Enginn ófriður á stjórnarheimilinu þótt ráðherrar takist á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2022 20:16 Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra þvertekur fyrir að ófriður sé á stjórnarheimilinu þrátt fyrir ágreining tveggja ráðherra sinna. Formaður Framsóknarflokksins stendur með sínum ráðherra en vill ekki að rifist sé í gegn um fjölmiðla. Í minnisblaði fjármálaráðuneytisins um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar kom fram að frumvarpið væri ófjármagnað. Lilja hefur svarað minnisblaðinu fullum hálsi og segir umsögnina bæði vanreifaða og byggða á misskilningi. „Þessi umsögn er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni,“ sagði Lilja í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum. Fjármálaráðherra segir fráleitt að halda því fram að umsögn ráðuneytisins um frumvarp Lilju tengist gagnrýni hennar á söluna á Íslandsbanka í vor, líkt og velt hefur verið upp í fjölmiðlum. „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til þess að koma illu til leiðar, og er algerlega út í hött.“ Ólíkir flokkar en ekki ófriður Forsætisráðherra segir engan ófrið á stjórnarheimilinu. Það sé eðlilegt að ráðherrar takist á um málefni, sér í lagi þegar stjórnarflokkarnir þrír séu ólíkir og með ólíkar stefnur. Spurð hvort flokkarnir séu of ólíkir sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það auðvitað reynir alveg á þegar flokkar eru með ólíka stefnu, en hins vegar er það alltaf líka flókið að vera í ríkisstjórn því það er okkar hlutverk að finna sameiginlega lendingu og lausnir og okkur hefur gengið ágætlega að gera það hingað til og ég reikna með að svo verði áfram.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að ráðherrar takist á um mismunandi sjónarmið. Ríkisstjórnin sé samsett úr þremur ólíkum flokkum með ólíkar stefnur.Vísir/Vilhelm Vill ekki að málin séu rædd í gegnum fjölmiðla Formaður Framsóknarflokksins tekur undir sjónarmið Lilju flokkssystur sinnar í málinu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sé umsagnir fjármálaráðuneytisins um svokallaðar endurgreiðslur, hvort sem er til kvikmynda eða annað, þar sem þeir taka ekki tillit til teknanna. Þannig að þetta kom mér ekki á óvart,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Þó væri heppilegra að ráðherrar ræddu málin sín á milli. „Ég held að einhver hafi sagt í þessu ferli að það sé best að tala saman og vera ekki að gera það í fjölmiðlum, og ég ætla að halda mig við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3. júní 2022 13:20 Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. 2. júní 2022 11:14 Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. 2. júní 2022 08:53 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Í minnisblaði fjármálaráðuneytisins um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar kom fram að frumvarpið væri ófjármagnað. Lilja hefur svarað minnisblaðinu fullum hálsi og segir umsögnina bæði vanreifaða og byggða á misskilningi. „Þessi umsögn er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni,“ sagði Lilja í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum. Fjármálaráðherra segir fráleitt að halda því fram að umsögn ráðuneytisins um frumvarp Lilju tengist gagnrýni hennar á söluna á Íslandsbanka í vor, líkt og velt hefur verið upp í fjölmiðlum. „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til þess að koma illu til leiðar, og er algerlega út í hött.“ Ólíkir flokkar en ekki ófriður Forsætisráðherra segir engan ófrið á stjórnarheimilinu. Það sé eðlilegt að ráðherrar takist á um málefni, sér í lagi þegar stjórnarflokkarnir þrír séu ólíkir og með ólíkar stefnur. Spurð hvort flokkarnir séu of ólíkir sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það auðvitað reynir alveg á þegar flokkar eru með ólíka stefnu, en hins vegar er það alltaf líka flókið að vera í ríkisstjórn því það er okkar hlutverk að finna sameiginlega lendingu og lausnir og okkur hefur gengið ágætlega að gera það hingað til og ég reikna með að svo verði áfram.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að ráðherrar takist á um mismunandi sjónarmið. Ríkisstjórnin sé samsett úr þremur ólíkum flokkum með ólíkar stefnur.Vísir/Vilhelm Vill ekki að málin séu rædd í gegnum fjölmiðla Formaður Framsóknarflokksins tekur undir sjónarmið Lilju flokkssystur sinnar í málinu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sé umsagnir fjármálaráðuneytisins um svokallaðar endurgreiðslur, hvort sem er til kvikmynda eða annað, þar sem þeir taka ekki tillit til teknanna. Þannig að þetta kom mér ekki á óvart,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Þó væri heppilegra að ráðherrar ræddu málin sín á milli. „Ég held að einhver hafi sagt í þessu ferli að það sé best að tala saman og vera ekki að gera það í fjölmiðlum, og ég ætla að halda mig við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3. júní 2022 13:20 Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. 2. júní 2022 11:14 Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. 2. júní 2022 08:53 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3. júní 2022 13:20
Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. 2. júní 2022 11:14
Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. 2. júní 2022 08:53