Ómar og Gísli þýskir meistarar með Magdeburg Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júní 2022 18:48 Ómar Ingi Magnússon í leik kvöldsins. Ronny Hartmann/picture alliance via Getty Images Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson urðu í kvöld þýskir meistarar í handbolta með Magdeburg er liðið vann fimm marka sigur gegn HBW Balingen-Weilstetten, 31-26. Þrátt fyrir að enn séu tvær umferðir eftir af deildinni er Magdeburg nú þegar búið að tryggja sér titilinn. Fyrir leik kvöldsins þurfti liðið aðeins eitt stig úr seinustu þremur leikjum sínum til að verða meistari. Magdeburg tók á móti Íslendingaliði HBW Balingen-Weilstetten sem situr í næst neðsta sæti deildarinnar og því bjuggust flestir við nokkuð öruggum sigir Magdeburg. Gestirnir í Balingen gáfu heimamönnum þó hörkuleik og þegar flautað var til hálfleiks var staðan jöfn, 15-15. Heimamenn í Magdeburg áttu í nokkrum erfiðleikum með að hrista fallbaráttuliðið af sér og þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka var staðan enn jöfn, 24-24. Magdeburg náði þá góðu áhlaupi á lokamínútunum og vann að lokum fimm marka sigur, 31-26, og titillinn því í höfn. Ómar Ingi Magnússon var markahæsti leikmaður Magdeburg og skoraði sjö mörk í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti einnig góðan leik og skoraði fjögur mörk. Daníel Þór Ingason og Oddur Grétarsson komust ekki á blað fyrir Balingen. WIR SIND DEUTSCHER MEISTER!!!DANKE 💚❤️ pic.twitter.com/WYp1zmg7sL— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) June 2, 2022 Þá voru fleiri Íslendingar í eldlínunni á sama tíma, en Janus Daði Smárason skoraði sex mörk er Göppingen vann tveggja marka sigur gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen, 30-28. Að lokum þurftu Viggó Kristjánsson, Andri Már Rúnarsson og félagar þeirra í Stuttgart að sætta sig við tveggja marka tap gegn Tus N-Lubbecke, 29-31. Þýski handboltinn Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Þrátt fyrir að enn séu tvær umferðir eftir af deildinni er Magdeburg nú þegar búið að tryggja sér titilinn. Fyrir leik kvöldsins þurfti liðið aðeins eitt stig úr seinustu þremur leikjum sínum til að verða meistari. Magdeburg tók á móti Íslendingaliði HBW Balingen-Weilstetten sem situr í næst neðsta sæti deildarinnar og því bjuggust flestir við nokkuð öruggum sigir Magdeburg. Gestirnir í Balingen gáfu heimamönnum þó hörkuleik og þegar flautað var til hálfleiks var staðan jöfn, 15-15. Heimamenn í Magdeburg áttu í nokkrum erfiðleikum með að hrista fallbaráttuliðið af sér og þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka var staðan enn jöfn, 24-24. Magdeburg náði þá góðu áhlaupi á lokamínútunum og vann að lokum fimm marka sigur, 31-26, og titillinn því í höfn. Ómar Ingi Magnússon var markahæsti leikmaður Magdeburg og skoraði sjö mörk í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti einnig góðan leik og skoraði fjögur mörk. Daníel Þór Ingason og Oddur Grétarsson komust ekki á blað fyrir Balingen. WIR SIND DEUTSCHER MEISTER!!!DANKE 💚❤️ pic.twitter.com/WYp1zmg7sL— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) June 2, 2022 Þá voru fleiri Íslendingar í eldlínunni á sama tíma, en Janus Daði Smárason skoraði sex mörk er Göppingen vann tveggja marka sigur gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen, 30-28. Að lokum þurftu Viggó Kristjánsson, Andri Már Rúnarsson og félagar þeirra í Stuttgart að sætta sig við tveggja marka tap gegn Tus N-Lubbecke, 29-31.
Þýski handboltinn Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira