Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2022 07:00 Rafbíll í hleðslu. Dýrstu rafbílarnir gætu hækkað í verði um meira en eina og hálfa milljón króna í haust auki stjórnvöld ekki kvóta fyrir skattalegar ívilnanir áður en núgildandi kvóti klárast. Vísir/Vilhelm Verð á rafbílum gæti hækkað um allt að eina og hálfa milljón á næstu mánuðum þegar fjöldakvóti fyrir skattaívilnanir stjórnvalda klárast. Miðað við núverandi sölu á rafbílum gæti kvótinn klárast í síðasta lagi eftir þrjá mánuði. Stjórnvöld hafa um tíu ára skeið fellt niður virðisaukaskatt á hreinum rafbílum og tengiltvinnbílum til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum. Aðgerðin er liður í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Mest getur ívilnunin lækkað verð á rafbíl um rúma eina og hálfa milljón króna. Fjöldakvóti er hins vegar á ívilnuninum. Núgildandi lög heimila aðeins ívilnanir fyrir 15.000 rafbíla. Kvótinn fyrir tengiltvinnbíla kláraðist í apríl en ríkið ætlar ekki að halda þeim ívilnunum áfram. Nú er svo komið að aðeins 1.599 bílar eru eftir af kvótanum, að sögn Jóhannesar Jóhannesonar, staðgengils framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Um þessar mundir seljist 115 rafbílar að meðaltali á viku. Miðað við slíka sölu gæti kvótinn verið uppurinn eftir í mesta lagi tólf vikur. „Að mínu viti myndi ég halda við séum að tala um svona þrjá og hálfan mánuð, þá er þessi kvóti sem er núna í gildi búinn,“ segir Jóhannes við Vísi. Þannig gætu dýrustu rafbílarnir hækkað um 1.560 þúsund krónur í verði á sama tíma og vextir á bílalánum og lántökukostnaður fari hækkandi. Jóhannes segir að þannig geti kostnaðaraukningin fyrir væntanlega rafbílakaupendur náð allt að tveimur milljónum króna þegar allt er talið. Aðeins plástur að hækka kvótann um nokkur þúsund Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að fjölga rafmagnsbílum sem geta fengið ívilnanir í formi niðurfellingar á virðisaukaskatti úr 15.000 í 20.000. Jóhannes segir að miðað við núverandi söluþróun rafbíla dygði sú hækkun að mesta lagi í eitt ár, fram á mitt ár 2023. „Að okkar viti er það bara plástur,“ segir Jóhannes. Ívilnanir geri rafbíla samkeppnishæfa í verði við bíla sem eru knúnir jarðefnaeldsneyti. Falli þær niður og rafbílar hækki verulega í verði dagi fjárhagslegur hvati fyrir neytendur að fjárfesta í rafbíl upp. „Það er ekki það að fólk vilji ekki taka þátt í þessum orkuskiptum eða hugsa um umhverfið. Þetta snýst allt um hvað þú átt í veskinu,“ segir Jóhannes. Hann bendir á að nýir og strangari mengunarstaðlar fyrir bíla taki gildi í Evrópu árið 2025. Þá telur Jóhannes að bílaframleiðendur hætti sjálfir að þróa bensín- og dísilbíla þar sem það verði of kostnaðarsamt. Allir eigi eftir að færa sig yfir í rafmagn eða aðra kosti. Bílgreinasambandið hafi því lagt til að stjórnvöld haldi ívilnunum fyrir rafbíla til áramóta 2025. „Þetta er bara spurning um að halda sjó í þrjú ár í viðbót og tryggja það að sá góði árangur sem náðst hefur nú þegar, að það komi ekki eitthvað bakslag í hann,“ segir Jóhannes. Jóhannes Jóhannesson, staðgengill framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.Bílgreinasambandið Tengiltvinnbílum snarfækkaði þegar kvótinn kláraðist í vor Áhrif þess að ívilnanakvóti fyrir svonefnda tengiltvinnbíla, bíla sem eru knúnir jarðefnaeldsneyti en er einnig hægt að hlaða rafmagni fyrir akstur yfir styttri vegalengdir, rann út í apríl virðast skýr. Samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins voru fleiri en fjögur hundruð tengiltvinnbílar skráðir fyrstu vikuna í maí en aðeins fjórir vikuna á eftir. Bílaleigur hömstruðu tengiltvinnbílana áður en kvótinn var uppurinn. „Þær náttúrulega nýttu sér þennan kost. Svo þegar maður skoðar síðustu þrjár vikur eru þær að færa sig yfir í bensín og dísil,“ segir Jóhannes. Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og fleiri hafa varað við því að stjórnvöld bjóði hættunni heim með því að hafa kvóta á ívilnanirnar. „Þetta náttúrulega mun alltaf hafa áhrif á markmið stjórnvalda í þessum orkuskiptum og mengunar- og losunarmálum. Það er ekki eins og bíl sem er seldur í dag hverfi á morgun. Þetta hefur áhrif til fjölda ára,“ segir Jóhannes. Stjórnvöld höfðu áður lækkað virðisaukaskattsívilnanir fyrir tengiltvinnbíla um helming um áramótin. Ýmsar rannsóknir benda til að tengiltvinnbílar séu ekki eins vistvænir og af er látið, þrátt fyrir að þeir geti ekið á rafmagni. Vísbendingar eru þannig um að eldsneytisnotkun og koltvísýringsnotkun slíkra bíla sé mun hærri en ella þyrfti að vera vegna þess að fólk hleður þá sjaldan. Þá eyða tengitvinnbílarnir meira jarðefnaeldsneyti en sambærilegir bílar með bensín- eða dísilvél þar sem þeir eru þyngri. Leggja til ívilnanir fyrir endursölu Ríkissjóður hefur varið á þriðja tug milljarða króna í að niðurgreiða kaup á vistvænum bifreiðum undanfarinn áratug, þar af rúmlega tólf milljarða króna vegna hreinna rafbíla. Hlutdeild þeirra í nýskráningum hefur aukist undanfarin ár. Það var 22% árið 2019, 46% árið 2020 og 58% í fyrra. Af 4.501 rafbíl sem fékk ívilnun í fyrra var virðisaukaskattur felldur niður að fullu af tæplega fjögur þúsund bílum en að hluta fyrir 527 bíla. Í þeim tilfellum nam virðisaukaskatturinn um fimm prósentum af verði í stað 24 prósenta ella. Í frumvarpi fjármálaráðherra um að hækka kvóta fyrir ívilnanir rafbíla um fimm þúsund er einnig lagt til að lækka hámarksupphæð niðurfellingar virðisaukaskatts þannig að hámarkið verði 1.320 þúsund krónur fyrir hvern bíl á næsta ári. Þar er einnig að finna tillögu um að ívilnanir gildi einnig fyrir endursölu vistvænna bíla sem á að nýtast bílaleigum. Bílar Vistvænir bílar Orkuskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Tengdar fréttir Lagt til að fleiri rafbílar njóti niðurfellingar virðisaukaskatts Fjármála- og efnahagsráðherra leggur til að þeim rafmagnsbílum sem geta fengið ívilnun í formi niðurfellingar virðisaukaskatts verði fjölgað úr 15 þúsund í 20 þúsund. Þetta kemur fram í drögum að nýju frumvarpi til laga um virðisaukaskatt sem birt hefur verið í Samráðsgátt stjórnvalda. 22. mars 2022 11:27 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Stjórnvöld hafa um tíu ára skeið fellt niður virðisaukaskatt á hreinum rafbílum og tengiltvinnbílum til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum. Aðgerðin er liður í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Mest getur ívilnunin lækkað verð á rafbíl um rúma eina og hálfa milljón króna. Fjöldakvóti er hins vegar á ívilnuninum. Núgildandi lög heimila aðeins ívilnanir fyrir 15.000 rafbíla. Kvótinn fyrir tengiltvinnbíla kláraðist í apríl en ríkið ætlar ekki að halda þeim ívilnunum áfram. Nú er svo komið að aðeins 1.599 bílar eru eftir af kvótanum, að sögn Jóhannesar Jóhannesonar, staðgengils framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Um þessar mundir seljist 115 rafbílar að meðaltali á viku. Miðað við slíka sölu gæti kvótinn verið uppurinn eftir í mesta lagi tólf vikur. „Að mínu viti myndi ég halda við séum að tala um svona þrjá og hálfan mánuð, þá er þessi kvóti sem er núna í gildi búinn,“ segir Jóhannes við Vísi. Þannig gætu dýrustu rafbílarnir hækkað um 1.560 þúsund krónur í verði á sama tíma og vextir á bílalánum og lántökukostnaður fari hækkandi. Jóhannes segir að þannig geti kostnaðaraukningin fyrir væntanlega rafbílakaupendur náð allt að tveimur milljónum króna þegar allt er talið. Aðeins plástur að hækka kvótann um nokkur þúsund Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að fjölga rafmagnsbílum sem geta fengið ívilnanir í formi niðurfellingar á virðisaukaskatti úr 15.000 í 20.000. Jóhannes segir að miðað við núverandi söluþróun rafbíla dygði sú hækkun að mesta lagi í eitt ár, fram á mitt ár 2023. „Að okkar viti er það bara plástur,“ segir Jóhannes. Ívilnanir geri rafbíla samkeppnishæfa í verði við bíla sem eru knúnir jarðefnaeldsneyti. Falli þær niður og rafbílar hækki verulega í verði dagi fjárhagslegur hvati fyrir neytendur að fjárfesta í rafbíl upp. „Það er ekki það að fólk vilji ekki taka þátt í þessum orkuskiptum eða hugsa um umhverfið. Þetta snýst allt um hvað þú átt í veskinu,“ segir Jóhannes. Hann bendir á að nýir og strangari mengunarstaðlar fyrir bíla taki gildi í Evrópu árið 2025. Þá telur Jóhannes að bílaframleiðendur hætti sjálfir að þróa bensín- og dísilbíla þar sem það verði of kostnaðarsamt. Allir eigi eftir að færa sig yfir í rafmagn eða aðra kosti. Bílgreinasambandið hafi því lagt til að stjórnvöld haldi ívilnunum fyrir rafbíla til áramóta 2025. „Þetta er bara spurning um að halda sjó í þrjú ár í viðbót og tryggja það að sá góði árangur sem náðst hefur nú þegar, að það komi ekki eitthvað bakslag í hann,“ segir Jóhannes. Jóhannes Jóhannesson, staðgengill framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.Bílgreinasambandið Tengiltvinnbílum snarfækkaði þegar kvótinn kláraðist í vor Áhrif þess að ívilnanakvóti fyrir svonefnda tengiltvinnbíla, bíla sem eru knúnir jarðefnaeldsneyti en er einnig hægt að hlaða rafmagni fyrir akstur yfir styttri vegalengdir, rann út í apríl virðast skýr. Samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins voru fleiri en fjögur hundruð tengiltvinnbílar skráðir fyrstu vikuna í maí en aðeins fjórir vikuna á eftir. Bílaleigur hömstruðu tengiltvinnbílana áður en kvótinn var uppurinn. „Þær náttúrulega nýttu sér þennan kost. Svo þegar maður skoðar síðustu þrjár vikur eru þær að færa sig yfir í bensín og dísil,“ segir Jóhannes. Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og fleiri hafa varað við því að stjórnvöld bjóði hættunni heim með því að hafa kvóta á ívilnanirnar. „Þetta náttúrulega mun alltaf hafa áhrif á markmið stjórnvalda í þessum orkuskiptum og mengunar- og losunarmálum. Það er ekki eins og bíl sem er seldur í dag hverfi á morgun. Þetta hefur áhrif til fjölda ára,“ segir Jóhannes. Stjórnvöld höfðu áður lækkað virðisaukaskattsívilnanir fyrir tengiltvinnbíla um helming um áramótin. Ýmsar rannsóknir benda til að tengiltvinnbílar séu ekki eins vistvænir og af er látið, þrátt fyrir að þeir geti ekið á rafmagni. Vísbendingar eru þannig um að eldsneytisnotkun og koltvísýringsnotkun slíkra bíla sé mun hærri en ella þyrfti að vera vegna þess að fólk hleður þá sjaldan. Þá eyða tengitvinnbílarnir meira jarðefnaeldsneyti en sambærilegir bílar með bensín- eða dísilvél þar sem þeir eru þyngri. Leggja til ívilnanir fyrir endursölu Ríkissjóður hefur varið á þriðja tug milljarða króna í að niðurgreiða kaup á vistvænum bifreiðum undanfarinn áratug, þar af rúmlega tólf milljarða króna vegna hreinna rafbíla. Hlutdeild þeirra í nýskráningum hefur aukist undanfarin ár. Það var 22% árið 2019, 46% árið 2020 og 58% í fyrra. Af 4.501 rafbíl sem fékk ívilnun í fyrra var virðisaukaskattur felldur niður að fullu af tæplega fjögur þúsund bílum en að hluta fyrir 527 bíla. Í þeim tilfellum nam virðisaukaskatturinn um fimm prósentum af verði í stað 24 prósenta ella. Í frumvarpi fjármálaráðherra um að hækka kvóta fyrir ívilnanir rafbíla um fimm þúsund er einnig lagt til að lækka hámarksupphæð niðurfellingar virðisaukaskatts þannig að hámarkið verði 1.320 þúsund krónur fyrir hvern bíl á næsta ári. Þar er einnig að finna tillögu um að ívilnanir gildi einnig fyrir endursölu vistvænna bíla sem á að nýtast bílaleigum.
Bílar Vistvænir bílar Orkuskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Tengdar fréttir Lagt til að fleiri rafbílar njóti niðurfellingar virðisaukaskatts Fjármála- og efnahagsráðherra leggur til að þeim rafmagnsbílum sem geta fengið ívilnun í formi niðurfellingar virðisaukaskatts verði fjölgað úr 15 þúsund í 20 þúsund. Þetta kemur fram í drögum að nýju frumvarpi til laga um virðisaukaskatt sem birt hefur verið í Samráðsgátt stjórnvalda. 22. mars 2022 11:27 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Lagt til að fleiri rafbílar njóti niðurfellingar virðisaukaskatts Fjármála- og efnahagsráðherra leggur til að þeim rafmagnsbílum sem geta fengið ívilnun í formi niðurfellingar virðisaukaskatts verði fjölgað úr 15 þúsund í 20 þúsund. Þetta kemur fram í drögum að nýju frumvarpi til laga um virðisaukaskatt sem birt hefur verið í Samráðsgátt stjórnvalda. 22. mars 2022 11:27