Hrafn gæðir sér á þresti fyrir framan Seðlabankann Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2022 13:59 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri náði mögnuðu myndskeiði þar sem sjá má hrafn nokkurn háma í sig þröst. Krás á kaldri steypu. vísir/vilhelm/Ásgeir Jónsson Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri náði einstöku myndskeiði þar sem hrafn nokkur er að háma í sig þröst fyrir utan Seðlabankann. „Og mér sýnist krummi bara býsna glaður með krás á kaldri steypu. Heillamerki hefði þetta einhvern tíma verið talið. Guð launar fyrir hrafninn stendur einhvers staðar,“ segir Ásgeir. Þó ýmsir sjái nú vá standa fyrir dyrum vegna hækkandi verðbólgu, meiri en mælst hefur síðan 2010 og þá að hrafninn sé slíkur váboði telur seðlabankastjóri, sem er vel að sér um sögu, þjóðtrú og heiðinn sið, það af og frá. Hann segir þetta þvert á móti heillamerki. „Ég er ekki farinn að fórna Óðni til þess að ná árangri gegn verðbólgu,“ segir Ásgeir kankvís í samtali við Vísi. En hvað veit maður? „Hrafninn hefur mjög ríka skírskotun í íslenska þjóðtrú – það að fæða hrafna er heillamerki,“ segir Ásgeir sem les í þetta jákvæð teikn. Hann segir þetta beint úr heiðninni og því hafi Ásgeir fengið að kynnast þegar hann ólst upp fyrir vestan. „Ég hef annars aldrei verið svona nálægt hrafni áður sem er í æti,“ segir Ásgeir sem gómaði hrafninn á mynd í morgun um klukkan 10:30. Þrösturinn þessi syngur þá ei meir borgarbúum til ánægju og yndisauka. En Ásgeir bendir á að hrafninn sé fyrst og fremst hrææta og því allar líkur á því að þrösturinn hafi verið dauður áður en krummi náði að læsa sínum klóm í hann. Ásgeir birti myndskeiðið á Facebook-síðu sinni og þar eru ýmsir að velta þýðingu þessa fyrir sér. Einn segir kaldhæðnislegt að ránfuglinn komist í veislu hjá Seðlabankanum og annar spyr hvort þetta sé nokkuð Þröstur Ólafsson hagfræðingur? En Þröstur sat níu ár í bankaráði Seðlabankans og var formaður þess 1994-99. Dýr Fuglar Seðlabankinn Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
„Og mér sýnist krummi bara býsna glaður með krás á kaldri steypu. Heillamerki hefði þetta einhvern tíma verið talið. Guð launar fyrir hrafninn stendur einhvers staðar,“ segir Ásgeir. Þó ýmsir sjái nú vá standa fyrir dyrum vegna hækkandi verðbólgu, meiri en mælst hefur síðan 2010 og þá að hrafninn sé slíkur váboði telur seðlabankastjóri, sem er vel að sér um sögu, þjóðtrú og heiðinn sið, það af og frá. Hann segir þetta þvert á móti heillamerki. „Ég er ekki farinn að fórna Óðni til þess að ná árangri gegn verðbólgu,“ segir Ásgeir kankvís í samtali við Vísi. En hvað veit maður? „Hrafninn hefur mjög ríka skírskotun í íslenska þjóðtrú – það að fæða hrafna er heillamerki,“ segir Ásgeir sem les í þetta jákvæð teikn. Hann segir þetta beint úr heiðninni og því hafi Ásgeir fengið að kynnast þegar hann ólst upp fyrir vestan. „Ég hef annars aldrei verið svona nálægt hrafni áður sem er í æti,“ segir Ásgeir sem gómaði hrafninn á mynd í morgun um klukkan 10:30. Þrösturinn þessi syngur þá ei meir borgarbúum til ánægju og yndisauka. En Ásgeir bendir á að hrafninn sé fyrst og fremst hrææta og því allar líkur á því að þrösturinn hafi verið dauður áður en krummi náði að læsa sínum klóm í hann. Ásgeir birti myndskeiðið á Facebook-síðu sinni og þar eru ýmsir að velta þýðingu þessa fyrir sér. Einn segir kaldhæðnislegt að ránfuglinn komist í veislu hjá Seðlabankanum og annar spyr hvort þetta sé nokkuð Þröstur Ólafsson hagfræðingur? En Þröstur sat níu ár í bankaráði Seðlabankans og var formaður þess 1994-99.
Dýr Fuglar Seðlabankinn Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira