurinn í fyrstu tveimur mörkunum fannst mér mjög ólíkur Keflavíkurliðinu. Sjáum þær hörfa þarna,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um varnarleik liðsins er þær mættu á Akureyri. „Þær eru samt þrjár til baka á tveimur sóknarmönnum,“ bendir Helena Ólafsdóttir á en varnarlína Keflavíkur setti enga pressu á leikmenn Þórs/KA. Í spilaranum hér að neðan má sjá hvernig Tiffany McCarty finnur Huldu Björgu Hannesdóttur út á hægri vængnum og stangar svo fyrirgjöf vængmannsins í netið af stuttu færi. „Að Tiffany fari á milli tveggja miðvarða, það er bara eins og liðið hafi verið svæft,“ sagði Helena áður en Harpa Þorsteinsdóttir benti á að í raun væri Tiffany ein gegn fjórum varnarmönnum Keflavíkur. „Sjáum svo 2-0 þegar Hulda Ósk kemur hér, það er eins og henni langi að skora. Hulda Ósk gríðarlega ógnandi og erfitt að reikna út hvað hún gerir. Samantha ver en þarna eru líka allar sofandi,“ segir Helena um síðara mark Þórs/KA. „Sandra María [Jessen] er ansi seig og veit hvar er hægt að skora mörk. Hún er bara mætt og klárar þetta vel,“ sagði markadrottningin Margrét Lára um Söndru Maríu sem er komin með 5 mörk í sumar. „Hún er að koma rosalega vel inn í þetta mót, hún er með Þórs/KA hjarta og það skiptir máli að vera með leikmann sem brennur fyrir klúbbinn. Mér finnst Sandra María líka búin að virkja Tiffany, hún er orðin gríðarlega öflug. Þær ná saman og það er traust á milli þeirra. Svo er Margrét Árnadóttir líka að koma inn í þetta sterkt,“ sagði Margrét um Söndru Maríu og samherja hennar. „Þurfa smá stöðugleika, tengja saman sigurleiki og þá verða þær fljótar að klífa upp töfluna,“ bætti hún við að endingu. Spjall Bestu Markanna um leik Þórs/KA og Keflavíkur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu Mörkin: Umræða um Þór/KA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Bestu mörkin Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
„Keflavíkur liðið er seigt og erfitt að brjóta það á bak aftur. Varnarleikurinn í fyrstu tveimur mörkunum fannst mér mjög ólíkur Keflavíkurliðinu. Sjáum þær hörfa þarna,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um varnarleik liðsins er þær mættu á Akureyri. „Þær eru samt þrjár til baka á tveimur sóknarmönnum,“ bendir Helena Ólafsdóttir á en varnarlína Keflavíkur setti enga pressu á leikmenn Þórs/KA. Í spilaranum hér að neðan má sjá hvernig Tiffany McCarty finnur Huldu Björgu Hannesdóttur út á hægri vængnum og stangar svo fyrirgjöf vængmannsins í netið af stuttu færi. „Að Tiffany fari á milli tveggja miðvarða, það er bara eins og liðið hafi verið svæft,“ sagði Helena áður en Harpa Þorsteinsdóttir benti á að í raun væri Tiffany ein gegn fjórum varnarmönnum Keflavíkur. „Sjáum svo 2-0 þegar Hulda Ósk kemur hér, það er eins og henni langi að skora. Hulda Ósk gríðarlega ógnandi og erfitt að reikna út hvað hún gerir. Samantha ver en þarna eru líka allar sofandi,“ segir Helena um síðara mark Þórs/KA. „Sandra María [Jessen] er ansi seig og veit hvar er hægt að skora mörk. Hún er bara mætt og klárar þetta vel,“ sagði markadrottningin Margrét Lára um Söndru Maríu sem er komin með 5 mörk í sumar. „Hún er að koma rosalega vel inn í þetta mót, hún er með Þórs/KA hjarta og það skiptir máli að vera með leikmann sem brennur fyrir klúbbinn. Mér finnst Sandra María líka búin að virkja Tiffany, hún er orðin gríðarlega öflug. Þær ná saman og það er traust á milli þeirra. Svo er Margrét Árnadóttir líka að koma inn í þetta sterkt,“ sagði Margrét um Söndru Maríu og samherja hennar. „Þurfa smá stöðugleika, tengja saman sigurleiki og þá verða þær fljótar að klífa upp töfluna,“ bætti hún við að endingu. Spjall Bestu Markanna um leik Þórs/KA og Keflavíkur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu Mörkin: Umræða um Þór/KA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Bestu mörkin Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira