Tvö sambönd drógu KSÍ á asnaeyrunum og enn er beðið Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2022 22:30 Erlend knattspyrnusambönd virðast ekki vilja koma til Íslands og setja kostnaðinn fyrir sig, að sögn framkvæmdastjóra KSÍ. Ísland ætti þó að fá leik fyrir EM, á útivelli. vísir/hulda margrét Rétt rúmur mánuður er þar til að stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja keppni á EM í Englandi. Samt hefur enn ekki verið tilkynnt um einn einasta vináttulandsleik fyrir liðið til undirbúnings fyrir mótið. Á meðan að andstæðingar Íslands á EM hafa allir gefið út hvaða liðum þeir mæta í undirbúningnum fyrir EM er enn ekkert frágengið í þessum efnum hvað Ísland varðar. Vonir standa þó til að hægt verði að tilkynna um andstæðing í þessari viku en þó er ljóst að stelpurnar okkar munu ekki fá að kveðja Ísland með heimaleik fyrir EM. „Staðan er sú að við erum komin með munnlegt loforð um útileik og við vorum síðast í gær að ýta á eftir samningi um þann leik. Um leið og við fáum það í gegn munum við greina frá því hvar sá leikur verður,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Það hefur hins vegar sýnt sig að munnlegt loforð er ekki trygging fyrir því að Ísland fái leik: „Okkur finnst þetta ekki þægileg staða. Við vorum tvisvar sinnum komin með munnlegt loforð um leik sem að bæði duttu upp fyrir,“ segir Klara. „Biðum í tvær vikur en ekkert gerðist“ Um var að ræða eina Norðurlandaþjóð og svo topplið úr annarri heimsálfu en Evrópu sem virtist allt í einu telja of langt að ferðast til Íslands: „Þá vorum við eftir leikjalaus og leituðum þá til þeirra Evrópuþjóða sem enn komu til greina, og erum komin langleiðina með að tryggja okkur leik en það endar á að vera útileikur. Auðvitað hefðum við kosið að vera með heimaleik áður en liðið færi á EM en við vorum komin með bakið upp við vegg í þessu máli.“ Glódís Perla Viggósdóttir er ein af sjö leikmönnum íslenska landsliðsins sem mæta fyrr en aðrar til undirbúnings fyrir EM, þar sem leiktíðinni er lokið í Þýskalandi.Getty Aðspurð hvort þetta sé ekki vandræðaleg staða, að ekki sé enn komið á hreint hvaða liði Ísland mætir nú þegar skammt er í EM, ítrekar Klara að þetta sé vissulega ekki þægileg staða. „En eins og ég segi þá töldum við okkur í tveimur tilfellum vera komin með leiki en í báðum tilfellum var bakkað út áður en skriflegur samningur var í höfn. Í annað skiptið var ég búin að skrifa undir samning og sá samningur farinn út, og við biðum í tvær vikur en ekkert gerðist og við vorum í raun svikin um það. Auðvitað er þetta ekki ákjósanleg staða en við erum búin að tala við svo til allar þjóðir í Evrópu og margar þjóðir utan Evrópu en það heillaði greinilega ekki mikið að koma til Íslands og spila þar. Síðustu ár höfum við ekki fengið marga vináttuleiki heim. Liðum finnst langt að koma til okkar og þau setja verðið fyrir sig – finnst allt vera dýrt hjá okkur. Þetta er því staðan. Við notuðum umboðsmenn til að leita að leikjum fyrir okkur og töldum okkur tvisvar vera komin með mjög góða kosti á Laugardalsvöll en því miður gekk það ekki eftir.“ Æfa nærri höfuðstöðvum Puma í aðdraganda EM Íslenska landsliðið kemur saman til æfinga 20. júní á Íslandi en þó verða þeir leikmenn sem spila í vetrardeildum, það er að segja á Englandi, Ítalíu, í Þýskalandi og Frakklandi, komnir til móts við Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara fyrr. Ef hlutirnir ganga upp ferðast liðið svo til Evrópu og spilar vináttulandsleik 29. júní, og heldur í framhaldinu undirbúningi sínum áfram í nágrenni höfuðstöðva Puma sem eru í Herzogenaurach í Þýskalandi. Þaðan fer liðið svo til Englands skömmu fyrir fyrsta leik á EM sem verður gegn Belgíu í Manchester 10. júlí. Ísland er í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi. Í