Hrafn gæðir sér á þresti fyrir framan Seðlabankann Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2022 13:59 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri náði mögnuðu myndskeiði þar sem sjá má hrafn nokkurn háma í sig þröst. Krás á kaldri steypu. vísir/vilhelm/Ásgeir Jónsson Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri náði einstöku myndskeiði þar sem hrafn nokkur er að háma í sig þröst fyrir utan Seðlabankann. „Og mér sýnist krummi bara býsna glaður með krás á kaldri steypu. Heillamerki hefði þetta einhvern tíma verið talið. Guð launar fyrir hrafninn stendur einhvers staðar,“ segir Ásgeir. Þó ýmsir sjái nú vá standa fyrir dyrum vegna hækkandi verðbólgu, meiri en mælst hefur síðan 2010 og þá að hrafninn sé slíkur váboði telur seðlabankastjóri, sem er vel að sér um sögu, þjóðtrú og heiðinn sið, það af og frá. Hann segir þetta þvert á móti heillamerki. „Ég er ekki farinn að fórna Óðni til þess að ná árangri gegn verðbólgu,“ segir Ásgeir kankvís í samtali við Vísi. En hvað veit maður? „Hrafninn hefur mjög ríka skírskotun í íslenska þjóðtrú – það að fæða hrafna er heillamerki,“ segir Ásgeir sem les í þetta jákvæð teikn. Hann segir þetta beint úr heiðninni og því hafi Ásgeir fengið að kynnast þegar hann ólst upp fyrir vestan. „Ég hef annars aldrei verið svona nálægt hrafni áður sem er í æti,“ segir Ásgeir sem gómaði hrafninn á mynd í morgun um klukkan 10:30. Þrösturinn þessi syngur þá ei meir borgarbúum til ánægju og yndisauka. En Ásgeir bendir á að hrafninn sé fyrst og fremst hrææta og því allar líkur á því að þrösturinn hafi verið dauður áður en krummi náði að læsa sínum klóm í hann. Ásgeir birti myndskeiðið á Facebook-síðu sinni og þar eru ýmsir að velta þýðingu þessa fyrir sér. Einn segir kaldhæðnislegt að ránfuglinn komist í veislu hjá Seðlabankanum og annar spyr hvort þetta sé nokkuð Þröstur Ólafsson hagfræðingur? En Þröstur sat níu ár í bankaráði Seðlabankans og var formaður þess 1994-99. Dýr Fuglar Seðlabankinn Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
„Og mér sýnist krummi bara býsna glaður með krás á kaldri steypu. Heillamerki hefði þetta einhvern tíma verið talið. Guð launar fyrir hrafninn stendur einhvers staðar,“ segir Ásgeir. Þó ýmsir sjái nú vá standa fyrir dyrum vegna hækkandi verðbólgu, meiri en mælst hefur síðan 2010 og þá að hrafninn sé slíkur váboði telur seðlabankastjóri, sem er vel að sér um sögu, þjóðtrú og heiðinn sið, það af og frá. Hann segir þetta þvert á móti heillamerki. „Ég er ekki farinn að fórna Óðni til þess að ná árangri gegn verðbólgu,“ segir Ásgeir kankvís í samtali við Vísi. En hvað veit maður? „Hrafninn hefur mjög ríka skírskotun í íslenska þjóðtrú – það að fæða hrafna er heillamerki,“ segir Ásgeir sem les í þetta jákvæð teikn. Hann segir þetta beint úr heiðninni og því hafi Ásgeir fengið að kynnast þegar hann ólst upp fyrir vestan. „Ég hef annars aldrei verið svona nálægt hrafni áður sem er í æti,“ segir Ásgeir sem gómaði hrafninn á mynd í morgun um klukkan 10:30. Þrösturinn þessi syngur þá ei meir borgarbúum til ánægju og yndisauka. En Ásgeir bendir á að hrafninn sé fyrst og fremst hrææta og því allar líkur á því að þrösturinn hafi verið dauður áður en krummi náði að læsa sínum klóm í hann. Ásgeir birti myndskeiðið á Facebook-síðu sinni og þar eru ýmsir að velta þýðingu þessa fyrir sér. Einn segir kaldhæðnislegt að ránfuglinn komist í veislu hjá Seðlabankanum og annar spyr hvort þetta sé nokkuð Þröstur Ólafsson hagfræðingur? En Þröstur sat níu ár í bankaráði Seðlabankans og var formaður þess 1994-99.
Dýr Fuglar Seðlabankinn Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira