Messi skilur baulið og ætlar að gera betur Atli Arason skrifar 2. júní 2022 07:30 Lionel Messi, leikmaður Paris Saint-Germain. Getty Images Lionel Messi segist skilja baulið sem hann og aðrir leikmenn PSG urðu fyrir af stuðningsmönnum liðsins eftir að félagið datt úr Meistaradeild Evrópu fyrr á tímabilinu. Hann segist staðráðinn í að gera betur á næsta tímabili. „Þetta var alveg nýtt fyrir mér, þetta kom aldrei fyrir mig hjá Barcelona heldur þvert á móti. Þetta er samt skiljanlegt, þessi reiði stuðningsmanna, vegna þeirra leikmanna sem við erum með og af því að liðið datt út annað árið í röð. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem þetta skeði í París, að vera slegin út í Meistaradeildinni með þessum hætti. Reiði fólks var skiljanleg,“ sagði Lionel Messi, leikmaður PSG, í löngu einkaviðtali við TyC Sports. Messi hafði áhyggjur af fjölskyldunni sinni eftir að stuðningsmennirnir bauluðu á hann, hvaða áhrif þetta gæti haft á þau. „Um leið og þessu var lokið þá spurði ég hvað krakkar mínir sögðu, hvort þau höfðu séð þetta. Mér fannst ekki gaman að fjölskylda mín var þarna og heyrði stuðningsmennina baula á mig. Börnin mín voru þarna og upplifðu þetta. Þau sögðu ekki neitt við mig, þau skildu ekki neitt í þessu af því þau skildu ekki afhverju var verið að baula. Ég veit samt að þau fundu fyrir einhverju.“ Lionel Messi er handhafi Ballon d'Or styttunnar, sem besti leikmaður heims fær ár hvert. Messi varar alla andstæðinga sína við að hann og PSG verða betri á næsta tímabili. „Þegar ég hugsa um sjálfan mig frá þessu tímabili þá vil ég gera betur. Ég vill snúa gengi liðsins við, hætta að hafa þessa tilfinningu að hafa skipt um félag og hafa ekki gert vel. Ég veit að næsta ár verður öðruvísi og ég er tilbúinn fyrir það sem koma skal. Núna þekki ég klúbbinn, ég þekki borgina. Mér líður betur í búningsklefanum og með liðsfélögum mínum. Næsta tímabil verður öðruvísi,“ sagði Lionel Messi, leikmaður PSG. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
„Þetta var alveg nýtt fyrir mér, þetta kom aldrei fyrir mig hjá Barcelona heldur þvert á móti. Þetta er samt skiljanlegt, þessi reiði stuðningsmanna, vegna þeirra leikmanna sem við erum með og af því að liðið datt út annað árið í röð. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem þetta skeði í París, að vera slegin út í Meistaradeildinni með þessum hætti. Reiði fólks var skiljanleg,“ sagði Lionel Messi, leikmaður PSG, í löngu einkaviðtali við TyC Sports. Messi hafði áhyggjur af fjölskyldunni sinni eftir að stuðningsmennirnir bauluðu á hann, hvaða áhrif þetta gæti haft á þau. „Um leið og þessu var lokið þá spurði ég hvað krakkar mínir sögðu, hvort þau höfðu séð þetta. Mér fannst ekki gaman að fjölskylda mín var þarna og heyrði stuðningsmennina baula á mig. Börnin mín voru þarna og upplifðu þetta. Þau sögðu ekki neitt við mig, þau skildu ekki neitt í þessu af því þau skildu ekki afhverju var verið að baula. Ég veit samt að þau fundu fyrir einhverju.“ Lionel Messi er handhafi Ballon d'Or styttunnar, sem besti leikmaður heims fær ár hvert. Messi varar alla andstæðinga sína við að hann og PSG verða betri á næsta tímabili. „Þegar ég hugsa um sjálfan mig frá þessu tímabili þá vil ég gera betur. Ég vill snúa gengi liðsins við, hætta að hafa þessa tilfinningu að hafa skipt um félag og hafa ekki gert vel. Ég veit að næsta ár verður öðruvísi og ég er tilbúinn fyrir það sem koma skal. Núna þekki ég klúbbinn, ég þekki borgina. Mér líður betur í búningsklefanum og með liðsfélögum mínum. Næsta tímabil verður öðruvísi,“ sagði Lionel Messi, leikmaður PSG.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira