„Kannski verður maður með næst“ Atli Arason skrifar 3. júní 2022 20:30 Ísak Snær skoraði tvö mörk í dag Tjörvi Týr Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, lætur umræðuna um A-landsliðsvalið ekki trufla sig. Einhverjir hafa kallað eftir því að fá Ísak beint inn í A-landsliðið eftir flotta frammistöðu með Breiðablik í sumar. U-21 landslið karla í fótbolta mætti Liechtenstein í kvöld og vann stórsigur, 9-0 þar sem að þeir síðarnefndu sáu aldrei til sólar. Ísak Snær, Brynjólfur Willumsson, Kristian Nökkvi og Atli Barkarson gerðu tvö mörk hver og Kristall máni skoraði eitt. Tveir leikmenn þreyttu frumraun sína í byrjunarliði U-21 landsliðsins í kvöld en það voru þeir Ísak Snær og Óli Valur. Báðir spiluðu þeir frábærlega í liði Íslands í kvöld. Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið á eldi í Bestu-deildinni í sumar og skorað 9 mörk í deild, tvö í bikar og tvö mörk í frumraun sinni með U-21 í kvöld. „Við gerðum það sem við lögðum upp með, að spila á milli línanna og finna menn á bak við. Vinna hratt til baka þegar að við töpuðum honum og það gekk vel í öllum leiknum þannig séð, aðeins erfiðara í seinni hálfleik að brjóta vörnina hjá þeim en það komu færi,“ sagði Ísak Snær í viðtali við Vísi eftir leik. Ísak byrjaði í kvöld í fyrsta sinn fyrir U-21 landsliðið og skoraði tvö mörk, Ísak kveðst sáttur við frammistöðu sína. „Það er sætt [að spila fyrsta leikinn] og ég er mjög ánægður með minn leik í heildina, og liðsins. Ég er sáttur“ Ísak hefur verið að finna netið reglulega á þessu tímabili en markaskorun er ekki eitthvað sem hann horfir sérstaklega í. „Ég fer í hvern einasta leik til þess að vinna hann. Ég reyni að hjálpa liðinu eins og ég get, mörkin eru bara bónus,“ svaraði Ísak aðspurður af því hvernig hann nálgast hvern leik. Umræða hefur skapast hvort að Ísak eigi ekki verðskuldað sæti í A landsliðinu eftir frábæra frammistöðu á tímabilinu. Ísak lætur ekki trufla sig af þeirri umræðu. „Ég er bara sáttur að fá að vera hérna og auðvitað vill maður vera í landsliðinu. Arnar valdi þennan hóp og kannski verður maður með næst, það kemur bara í ljós. Ég er í þessu verkefni núna og ég ætla að klára það með stæl“ sagði Ísak. Landslið karla í fótbolta Breiðablik Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Sektins hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Sjá meira
U-21 landslið karla í fótbolta mætti Liechtenstein í kvöld og vann stórsigur, 9-0 þar sem að þeir síðarnefndu sáu aldrei til sólar. Ísak Snær, Brynjólfur Willumsson, Kristian Nökkvi og Atli Barkarson gerðu tvö mörk hver og Kristall máni skoraði eitt. Tveir leikmenn þreyttu frumraun sína í byrjunarliði U-21 landsliðsins í kvöld en það voru þeir Ísak Snær og Óli Valur. Báðir spiluðu þeir frábærlega í liði Íslands í kvöld. Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið á eldi í Bestu-deildinni í sumar og skorað 9 mörk í deild, tvö í bikar og tvö mörk í frumraun sinni með U-21 í kvöld. „Við gerðum það sem við lögðum upp með, að spila á milli línanna og finna menn á bak við. Vinna hratt til baka þegar að við töpuðum honum og það gekk vel í öllum leiknum þannig séð, aðeins erfiðara í seinni hálfleik að brjóta vörnina hjá þeim en það komu færi,“ sagði Ísak Snær í viðtali við Vísi eftir leik. Ísak byrjaði í kvöld í fyrsta sinn fyrir U-21 landsliðið og skoraði tvö mörk, Ísak kveðst sáttur við frammistöðu sína. „Það er sætt [að spila fyrsta leikinn] og ég er mjög ánægður með minn leik í heildina, og liðsins. Ég er sáttur“ Ísak hefur verið að finna netið reglulega á þessu tímabili en markaskorun er ekki eitthvað sem hann horfir sérstaklega í. „Ég fer í hvern einasta leik til þess að vinna hann. Ég reyni að hjálpa liðinu eins og ég get, mörkin eru bara bónus,“ svaraði Ísak aðspurður af því hvernig hann nálgast hvern leik. Umræða hefur skapast hvort að Ísak eigi ekki verðskuldað sæti í A landsliðinu eftir frábæra frammistöðu á tímabilinu. Ísak lætur ekki trufla sig af þeirri umræðu. „Ég er bara sáttur að fá að vera hérna og auðvitað vill maður vera í landsliðinu. Arnar valdi þennan hóp og kannski verður maður með næst, það kemur bara í ljós. Ég er í þessu verkefni núna og ég ætla að klára það með stæl“ sagði Ísak.
Landslið karla í fótbolta Breiðablik Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Sektins hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Sjá meira