aðdraganda EM leika Belgar vináttuleiki við England, Norður-Írland, Austurríki og Lúxemborg. Frakkar leika gegn Kamerún og Víetnam, og Ítalir mæta Spánverjum. EM 2022 í Englandi Fótbolti KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Á meðan að andstæðingar Íslands á EM hafa allir gefið út hvaða liðum þeir mæta í undirbúningnum fyrir EM er enn ekkert frágengið í þessum efnum hvað Ísland varðar. Vonir standa þó til að hægt verði að tilkynna um andstæðing í þessari viku en þó er ljóst að stelpurnar okkar munu ekki fá að kveðja Ísland með heimaleik fyrir EM. „Staðan er sú að við erum komin með munnlegt loforð um útileik og við vorum síðast í gær að ýta á eftir samningi um þann leik. Um leið og við fáum það í gegn munum við greina frá því hvar sá leikur verður,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Það hefur hins vegar sýnt sig að munnlegt loforð er ekki trygging fyrir því að Ísland fái leik: „Okkur finnst þetta ekki þægileg staða. Við vorum tvisvar sinnum komin með munnlegt loforð um leik sem að bæði duttu upp fyrir,“ segir Klara. „Biðum í tvær vikur en ekkert gerðist“ Um var að ræða eina Norðurlandaþjóð og svo topplið úr annarri heimsálfu en Evrópu sem virtist allt í einu telja of langt að ferðast til Íslands: „Þá vorum við eftir leikjalaus og leituðum þá til þeirra Evrópuþjóða sem enn komu til greina, og erum komin langleiðina með að tryggja okkur leik en það endar á að vera útileikur. Auðvitað hefðum við kosið að vera með heimaleik áður en liðið færi á EM en við vorum komin með bakið upp við vegg í þessu máli.“ Glódís Perla Viggósdóttir er ein af sjö leikmönnum íslenska landsliðsins sem mæta fyrr en aðrar til undirbúnings fyrir EM, þar sem leiktíðinni er lokið í Þýskalandi.Getty Aðspurð hvort þetta sé ekki vandræðaleg staða, að ekki sé enn komið á hreint hvaða liði Ísland mætir nú þegar skammt er í EM, ítrekar Klara að þetta sé vissulega ekki þægileg staða. „En eins og ég segi þá töldum við okkur í tveimur tilfellum vera komin með leiki en í báðum tilfellum var bakkað út áður en skriflegur samningur var í höfn. Í annað skiptið var ég búin að skrifa undir samning og sá samningur farinn út, og við biðum í tvær vikur en ekkert gerðist og við vorum í raun svikin um það. Auðvitað er þetta ekki ákjósanleg staða en við erum búin að tala við svo til allar þjóðir í Evrópu og margar þjóðir utan Evrópu en það heillaði greinilega ekki mikið að koma til Íslands og spila þar. Síðustu ár höfum við ekki fengið marga vináttuleiki heim. Liðum finnst langt að koma til okkar og þau setja verðið fyrir sig – finnst allt vera dýrt hjá okkur. Þetta er því staðan. Við notuðum umboðsmenn til að leita að leikjum fyrir okkur og töldum okkur tvisvar vera komin með mjög góða kosti á Laugardalsvöll en því miður gekk það ekki eftir.“ Æfa nærri höfuðstöðvum Puma í aðdraganda EM Íslenska landsliðið kemur saman til æfinga 20. júní á Íslandi en þó verða þeir leikmenn sem spila í vetrardeildum, það er að segja á Englandi, Ítalíu, í Þýskalandi og Frakklandi, komnir til móts við Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara fyrr. Ef hlutirnir ganga upp ferðast liðið svo til Evrópu og spilar vináttulandsleik 29. júní, og heldur í framhaldinu undirbúningi sínum áfram í nágrenni höfuðstöðva Puma sem eru í Herzogenaurach í Þýskalandi. Þaðan fer liðið svo til Englands skömmu fyrir fyrsta leik á EM sem verður gegn Belgíu í Manchester 10. júlí. Ísland er í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi. Í aðdraganda EM leika Belgar vináttuleiki við England, Norður-Írland, Austurríki og Lúxemborg. Frakkar leika gegn Kamerún og Víetnam, og Ítalir mæta Spánverjum.
EM 2022 í Englandi Fótbolti KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira