Ekkert landris mælist lengur en óvissustig í gildi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júní 2022 14:42 GPS mælir á toppi fjallsins Þorbjarnar. Veðurstofan/Benedikt Ófeigsson Verulega hefur dregið úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni og ekkert landris mælst á GPS mælum síðustu þrjá til fjóra daga, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Eins hefur dregið verulega úr skjálftavirkni á svæðinu en óvissustig almannavarna er enn í gildi. Land reis um alls 5,0-5,5 sentímetra frá 28. apríl til 28. maí, með tilheyrandi skjálftavirkni, en síðan þá hefur lítið sem ekkert landris mælst á svæðinu. Síðustu daga mældust um 150 til 300 skjálfta á svæðinu en tæplega 800 skjálftar mældust á sólarhring þegar mest lét. Í ljósi þessa hefur fluglitakóða fyrir svæðið færður niður á grænan af gulum. Óvissustig almannavarna er þó ennþá í gildi, eins og fyrr segir. GPS gögn Veðurstofunnar sem sýna landrisið byrja í lok apríl en hætta síðan fyrir um fjórum dögum. Veðurstofa Íslands/GPS gögn Kvikuhreyfingar komi í lotum Veðurstofa segir kvikuhreyfingar líklegustu ástæðu aukinnar virkni og landriss á svæðinu undanfarnar vikur..Sé það tilfellið bendi nýjustu gögn til þess að dregið hafi verulega úr þessum kvikuhreyfingum vestur af Þorbirni. „Það er ljóst að ennþá er talsverð virkni á öllum Reykjanesskaganum og í raun ekki hægt að útiloka að virknin geti aukist aftur og komi í lotum eins og dæmin sanna, en hvar og hvenær er erfitt að segja til um nákvæmlega“, segir Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár á Veðurstofunni. Þróun skjálftavirkninnar í kringum Þorbjörn frá 1. maí.Skjálftavefsjá Veðurstofu Íslands Mikilvægast að afmarka umbrotasvæði Í tengslum við eldsumbrotin og virknina á Reykjanesskaga hafa vísindamenn unnið líkön út frá skjálftagögnum, GPS gögnum og gervihnattamyndum til að áætla staðsetningu og magn þeirrar kviku sem er á hreyfingu undir jarðskorpunni. Með þessum líkönum sé hægt að áætla hvort kvikan sé að hreyfast lárrétt eða lóðrétt og að einhverju marki afmarka möguleg umbrotasvæði ef til eldgoss kæmi. „Þegar kemur að vöktun á Reykjanesskaganum og viðbrögðum okkar við mögulegu eldgosi má segja að það sé mikilvægara að afmarka mögulegt umbrotasvæði, frekar en að segja til um hvort að eldgos hefjist í næstu viku eða eftir fjóra mánuði“ segir Michelle Parks, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sem unnið hefur að líkangerðinni. Mynd sem sýnir afmörkun á kvikuhreyfingum út frá líkangerð. Á myndinni eru merkt fjögur kvikuinnskot sem orðið hafa frá því janúar 2020 þangað til í dag. Rauða brotalínan sýnir niðurstöður líkans á kvikuinnskotinu sem varð í síðasta mánuði.Michelle Parks/Ragnar Heiðar Þrastarson Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum. 23. maí 2022 14:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Land reis um alls 5,0-5,5 sentímetra frá 28. apríl til 28. maí, með tilheyrandi skjálftavirkni, en síðan þá hefur lítið sem ekkert landris mælst á svæðinu. Síðustu daga mældust um 150 til 300 skjálfta á svæðinu en tæplega 800 skjálftar mældust á sólarhring þegar mest lét. Í ljósi þessa hefur fluglitakóða fyrir svæðið færður niður á grænan af gulum. Óvissustig almannavarna er þó ennþá í gildi, eins og fyrr segir. GPS gögn Veðurstofunnar sem sýna landrisið byrja í lok apríl en hætta síðan fyrir um fjórum dögum. Veðurstofa Íslands/GPS gögn Kvikuhreyfingar komi í lotum Veðurstofa segir kvikuhreyfingar líklegustu ástæðu aukinnar virkni og landriss á svæðinu undanfarnar vikur..Sé það tilfellið bendi nýjustu gögn til þess að dregið hafi verulega úr þessum kvikuhreyfingum vestur af Þorbirni. „Það er ljóst að ennþá er talsverð virkni á öllum Reykjanesskaganum og í raun ekki hægt að útiloka að virknin geti aukist aftur og komi í lotum eins og dæmin sanna, en hvar og hvenær er erfitt að segja til um nákvæmlega“, segir Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár á Veðurstofunni. Þróun skjálftavirkninnar í kringum Þorbjörn frá 1. maí.Skjálftavefsjá Veðurstofu Íslands Mikilvægast að afmarka umbrotasvæði Í tengslum við eldsumbrotin og virknina á Reykjanesskaga hafa vísindamenn unnið líkön út frá skjálftagögnum, GPS gögnum og gervihnattamyndum til að áætla staðsetningu og magn þeirrar kviku sem er á hreyfingu undir jarðskorpunni. Með þessum líkönum sé hægt að áætla hvort kvikan sé að hreyfast lárrétt eða lóðrétt og að einhverju marki afmarka möguleg umbrotasvæði ef til eldgoss kæmi. „Þegar kemur að vöktun á Reykjanesskaganum og viðbrögðum okkar við mögulegu eldgosi má segja að það sé mikilvægara að afmarka mögulegt umbrotasvæði, frekar en að segja til um hvort að eldgos hefjist í næstu viku eða eftir fjóra mánuði“ segir Michelle Parks, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sem unnið hefur að líkangerðinni. Mynd sem sýnir afmörkun á kvikuhreyfingum út frá líkangerð. Á myndinni eru merkt fjögur kvikuinnskot sem orðið hafa frá því janúar 2020 þangað til í dag. Rauða brotalínan sýnir niðurstöður líkans á kvikuinnskotinu sem varð í síðasta mánuði.Michelle Parks/Ragnar Heiðar Þrastarson
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum. 23. maí 2022 14:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum. 23. maí 2022 14:00