„Hefðum klárlega reynt að skella okkur í pottinn að rifja upp gamla tíma“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júní 2022 19:31 Sævar Atli Magnússon, leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands. Stöð 2 Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta leikur seinustu þrjá leiki sína í undankeppni EM á næstu níu dögum. Sævar Atli Magnússon, leikmaður liðsins, ræddi um komandi verkefni, ásamt því að fara stuttlega yfir tímabilið með Lyngby þar sem liðið tryggði sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni. „Sigur. Það er langt síðan við spiluðum á heimavelli og það er alltaf gaman að spila á heimavelli þannig við ætlum bara að fara í hvern einasta leik til að vinna hann og sýna að við erum eitt besta liðið í riðlinum með Portúgal,“ sagði Sævar í samtali við Ingva Þór Sæmundsson á Stöð 2 í dag. Íslenska liðið situr í fjórða sæti riðislins með níu stig eftir sjö leiki. Sævar segir að þrátt fyrir að hann sé sáttur með spilamennsku liðsins þá hafi vantað upp á stigasöfnun. „Ég er sáttur með spilamennskuna, en ekki sáttur með úrslitin. Við erum búnir að vera klaufar og óheppnir í bland. Sérstaklega þessir Grikkjaleikir og svo áttum við sennilega að vinna Portúgal hérna heima,“ sagði Sævar. „En virkilega vel gert að ná í stig á móti Portúgal úti. Þetta er eitt besta lið í Evrópu. Spilamennskan er búin að vera mjög stígandi því við fengum eiginlega engan undirbúning saman. Þannig að ég er búinn að finna mikinn stíganda og ég er virkilega spenntur fyrir þessum þremur leikjum.“ Sævar er leikmaður Lyngby í Danmörku, en undir stjórn Freys Alexanderssonar tryggði liðið sér sæti í dönsku úrvalsdieldinni á nýafstaðinni leiktíð. Sævar segist koma gullur sjálfstrausts inn í þetta verkefni eftir tímabilið með Lyngby. „Jú klárlega. Það var virkilega skemmtilegt. Við fögnuðum vel og innilega í seinustu viku, enda áttum við það skilið held ég.“ „Þetta var langt og erfitt tímabil með Lyngby, en ég kem fullur sjálfstrausts og í góðu formi.“ Hann segir enn fremur að tími hans í atvinnumennsku fari vel af stað. „Klárlega. Þetta var erfitt fyrst. Ég var búinn að vera hjá Leikni allt mitt líf. Ég kem þarna út og er aðeins lengi að aðlagast, en eftir jól steig ég aðeins upp. Ég fékk meiri spiltíma og tók svona aðeins sénsinn.“ „En það skiptir ekki máli hvernig ég stóð mig því við komumst upp, það var markmiðið. Það er þvílík samheldni í liðinu og góð liðsheild. Við komumst upp og það er það sem skiptir máli.“ Ingvi og Sævar rifjuðu svo upp skemmtilegt atvik frá 2013 þegar Leiknir varð Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þá fögnuðu leikmenn Leiknis svo mikið að bikarinn gleymdist í sundlaug í Breiðholtinu um nóttina. „Ég ætla ekkert að ljúga því að það var mjög mikill fögnuður. Þeir kunna alveg að fagna Danirnir. Við komumst líka upp á mánudegi en það skipti engu máli sýndist mér.“ „En það er eiginlega engin sundlaug þarna í Danmörku annars hefðum við klárlega reynt að skella okkur í pottinn og rifja upp gamla tíma,“ sagði Sævar léttur að lokum. Klippa: Sævar Atli Magnússon Landslið karla í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
„Sigur. Það er langt síðan við spiluðum á heimavelli og það er alltaf gaman að spila á heimavelli þannig við ætlum bara að fara í hvern einasta leik til að vinna hann og sýna að við erum eitt besta liðið í riðlinum með Portúgal,“ sagði Sævar í samtali við Ingva Þór Sæmundsson á Stöð 2 í dag. Íslenska liðið situr í fjórða sæti riðislins með níu stig eftir sjö leiki. Sævar segir að þrátt fyrir að hann sé sáttur með spilamennsku liðsins þá hafi vantað upp á stigasöfnun. „Ég er sáttur með spilamennskuna, en ekki sáttur með úrslitin. Við erum búnir að vera klaufar og óheppnir í bland. Sérstaklega þessir Grikkjaleikir og svo áttum við sennilega að vinna Portúgal hérna heima,“ sagði Sævar. „En virkilega vel gert að ná í stig á móti Portúgal úti. Þetta er eitt besta lið í Evrópu. Spilamennskan er búin að vera mjög stígandi því við fengum eiginlega engan undirbúning saman. Þannig að ég er búinn að finna mikinn stíganda og ég er virkilega spenntur fyrir þessum þremur leikjum.“ Sævar er leikmaður Lyngby í Danmörku, en undir stjórn Freys Alexanderssonar tryggði liðið sér sæti í dönsku úrvalsdieldinni á nýafstaðinni leiktíð. Sævar segist koma gullur sjálfstrausts inn í þetta verkefni eftir tímabilið með Lyngby. „Jú klárlega. Það var virkilega skemmtilegt. Við fögnuðum vel og innilega í seinustu viku, enda áttum við það skilið held ég.“ „Þetta var langt og erfitt tímabil með Lyngby, en ég kem fullur sjálfstrausts og í góðu formi.“ Hann segir enn fremur að tími hans í atvinnumennsku fari vel af stað. „Klárlega. Þetta var erfitt fyrst. Ég var búinn að vera hjá Leikni allt mitt líf. Ég kem þarna út og er aðeins lengi að aðlagast, en eftir jól steig ég aðeins upp. Ég fékk meiri spiltíma og tók svona aðeins sénsinn.“ „En það skiptir ekki máli hvernig ég stóð mig því við komumst upp, það var markmiðið. Það er þvílík samheldni í liðinu og góð liðsheild. Við komumst upp og það er það sem skiptir máli.“ Ingvi og Sævar rifjuðu svo upp skemmtilegt atvik frá 2013 þegar Leiknir varð Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þá fögnuðu leikmenn Leiknis svo mikið að bikarinn gleymdist í sundlaug í Breiðholtinu um nóttina. „Ég ætla ekkert að ljúga því að það var mjög mikill fögnuður. Þeir kunna alveg að fagna Danirnir. Við komumst líka upp á mánudegi en það skipti engu máli sýndist mér.“ „En það er eiginlega engin sundlaug þarna í Danmörku annars hefðum við klárlega reynt að skella okkur í pottinn og rifja upp gamla tíma,“ sagði Sævar léttur að lokum. Klippa: Sævar Atli Magnússon
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira